Gaflari - 27.11.2014, Blaðsíða 8

Gaflari - 27.11.2014, Blaðsíða 8
8 - gafl ari.is Erum á Facebook: Sko sala í Firði í bílakjallaranum í Firði laugardaginn 6. des. Opið frá 12.00 til 16.00 Stuð og stemmning Komdu og grúskaðu Prúttaðu og gerðu góð kaup að koma við í Heilsubúðinni á Reykjarvíkurvegi ef þú þarft andlega eða líkamlega upp- örvun. Þar er að finna aragrúa af alls- konar góðgæti sem hressir, bætir og kætir. Jólailm og háralit án parabena – svo heilsusamlegur að það mætti næstum borð‘ann. Sorpu, já Sorpu – vissuð þið af nýju talningavélinni? Nú þarf ekki lengur að flokka og telja heima heldur bara að skella pokunum í bílinn og muna eftir debet- kortinu. Ótrúlega einfalt og skemmti- legt ferli. GAFLARI MÆLIR MEÐ... Úr bankanum í listina Í fallegu húsi sem kúrir í hraunjaðr- inum nærri Víðistaðaskóla býr Bjarni Sigurðsson, keramiker. Bjarni hefur þó ekki alltaf verið keramiker því fram yfir þrítugt vann hann starf sem flestir myndu telja að ætti fátt sameiginlegt með listsköpun, Bjarni vann í banka. „Ég var á viðskiptabraut í FB og fékk svo vinnu í Hagkaup við að sjá um kassauppgjör og slíkt. Á þeim tíma þótti mikil upphefð í því að vinna hjá Hagkaupum og því auðvelt að fá vinnu í bankakerfinu með þá starfsreynslu,“ segir Bjarni þegar hann er spurður út í það hvernig það hafi atvikast að hann, lista- maðurinn, hafi unnið í bankakerf- inu árum saman. Vissi ekki af listamanninum í sér Ólíkt mörgum öðrum listamönnum hafði Bjarni ekki hugmynd um að í honum byggi listamaður sem beið eftir því að fá að springa út. „Þegar ég fór að nálgast þrítugt fann ég að mig langaði til að fara að gera eitthvað með höndunum. Ég vissi hins vegar ekkert hvað ég vildi gera. Ég var eitthvað ragur við þetta og gerði því ekkert í málinu en það end- aði svo með því að maðurinn minn, Guðbrandur Árni Ísberg, skráði mig á námskeið hjá Tómstundaskóla Reykjavíkur. Þar fór ég í gluggaút- stillingar,“ segir Bjarni og hlær. „Ég hafði mjög gaman af námskeiðinu og kláraði það með glæsibrag þar sem glugginn minn var valinn sá besti í lok námskeiðsins.“ „Það gerðist bara eitthvað innra með mér“ Eftir þetta var ekki aftur snúið. Bjarni ákvað að fara í Myndlista- skóla Reykjavíkur og það var þar sem undrið gerðist. „Þar tók ég ýmis námskeið t.d. í teikningu og skúlptúr. Það var svo í eitt skipt- ið að kennarinn lét hvert okkar fá fimm kíló af leir og fyrirmælin voru einföld: „Vinnið eitthvað úr þessu og gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn.“ Þegar Bjarni rifjar þetta augnablik upp fær hann ljóma í augun og bros breiðist yfir andlit hans. „Ég hafði aldrei áður snert svona leir og byrjaði að hnoða og þá gerðist bara eitthvað innra með mér. Eitthvað sem ég get ekki út- skýrt með orðum. Það varð bara sprenging innra með mér. Þegar ég var svo sóttur um kvöldið náði ég mér ekki niður, mér fannst ég geta flogið,“ segir Bjarni og hlær. Lærði í Danmörku Eftir þessa mögnuðu lífsreynslu varð ekki aftur snúið. Bjarni fór á námskeið hjá tveimur keramiker- um til að læra meira. „Ég ákvað svo bara að söðla um og hætta þessu bankarugli. Maðurinn minn var á þessum tíma að fara í framhalds- nám í sálfræði til Danmerkur og ég ákvaðað sækja um nám í listaskóla og komst inn mér til mikillar furðu. Það sóttu 300 um skólavist og 32 komust inn,“ segir Bjarni og stoltið leynir sér ekki í röddinni. Bjarni og Guðbrandur dvöldu næstu 10 árin í Danmörku. „Eftir að ég útskrifaðist stofnaði ég gallerí ásamt vinkonu minni og þar seldu fimm ker- amikerar og fimm listmálarar verkin sín. Þetta gallerí er enn starfandi og gengur bara vel.“ Þekktari úti en heima Það má eiginlega segja að allt fram til þessa hafi Bjarni verið þekktari í Danmörku en á Íslandi. “Ég er enn að selja mikið af ker- amiki í Danmörku. Ég framleiði hér heima og sendi út. Undanfarið hefur nafn mitt verið mjög rísandi þar í landi og allt sem ég kem með selst upp svo að segja á stundinni.“ Íslendingar hafa þó einnig kveikt á perunni undanfarið og margir vilja eignast verk eftir Bjarna. „Ég rek, ásamt fleiri listamönnum, tvö gall- erí, Fabúlu og Stíg. Þar eru verkin mín til sölu og ég finn að áhugi fyrir verkunum mínum er alltaf að aukast hér á landi.“ Hafnarfjörður einstaklega fallegur bær Bæði Bjarni og Guðbrandur eru uppaldir í Vesturbæ Reykjavíkur og því alls ekki sjálfgefið að þeir settust að í Hafnarfirði. „Hvor- ugan okkar langaði til að flytja aftur í Vesturbæinn, okkur langaði að prófa eitthvað nýtt og vorum ákveðnir í að setjast að í úthverfi þegar við flyttum heim á ný eftir Danmerkurdvölina,“ segir Bjarni og bætir við: „Valið stóð eiginlega á milli Mosó og Hafnarfjarðar. Í einni Íslandsferðinni sá ég svo þetta hús auglýst til sölu. Það var nú kannski ekki alveg á því verðbili sem við vorum að leita eftir en engu að síð- ur ákváðum við að fara til að skoða það að utan. Stella í Stellubakstri sem átti húsið sá okkur sniglast fyrir utan og bauð okkur inn til að skoða. Hún tók eiginlega strax ástfóstri við okkur og vildi endi- lega að við fengjum húsið. Þegar við komum svo inn í bílskúrinn þá sagði hún. „Hér er svo þriggjafasa rafmagn þannig að þú þarft ekki að gera neitt annað en að stinga í samband til að hefjast handa.“ Og frá og með þeirri stundu var ekki aftur snúið.“

x

Gaflari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.