Gaflari - 09.05.2014, Blaðsíða 4

Gaflari - 09.05.2014, Blaðsíða 4
4 - gafl ari.is Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Framkvæmdastjóri: Jökull Másson • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gils- dóttir & Kári Freyr Þórðarson (ritstjorn@gaflari.is) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 • Ljósmyndarar: Júlíus Andri Þórðarson & Vil- hjálmur Valgeirsson • Upplag: 10.500 eintök • Auglýsingar: Júlíus Andri Þórðarson, Ólafur Guðlaugsson & Tryggvi Rafnsson, sími: 544 2100, netfang: auglysingar@gaflari.is Um daginn ákvað ég og minn betri helmingur að leggja land undir fót og varð Akur- eyri fyrir valinu. Akureyri og Hafnarfjörður eru að margra mati líkir bæir, svona svip- aður bæjarbragur og þorpsstemn- ing sem er svo notaleg, svipaður fjöldi bæjarbúa sem er frekar íþróttasinnaður og svo er líka blómlegt lista- og tónlistarlíf. Það var því svo sem vitað að ekki var verið að fara út fyrir þægindarammann í þessari ferð og urðum við strax vör við vinalegt viðmót bæjarbúa sem ég ætla rétt að vona að gestir sem koma til Hafnarfjarðar finni líka þegar þeir heimsækja bæinn okkar. Að sjálfsögðu rákumst við á Hafn- firðinga á ferðum okkar sem voru í svipuðum erindagjörðum og við sjálf, að njóta lífsins og víkka sjón- deildarhringinn því það er okkur öllum nauðsynlegt. Öðru hvoru er óskaplega gott að fara í ferðir út fyrir bæjarmörkin til að minna sig á að grasið er ekki alltaf grænna hinum megin við lækinn. Að sjá hvernig fólk hefur hlutina annars staðar, fá hugmyndir sem við get- um nýtt okkur þegar heim er komið og sjá bæinn sinn og fólkið sitt frá öðru sjónarhorni er svo hollt. Það sem Akureyringar hafa þó fram yfir okkur Hafnfirðinga er tungumálið. Hvernig Akureyr- ingar fara með hið ástkæra og ylhýra er hrein unun á að hlýða. Ungir sem aldnir eru skýrmæltir með eindæmum og íslenskt mál er hreinlega hljómfegurra norðan heiða, eitthvað sem við hér sunn- anlands þurfum að fara að taka til skoðunar áður en við hættum alveg að skilja hvort annað sökum óskýrmælis og ambögu. Það er því ekki alltaf tilgangslaust að sækja vatnið yfir lækinn, í því getur falist mikill lærdómur. Helga Kristín Gilsdóttir Að sækja vatnið yfir lækinn Leiðari ritstjórnar Gaflarans X-Hafnarfjörður Bæjarbúar voru í febrúar síðast- liðinum 27.426 talsins en stóra spurningin sem brennur á þeim þessa dagana er sú hvort meirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna haldi velli í komandi kosningum. Miðað við skoðanakannanir undan- farna mánuði verður slíkt að teljast hæpið, en í síðustu kosningum fengu þessir tveir flokkar um 55% atkvæða og 6 fulltrúa kjörna (5+1), Sjálfstæðisflokkurinn 37,2% og 5 bæjarfulltrúa og Framsóknar- flokkurinn 7,6% atkvæða og engan fulltrúa. Sex framboð bjóða fram í Hafnarfirði í kosningunum í vor; Björt Framtíð, Framsóknarflokk- urinn, Píratar, Samfylkingin, Sjálf- stæðisflokkurinn og Vinstrihreyf- ingin Grænt framboð. Gaflarinn ætlar að gera þessum framboðum nokkur skil í næstu tölu- blöðum og eru það Samfylkingin og Björt Framtíð sem hefja leikinn. Samfylkingin í Hafnarfirði er með 5 bæjarfulltrúa í bæj- arstjórn. Guðmundur Árnason var bæjarstjóri og leiddi kjörtímabilið fyrstu tvö árin en oddviti bæjarstjórnar kemur einnig úr þeirra röðum. Fyrstu þrjú sæti lista Samfylkingarinnar skipa þau Gunnar Axel Axelsson, Margrét Gauja Magnúsdóttir og Adda María Jóhannsdóttir. Björt framtíð býður nú í fyrsta sinn fram í Hafnarfirði. Flokkurinn bauð fyrst fram til síðustu Alþingiskosninga undir merkjum breytinga og fjölbreytileika en ríður nú á vaðið á sveitastjórnarstiginu víða um land. Fyrstu þrjú sæti lista Bjartr- ar framtíðar í Hafnarfirði skipa þau Guðlaug Kristjánsdóttir, Einar Birkir Einarsson og Borghildur Sölvey Sturludóttir. Hvað finnst þér að sveitarstjórnar- kosningarnar í vor eigi að snúast um? Þær snúast um að við höldum áfram á treysta og styrkja fjárhag og þjónustu bæjarfélagsins. Þar höfum við náð gríðarlegum árangri og það er sannar- lega bjart framundan. Samfylkingin leggur áherslu á stóraukið framboð á leiguíbúðum og hagkvæmum íbúð- um fyrir jafnt unga sem aldna. Bær- inn getur beitt sínum áhrifum bæði fjárhagslega og skipulagslega til ná saman öflugum aðilum í slíka upp- byggingu Hvert yrði fyrsta verk Samfylkingar í nýrri bæjarstjórn? Afgreiða framkvæmdaáætlun um ákveðið hámarksþak á þjónustugjöld fyrir hverja fjölskyldu í bænum. Það gerum við m.a. með lækkun þjónustu- gjalda leik- og grunnskóla og með því að hækka tekjuviðmið sérstakra afsláttarkjara fyrir barnafjölskyldur í Hafnarfirði. Mun Samfylkingin beita sér fyrir því að ráðinn verði ópólitískur bæjar- stjóri í Hafnarfirði? Niðurstaða kosninganna mun ráða því hvaða meirihluti verður myndaður og hvernig staðið verður að ráðningu bæjarstjóra. Við munum eins og ávallt leggja ríka áherslu á að sem breiðust samstaða og góður stuðningur bæj- arbúa sé á bakvið þann sem sinnir því verkefni. Af hverju eiga Hafnfirðingar að kjósa Samfylkinguna? Samfylkingin í Hafnarfirði hefur sýnt í verkum sínum á liðum árum að hún er ábyrgur og lýðræðislegur flokkur sem leggur lykiláherslu á samráð og sátt með íbúum Hafnarfjarðar og hefur ver- ið í forystu á landsvísu við að innleiða lýðræðislega aðkomu íbúa að stjórnun og stjórnsýslu. Hvað finnst þér að sveitarstjórn- arkosningarnar í vor eigi að snú- ast um? Kosningarnar í vor snúast um hugarfarsbreytingu í pólitíkinni í Hafnarfirði. Við í Bjartri fram- tíð viljum að kjörnir fulltrúar sýni ábyrgð í verki gagnvart bæjarbú- um, komi upp úr pólitískum skot- gröfum sínum og forgangsraði sameiginlega þeim verkefnum sem skipta mestu í rekstri bæjarins með langtíma hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Hvert yrði fyrsta verk Bjartrar framtíðar komist hún í meirihluta bæjarstjórnar? Við teljum mjög brýnt að breyta ásýnd svokallaðs meirihluta eins hún hefur birst og viljum leita sam- starfs um málefni þvert á flokka frekar en flokkslínum. Eitt okkar fyrsta verk yrði að eiga samtal við bæjarbúa um hvernig bæ Hafn- firðingar vilja, svo skapa megi sátt um sameiginlega framtíðarsýn. Mun Björt framtíð beita sér fyrir því að ráðinn verði ópólitískur bæjarstjóri í Hafnarfirði? Þetta skiptir í raun ekki höfuðmáli í okkar huga, heldur að ráðinn sé jákvæður einstaklingur sem hefur viðhorf og lífsskoðun sem nýtist í þjónustu bæjarbúa. Af hverju eiga Hafnfirðingar að kjósa Bjarta framtíð? Hafnfirðingar „eiga“ ekki endilega að kjósa Bjarta framtíð, en þeir geta hins vegar valið þann kost. Geri þeir það, lofum við að vinna af einlægni, sýna skoðunum og fólki virðingu, vera hreinskiptin og fram- kvæma með hagsmuni heildarinnar í fyrirrúmi. Gunnar Axel Axelsson Einar Birkir Einarsson

x

Gaflari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.