Gaflari - 09.05.2014, Side 6
6 - gafl ari.is
Ein af æskuminningum mínum eru
ferðir með mömmu og ömmu í Dala-
kofann. Þar fengust æðislegir kjólar
sem hefðu sæmt sér á hvaða gala-
kvöldi sem er og þar var nú hægt að
láta sig dreyma. Systurnar í Dala-
kofanum eru Hafnfirðingum að
góðu kunnar en þær tóku við rekstri
verslunarinnar af föður sínum árið
1992. Systurnar, Guðrún og Sjöfn
Sæmundsdætur, eru fæddar 1953
og 1954 og hafa alla tíð verið sam-
rýmdar. Þær eru fæddar og aldar
upp á Merkurgötunni, þar sem Sjöfn
býr enn ásamt háaldraðri móður
þeirra systra. Systurnar fengu kaup-
mennskuna með móðurmjólkinni en
móðir þeirra rak um árabil verslunina
Laufið sem seldi hátísku kvenfatnað
í Reykjavík og faðir þeirra stofnaði
Dalakofann árið 1975. Móðir þeirra
hafði reyndar um tíma áhyggjur hvað
yrði um verslunarreksturinn verandi
með þrjár dætur sem allar voru hipp-
ar. En það fór þó svo að dæturnar
tóku við Dalakofanum og þegar móðir
þeirra hætti með Laufið tóku þær yfir
merkin sem þar voru seld.
Þær systur hafa þó ekki alltaf
staðið í verslunarrekstri en Sjöfn er
lærður leikskólakennari og starfaði
sem slíkur í mörg ár, bæði í Svíþjóð
og hér heima. Guðrún sinnti börnum
og búi, í Svíþjóð og hér heima. Og Sví-
þjóð skýrir kannski þetta geislandi
útlit sem þessar glæsilegu systur
hafa, ljósa hárið, gullnu húðina og
stelpulega yfirbragðið. Þær gefa nú
ekki mikið fyrir það þegar ég minn-
ist á hraustlegt útlit þeirra þegar við
hittumst snemma morguns á einu af
kaffihúsum bæjarins.
Alltaf hægt að gera betur
Það var árið 1992 sem systurnar tóku
yfir rekstur Dalakofans og faðir þeirra
steig til hliðar. Dalakofinn hefur frá
fyrstu tíð selt kvenfatnað og var í
mörg ár til húsa á Linnetstíg en flutti
sig svo yfir í Fjörðinn árið 1994 og er
því ein af fáum verslunum sem hefur
verið í húsinu frá upphafi. Þær muna
tímana tvenna í Firði og segja að auð-
vitað hafi verið upp- og niðursveiflur í
húsinu. „Óneitanlega er niðursveifla
nú þegar ÁTVR hefur flutt á annan
stað og við finnum fyrir minni umferð í
húsinu, sérstaklega eftir klukkan fjög-
ur þegar bankinn hefur lokað og um
helgar.“ Þær eru ekki sáttar við þessa
þróun mála og finnst skrýtið að verið
sé að flytja þjónustu úr miðbænum.
„Og bara bænum öllum, því nú stefnir
í að Sýslumaðurinn flytjist úr bænum
og ég er bara hrædd um að Hafnar-
fjörður breytist í svefnbæ, viljum við
það?“ segir Gunna ákveðin á svip.
„Það er líka alveg ótækt að mörg af
bestu verslunarhúsnæðum bæjarins
séu undirlögð af stjórnmálaflokkum,
þar er ekkert líf í miðri viku. Í mið-
bænum á að vera góð þjónusta og
hann á að vera líflegur, ég myndi vilja
sjá breytingu á þessu“ segir Sjöfn.
„En auðvitað er margt jákvætt að
gerast í Hafnarfirði líka, allar þessar
ungu konur sem eru í verslunarrekstri
í bænum, svo duglegar að eftir því
er tekið á landsvísu. Það þarf bara
alltaf að vera að bæta í og það vant-
ar margt til að bæta þjónustuna.
Það er t.d. engin snyrtivöruverslun í
bænum, engin dótabúð og lítið úrval
af barnafatnaði“ segir Gunna. „Svo
mætti líka reyna að gera eitthvað til
að laða ferðamenn að, þeir ferðamenn
sem koma hingað með skemmtiferða-
skipum á sumrin stoppa bara ekkert í
bænum, þar er engin minjagripaversl-
un, ekki einu sinni hægt að kaupa lopa-
peysu“ bætir Sjöfn við.
Tryggur hópur viðskiptavina
Dalakofinn hefur á tæplega fjörtíu
ára tímabili eignast stóran og tryggan
kúnnahóp af öllu höfuðborgarsvæð-
inu, sömu konurnar koma ár eftir ár
og svo koma dæturnar með og dætur
þeirra, svona rúllar þetta koll af kolli.
Og systurnar muna tímana tvenna.
„Við höfum sent sömu konunum póst-
kröfur í mörg ár. Einu sinni kom kona
í búðina frá Raufarhöfn, við höfðum
sent henni pakka í póstkröfu reglu-
lega og svo þegar hún var eitt sinn
í bænum kom hún loksins til okkar,
en þá vildi ekki betur til en svo að
við vorum í verslunarferð erlendis,
okkur var greinilega ekki ætlað að
hittast.“ segir Sjöfn og brosir. „Og það
sem gerir verslunarreksturinn svo
skemmtilegan eru kúnnarnir auðvitað
og í Hafnarfirði er sérstaklega heim-
ilislegt að reka verslun. Það þekkist
örugglega ekki á mörgum stöðum á
landinu að hægt sé að fá lánað heim
til að máta án þess að setja eitthvað
í pant á meðan og sumir verða hissa
þegar við bjóðumst til að lána heim,
en auðvitað er það þægilegt þegar
verið er að kaupa eitthvað á eldri kon-
ur sem eiga erftitt með að komast
leiðar sinnar en vilja samt vera smart“
bætir Gunna við.
Vegur kaupmannsins er vandrataður
Systurnar sjá um búðina frá A-Ö og
standa vaktina alla daga sjálfar, eru
með einn fastan starfsmann sem
hleypur undir bagga þegar þær fara
erlendis í verslunarferðir. Þær versla
aðallega við heildsala í Danmörku og
Englandi, og fara sex til átta sinnum
á ári í verslunarferðir. „Við reynum
að vera með fjölbreytt vöruúrval og
kaupum ekki mikið magn af hverri flík,
en þó er það sérstakt að enginn vill
vera eins og einhver annar, en samt
kaupa allir það sama svo þetta er dá-
lítið vandrataður vegur“ segir Gunna.
Þær segja mikinn mun á verslun-
arháttum nú og þegar þær voru að
byrja og margar af heildverslunum
sem þær hafi skipt við hafi orðið að
lúta í lægra haldi fyrir stærri versl-
unarkeðjum. Það er því ekki bara hér
á landi sem kaupmaðurinn á horninu
er deyjandi stétt. Og þannig gengur
þetta upp, með því að gera allt sjálf-
ar og vera vakandi og sofandi yfir
rekstrinum. „Þetta er mikil vinna, og
það er ekki nóg að kaupa fullt inn,
það þarf líka að selja vöruna og það
gerist ekki að sjálfu sér. Það þarf
að sýna kúnnanum áhuga og veita
góða þjónustu. En það hefur aldrei
verið eins erfitt að reka fyrirtæki
eins og í dag, þetta er brjáluð vinna
og lítið sem situr eftir þegar búið er
að gera upp. Eftir öll þessi ár í erum
við sammála um að reksturinn hefur
aldrei verið jafn íþyngjandi og nú. Og
þar spilar kreppan inn í að sjálfsögðu
og nú erum við ef til vill að finna fyrir
áhrifum hennar, hún er svo sannar-
lega að klípa okkur núna“ segir Sjöfn
alvarleg í bragði.
Betri helmingur hvor annarrar
Þegar ég spyr hvort þær hafi einhvern
tíma fyrir eitthvað annað en vinnuna
eru þær báðar fljótar og samtaka
þegar þær svara. „Við erum ömmur“
og þær ljóma báðar. Og svo hugsum
við um mömmu, hún er orðin 94 ára,
býr enn heima og er enn skýr og klár
í kollinum en kroppurinn svíkur hana.
En fyrst og fremst er það fjölskyldan
sem á hug okkar allan þegar heim er
komið.“ Gunna er ekkja síðan 1991, á
tvö börn og fjögur barnabörn. Sjöfn á
eina dóttur og eitt barnabarn. Og ég
heyri þegar ég tala við þær að þetta
er samheldin fjölskylda. En hvern-
ig kemur ykkur saman, mér heyrist
þið vera saman næstum allan sólar-
hringinn? „Við rífumst aldrei, en verð-
um stundum sammála um að vera
Systurnar í Dalakofanum –
samrýmdar og rífast aldrei
Systurnar Guðrún og Sjöfn Sæmundsdætur ólust upp við verslunarrekstur foreldra sinna
og reka nú verslunina Dalakofann í verslunarmiðstöðinni Firði. Þær muna tímana tvenna
og óttast að Hafnarfjörður breytist í svefnbæ ef þjónustu við bæjarbúa heldur áfram að
hnigna. Helga Kristín Gilsdóttir ræddi við systurnar um lífið og reksturinn í Firðinum.