Akureyri


Akureyri - 11.12.2014, Blaðsíða 6

Akureyri - 11.12.2014, Blaðsíða 6
6 46. tölublað 4. árgangur 11. desember 2014 Í von um vakningu eða svar Sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi lauk í gær með friðarkaffi og kakói við Kaffi Ilm á Akureyri. Margvíslegar uppákomur hafa far- ið fram vegna átaksins. Efnt hefur verið til listsýninga, funda, upp- lestra og gjörninga. Átakið er til- einkað baráttu og skipulagningu Sameinuðu þjóðanna á aðgerðum til að binda endi á ofbeldi gegn konum bæði á innlendum og al- þjóðlegum vettvangi. Einn áhugaverðasti rithöfund- ur samtímans, Steinar Bragi Guð- mundsson, lagði baráttunni lið um síðustu helgi með mögnuðum upplestri úr skáldsögu hans „Kata“. Greiningar og samræður urðu í kjölfarið. Viðburðurinn nefndist Hádegisstund í Eymundsson á Ak- ureyri. Tóku fulltrúar Jafnréttis- stofu þátt. Höfundur lýsti sjálfur Kötu þannig að bókin fjallaði um mið- aldra hjúkrunarfræðing á Sel- tjarnarnesinu. Við upphaf sögu hefði dóttir hennar verið horf- in í eitt ár, hvarf af skólaballi 16 ára gömul. Síðar finnst hún látin. Henni reynist hafa verið nauðgað af þremur mönnum sem byrluðu henni lyf sem dró hana til dauða. Sagan lýsi viðbrögðum móður við áfallinu, tilfinningum hennar og pólitískri vakningu. Kata „hristi af sér borgaralegt siðferði sitt“ og leiti leiða til að grípa til aðgerða, finni sína eigin leið ... sem sé umdeilan- leg. HAFA KONUR HVORKI HEIÐUR SÉ ÆRU? Steinar Bragi las kafla upp úr bók sinni þar sem aðalpersóna bókar- innar veltir fyrir sér heiðri og æru karlmanna. Hvort karlar hafi einir samfélagslegan rétt á að bregðast við vansæmd? „Kata hrærði í pottinum, settist aftur og fyrr en varði var hún kom- in á bólakaf í heiður, æru, sæmd og ekki ósjaldan karl eða karla sem glötuðu sæmd sinni í augum annarra eða sjálfs sín – enda með öllu óljóst hvort einhvern greinar- mun ætti að gera þarna á milli. Karlar í Bandaríkjunum, Frakklandi og Þýskalandi hefndu af áfergju, fóru á vinnustaði og í skóla og leikskóla og hefndu fyrir vansæmd sína, drápu mömmu sína og pabba, konuna sína, börnin, vini, alla sem valdið höfðu vansæmd þeirra eða svo mikið sem orðið vitni að henni, gætu orðið vitni að henni. Æra japanskra karla var líka mikil og vansæmd þeirra heilmikil, gyrt hátimbruðu siðferði sem kennt var við Samúræja, og karlar í Suð- ur-Ameríku og við Miðjarðarhafið og í Mið-Austurlöndum, Pakistan, Indlandi, Afganistan, Malasíu stóðu ægilegan vörð um æru sína í nafni „fjölskyldunnar“ eða Krists, Guðs, Allah, Múhameðs, Abrahams, Davíðs. Norrænt landnám og mið- aldir snerust um æru karlmanna og gott ef samfélög víðast hvar á hnettinum, á hvaða tíma sem var, voru ekki lagskipt af æru karl- manna og sundurgreind af þessari sömu æru þeirra og afleiðingum af brotum gegn henni. Þannig sveiflaðist Kata heims- horna á milli og rambaði að lokum á vinsælasta afþreyingarefni sam- tímans: bíómyndir. Hún sá að hefnd karlmanna og æra hafði komið þar við líka og var sem fyrr lögð að jöfnu við heimilið, vinnustaðinn, eign- ir þeirra, borgirnar, þjóðirnar og stundum heiminn allan. Vinsælustu bíómyndirnar voru aksjón-mynd- ir; þegar ógn steðjaði að æru karla lögðu þeir aksjón að jöfnu við hefnd og sjálfa sig að jöfnu við réttlæti, annars virtist fyrirbærið ekki bund- ið við sérstaka tegund kvikmynda: þögli kúrekinn hefndi, Taxi Driver hefndi, Corleone, John Coffey hefndi, maður að nafni Dexter hefndi, Jack Reacher hefndi, Hulk og Járnmaður- inn hefndu, Norris, Lundgren, Dies- el, Jaa, Li, Yen, Chan, Statham, Lee og Bronson hefndu. Akkilles (Brad Pitt) hefndi fyrir vansæmdan fóst- bróður sinn og Tróju-stríðið eins og það lagði sig varðaði vansæmd karls vegna konu. – Allt ærlegir menn sem útdeildu hefnd sinni af réttsýni og miskunnsemi, eða allt að því, og hlutu sæmd fyrir. Nóg af hefnd. Meira en Kötu entist ævin til að skoða. Og hún skildi vel aðdráttaraflið. Tómið í maganum á henni – uppgjöfin sem hvolfdist yfir hana þegar síst varði – spratt af vansæmd; af vansæmd spratt óttinn við að glata sjálfum sér, missa stjórnina á eigin lífi og fara halloka í samfélagi við aðra. Líf dóttur hennar hafði verið tekið frá henni, sjálfsagður réttur Völu til lífs og frelsis virtur að vettugi; hún lá óbætt í jörðu og á meðan var vansæmdin foreldra hennar og samfélagsins alls sem átti að vernda hana en brást, og brást öðru sinni með því að refsa engum fyrir. Það var meira í lífinu og menn- ingunni en hefnd. En það var athyglisvert hvernig sumum virtist leyfilegt að hefna en öðrum ekki. Hefndin og framkvæmd hennar var veruleiki karla. Þótt ekki allir létu slag standa, frekar en að allir væru hetjur, bjó hefndin að minnsta kosti í þeim sem möguleiki. Eins og dæmin sýndu: Engar konur skutu börnin sín, manninn sinn og sjálfar sig á eftir. Þær skutu engan vegna vansæmd- ar í vinnunni, skólanum, í ræktinni eða á ættarmóti. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna unnu konur 70 prósent af vinnu heimsins, í klukkustund- um talið, og fengu fyrir 1 prósent auðsins. Engin kona hefndi sín fyrir það. Engar konur skvettu sýru. Þær skvettu engri sýru framan í svín- ið eiginmann sinn sem barði þær vikulega, dró börnin á hárinu um herbergið, kom drukkinn heim, barði þær meira og meig í rúmið og talaði um sæmd fjölskyldunnar. Engar konur hefndu fyrir sýru- árás á dóttur sína, móður, systur eða vinkonu. Engar konur hefndu fyrir órétt- læti sem þær voru beittar. Engar konur hefndu fyrir vansæmd. Höfðu þær kannski enga sæmd fyrir? Engar konur hefndu. Karlmenn hefndu. Á alla mögu- lega vegu með orðum, barsmíð- um, nauðgunum, vopnum og sýru. Konur hugsuðu um hefnd, sáu alla mögulega vankanta á. hefnd, létu sig dreyma um hefnd og þótt örfá- ar, snarvilltar konur létu verða af því urðu þær ekki sæmdar af hefnd: þær buguðust, gátu ekki meir, gripu til örþrifaráða og snerust til varn- ar, helltu bensíni yfir karlinn sem hafði barið þær í tíu ár og kveiktu á eldspýtu – en aldrei sem hetjur.“ HVAR ER RÉTTLÆTIÐ? Höfundur aflaði ýmissa tölfræði- legra gagna um kynbundið ofbeldi meðan á ritun Kötu stóð. Koma þær upplýsingar fram í bókinni. Aðeins þriðjungur til helmingur ís- lenskra kvenna sem leitar á neyðar- móttöku í kjölfar nauðgunar leggur fram kæru. Ekki er öll sagan sögð því talið er að einungis brot kvenna sem er nauðgað leiti á neyðarmót- töku. Af 189 nauðgunarkærum var sakfellt í 20. Þegar opinber um- ræða verði um þetta spretti gjarnan fram leiðandi raddir sem hrópi að körlum sé líka nauðgað! Höfundur spyr hvort slíkum málflutningi sé ætlað að taka broddinn úr áhersl- um kvenna. Af þessum 189 nauð- gunarmálum hafi kona samkvæmt dómskjölum aðeins verið gerandi í einu máli. Hver væri sú kona? Kona ársins?! ERINDIÐ KOM AFT- AN AÐ HÖFUNDI Í frekari umræðum að loknum upplestri upplýsti Steinar Bragi að Kata sé tilraun til svars eða vakningar, þó ekki með sama hætti og í sögunni. Greina mátti með- al viðstaddra að höfundur nálgist hið viðkvæma umfjöllunarefni sitt þannig að lesandinn verði bæði leiður og reiður en tilfinningar eru oft upphaf viðnáms og aðgerða. Ein viðstaddra kvenna upplýsti að hún hefði fengið mikinn kraft út úr því að lesa bókina. Steinar Bragi var spurður hvort það væri minna feimnismál hjá skáldsagnahöfundum í dag að skrifa afstöðubókmenntir, sögur með erindi en fyrir 20 árum. Hvort póstmódernsisminn væri á útleið í skáldsögunni – eins og reyndar á fleiri sviðum. Skáldið svaraði að það væri ekki í tísku að skrifa bók eins og Kötu – bók með erindi – það hafi komið aftan að honum að sjá erindi aðalpersónu bókarinnar verða eins sterkt og raun ber vitni. „Varðandi þetta erindi aðalpersónunnar, ég lifði mig mjög rækilega inn í hana sem persónu, það er hennar pólitík sem fæddist þarna, þá kom erindið aftan að mér, ég áttaði mig ekki á erindis- hlið þessaar bókar fyrr en eftir að hún kom út. Mér brá líka þegar ég sá hvað hún var þykk. Bókin er skrifuð af réttlætiskennd en erindið var ekki meðvitað fyrirfram,“ sagði skáldið. HEFÐI SKÁLDKONA FENG- IÐ AÐRAR VIÐTÖKUR? Einnig kom fram að Steinar Bragi hafi leitað ráða hjá kynjafræðingum þegar kom að ýmsum fræðilegum hliðum í bókinni. Hann var spurður hvort viðtökur bókarinnar hefðu e.t.v. orðið aðrar ef kona en ekki karl hefði skrifað hana. Skáldið svaraði: „Ef ég væri kona sem hefði skrifað þessa bók hefði ég getað lent í því að um- ræðan um bókina yrði smættuð niður í að hún væri stimpluð öfgafemínískt rit. Reyndin er sú að hún er kynnt sem eldfimur spennutryllir,“ sagði Steinar Bragi og brosti dauflega. -BÞ Símar: 848-9114 & 862-8833 | malbikun@simnet.is www.malbikun.is Leitaðu tilboða í síma 848-9114 eða 862-8833 eða malbikun@simnet.is SNJÓMOKSTUR OG SANDDREIFING Tökum að okkur snjómokstur og sanddreifingu á stórum sem litlum plönum Góð þjónusta…vönduð vinna Heyra mátti saumnál detta meðan Steinar Bragi las upp úr Kötu. Með lágværri röddu og fremur hægum talanda náði hann í gegn og negldi augnablikið. Völundur

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.