Akureyri


Akureyri - 11.12.2014, Side 10

Akureyri - 11.12.2014, Side 10
10 46. tölublað 4. árgangur 11. desember 2014 LEIÐRÉTTING Sú leiða misritun varð í Akureyri Vikublaði í síðustu viku að nemi við Mennta- skólann á Akureyri sem skrifaði minni kvenna á árshátíð skólans með þeim feminíska hætti að fréttnæmt þótti, var sagður nemi við Verkmenntaskól- ann á Akureyri. Akureyri Vikublað biður hlutaðeigandi og þá einkum MA- -nemandann sjálfan, Arnald Starra Stefánsson, velvirðingar á mistökunum. -ritstjóri Ungskáld Akureyrar undir áhrifum frá Ara Eldjárn Tilkynnt var um nýtt ungskáld Akureyrar sl. fimmtudag á Amts- bókasafninu. Blásið var til verð- launasamkeppni 16-25 ára fólks í ár eins og í fyrra. Að verkefninu „Ung skáld á Akureyri“ standa Amtsbókasafnið, Akureyrarstofa, Ungmenna-Húsið, Háskólinn á Ak- ureyri MA og VMA með stuðningi Menningarráðs Eyþings. Verðaun voru veitt með liti til best ritaða texta. Markmiðið er að veita ritlist ungs fólks meiri athygli, hvetja þau til að skapa og búa þar með til vettvang til að koma verk- um sínum á framfæri. Aldís Embla Björnsdóttir varð hlutskörpust í keppninni. Fyr- ir smásögu sína „Einræðisherra“ hlaut hún 50.000 krónur í verðlaun. Önnur verðlaun 30.000 kr. hlaut Kristófer Alex Guðmundsson fyr- ir ljóðabálk sinn „Brútháll“ og þriðju verðlaun 20.000 kr. Birna Pétursdóttir fyrir leikþáttinn „Bó- hemíudrottningin“. Öll þrjú fengu þau ritverkið „Jónas Hallgríms- son – Ævimynd“ eftir Böðvar Guð- mundsson að gjöf frá Menningar- félagi Hrauns í Öxnadal. Það var Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöf- undur og dósent við Háskólann á Akureyri, sem afhenti verðlaunin fyrir hönd dómnefndar. Í umsögn dómnefndar um verk- ið sem fékk fyrstu verðlaun segir: „Einræðisherra er forvitnileg og vel stíluð smásaga – eða ör- saga. Sjónarhornið er skemmtilegt og sögumaður óvenjulegur – enda ekki oft sem smábörn á fyrsta ári láta móðan mása. En merkilegt nokk er þessi ungi sögumaður trú- verðugur. Það kannast margir við þetta eigingjarna, stjórnsama eða hreinlega freka barn sem þarna fær rödd. Hnyttinn endirinn varp- ar hins vegar nýju ljósi á krílið – og sýnir að hér er á ferð lunkinn höf- undur.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að Aldís Embla var undir áhrifum frá upppistandi þegar hún skrif- aði texta sinn. Ari Eldjárn fjallaði á dögunum með hnyttnum hætti í Ríkissjónvarpinu um líf ungbarns. Er tengingin þeim sem les söguna og ber saman við uppistandið aug- ljós. 2. verðlaun - Brútháll eftir Kristófer Alex Guðmundsson „Ljóðabálkurinn Brútháll er bæði hressandi og athyglisverð- ur. Að efni og formi er þetta forn- kvæði enda er sjálfur Óðinn í að- alhlutverki. Í klaufaskap sínum hefur hann týnt lyklunum að Val- höll og auðvitað endar leit hans með sögulegum bardaga. Stíll og málfar eru með fornu lagi en höf- undur tekur sig mátulega alvar- lega eins og sjá má á hendingum á borð við ,,Lyklarnir þínir liggja á borðstofuborðinu.” Höfundur hefur ágætt vald á tungumálinu og glottir skelmislega til fortíðarinnar.“ 3. verðlaun - Bóhemíudrottn- ingin eftir Birnu Pétursdóttur „Bóhemíudrottningin er stuttur leikþáttur, einræða, ef til vill hluti af stærri heild. Á sviðinu stendur ung, fátækleg stúlka frá Bóhemíu sem gefur okkur innsýn í líf sitt og örlög. Ræða hennar er lipurlega skrifuð og leikræn framsetningin veldur því að hún stendur ljóslif- andi fyrir hugskotsjónum lesanda, með svipbrigðum og látbragði. Höfundi tekst að skapa trúverðuga persónu, töffara sem auðvelt er að hafa samkennd með.“ Verkin verða birt á heimasíðu Amtsbókasafnsins á Akureyri, www.amtsbok.is en alls sendu nokkrir tugir ungmenna verk sín inn.a S: 571-9331 - akureyri@boggmisetrid.is - www.boggmisetrid.is Hefur þú Prófað ? OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 12:00 - 22:00 AUSTURSÍÐA 2 - 602 AKUREYRI Aldís Embla var undir áhrifum frá upppistandi þegar hún skrifaði texta sinn. Völundur Dalvíkingar horfa björtum augum fram Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2015 – 2018 hefur verið samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum. Útsvarsprósenta verður óbreytt milli ára, skatttekjur Dalvíkurbyggð- ar hækka um tæpar 50 milljónir króna milli áranna 2014 og 2015 og gert er ráð fyrir 9 m.kr hækkun á framlög- um frá Jöfnunarsjóði. Heildartekjur Dalvíkurbyggðar eru þannig áætl- aðar um 1,8 milljarður sem er um 65 m.kr hækkun tekna samstæðunnar á milli ára. Helstu niðurstöðutölur fjár- hagsáætlunar Dalvíkurbyggðar árið 2015 við seinni umræðu eru þær að aðalsjóður er rekinn með hagnaði upp á rúmar 9 m.kr. og A-hlutinn er rekinn með hagnaði upp á 30 m.kr. A- og B- hluti saman verða reknir með tæplega 70 m.kr hagnaði árið 2015 ef áætlun geng- ur eftir. Bæði A- og B-hluti verða reknir með hagnaði árin 2016 – 2018. Veltufé frá rekstri er áætlað árið 2015 um 263 m.kr., veltufjárhlut- fall verður 1,12 og eiginfjárhlutfall verður 0,58. Helstu framkvæmdir næstu ára eru viðbygging við leikskólann Krílakot, viðhald og endurbætur á sundlaug Íþróttamiðstöðvar og gatnagerðaframkvæmdir. Skuldahlutfall Dalvíkurbyggð- ar mun því lækka úr rúmum 87% árið 2014 í 85% árið 2015. Ef áætl- anir a

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.