Akureyri


Akureyri - 11.12.2014, Side 13

Akureyri - 11.12.2014, Side 13
11. desember 2014 46. tölublað 4. árgangur 13 Hér er töfrunum ætlað að fara fram. Fráleitt að búseta hafi haft áhrif Akureyri Vikublað spurði Sigurð Kristins- son, formann Menningarfélags Akureyrar, nokkurra spurninga sem kviknað hafa á götuhornum bæjarbúa síðustu daga. Nú þegar búið er að upplýsa nöfn sviðs- stjóra og fleiri starfsmanna á vegum félags- ins hvernig finnst þér hafa tekist til? „Ég er afskaplega ánægður með hvern- ig til hefur tekist. Þetta hefur í raun farið fram úr okkar björtustu vonum. Það hefur verið auglýst og ráðið í sex störf hjá MAk: framkvæmdastjóra, þrjá sviðsstjóra og tvo verkefnastjóra. Í þessi störf hafa va- list framúrskarandi einstaklingar sem við væntum mikils af. Þetta er fljúgandi start fyrir MAk og ekki annað hægt en að horfa björtum augum fram á veginn. Við Akur- eyringar erum góðu vanir þegar kemur að öflugu menningarlífi og þetta mannval sýnir bara hvað það er eftirsóknarvert að taka þátt í að leiða áfram það ævintýri lista og menningar sem hér á sér stað. Ég er því ákaflega stoltur og segi bara til hamingju Akureyri!“ Þarna eru stór “nöfn” á landsvísu sem fá mikinn trúnað til starfa - var áskilið að nýir starfsmenn flyttu lögheimili til Akur- eyrar og greiði skatta og skyldur þar? „Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að fólk sem sinnir þessum störfum búi á svæðinu. Þetta eru allt 100% störf sem ekki er ekki hægt að vinna öðruvísi en með því að vera á staðnum. Í hverju tilviki er svo samið um aðlögunartíma í uppafi ráðningar því fólk getur þurft svigrúm til að losa sig undan öðrum skuldbindingum.“ Kannastu við óánægju sumra heima- manna með að í fæstum tilvikum hafi “heimamenn” í hópi umsækjenda fengið svo mikið sem viðtal? Fólk sem hefur rætt við blaðið segir greinilegt að kerfisbundið hafi verið unnið í því að sækja “nýtt blóð suður” eins og einn orðar það. Ef svo hvað er um það að segja? „Nei, það kannast ég ekki við, enda var að sjálfsögðu enginn greinarmunur gerð- ur á „heimamönnum“ og öðrum í um- sóknarferlinu og allur gangur á því hvar þeir sem boðaðir voru í viðtöl voru búsett- ir þegar þeir sóttu um. Valið var í viðtölin eingöngu út frá faglegum og málefnalegum sjónarmiðum sem byggðust beint á auglýs- ingu, starfslýsingu og umsóknargögnum. Að mínu mati væru það enda fráleit vinnu- brögð að láta núverandi búsetu hafa áhrif á mat á hæfni umsækjenda til að gegna þess- um störfum. Í því felst að sjálfsögðu líka að búseta utan svæðis var heldur ekki tekin inn sem jákvæður þáttur. Markmiðið var að ráða hæfasta einstaklinginn í hvert starf og öflugasta teymið og það var bara frábært að fá allar þessar sterku umsóknir.“ Hefur sú gagnrýni sem félagið hefur fengið vegna virtrar nafnleyndar umsækj- enda leitt til einhvers stefnumarkandi lær- dóms í framtíðinni? „Lærdómurinn er sá að þetta er álitamál sem stjórn verður að taka afstöðu til hverju sinni. Gagnrýnin byggðist að hluta til á misskilningi því sumir virtust ekki átta sig á því að MAk er sjálfseignarstofnun en ekki opinber aðili og ber því ekki skylda til að birta nöfn umsækjenda. Aðrir áttuðu sig á þessu en töldu að engu að síður hefði MAk ekki átt að lofa umsækjendum nafnleynd vegna þess að stór hluti af rekstrarfé MAk kemur frá opinberum aðilum. Það á svos- em við um margar einkareknar stofnanir að þær fá stóran hluta rekstrarfjár síns frá ríkinu en kjósa engu að síður að lofa um- sækjendum nafnleynd, sbr. t.d. Háskólann í Reykjavík. Stjórn MAk verður á hverjum tíma að hlusta á öll sjónarmið og taka síð- an þá ákvörðun sem hún telur að þjóni best markmiðum stofnunarinnar.“ Verða launakjör gagnsæ eða er rétt sem heyrst hefur að “stjörnuráðningar” bjóði upp á yfirborganir? Að ráða svo marga nýja toppa virðist einnig umdeilt. Sumir segja að þetta sjúgi fé frá listinni sjálfri “allt fari í báknið” - einnig er sagt að þessi leið ykk- ar minnki yfirbyggingu og spari kostnað- hvað er rétt og rangt í þeim efnum? SOGIÐ FÉ FRÁ YFIRBYGGINGUNNI „Þetta er af og frá og gott að fá tækifæri til að leiðrétta þetta hér. Lykilmarkmið sameiningarinnar er að stuðla að örugg- um rekstri og góðri meðferð og nýtingu opinberra fjármuna. Við sameininguna fækkar stöðugildum um 20% frá því sem var þegar félögin þrjú störfuðu hvert í sínu lagi þannig að samlegðaráhrifin eru mikil, ekki bara listrænt og faglega heldur líka rekstrarlega. Þessi hagræðing verður nýtt beint í listina sjálfa þannig að það væri nær að tala um að sameiningin sjúgi fé frá yfirbyggingunni og í listina. Launakjör eru í samræmi við BHM-taxta og engar yfir- borganir. Þetta kom umsækjendum ekki á óvart enda vissu þeir að félag eins og MAk hefur ekki svigrúm til slíks. Það er enginn að taka við starfi hér vegna ofurlauna eða gylliboða heldur eru það verkefnin sjálf og tækifærin sem bíða sem laða fólk til þessara mikilvægu starfa í þágu menn- ingarlífs á Norðurlandi.“ a Sigurður Kristinsson: Hagræðing sem miðar að því að minnka yfirbyggingu en ekki auka hana. Alsæll hvernig til hefur tekist. starfað á Akureyri en á vormánuð- um 2009 tók hún þátt í stofnun leiklistarskóla Leikfélags Akur- eyrar og starfaði þar sem kennari í eitt ár. Einnig tók hún þátt í öðru starfi félagsins, meðal annars sem aðstoðarleikstjóri og kynningar- fulltrúi. EINNA MESTA SPENNAN UM LA Menningarfélag Akureyrar er sjálfseignarstofnun sem sett var á fót síðasta sumar og mun annast rekstur Leikfélags Akureyrar, Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands frá og með 1. janúar 2015 í samræmi við núverandi samninga aðilanna þriggja við Akureyrarbæ. Framundan eru sagðir spennandi en jafnframt krefjandi tímar við að byggja upp starfsemina. Miklu er talið varða að reynsla og þekking hinna nýráðnu starfsmanna mun nýtast vel í starfinu fram undan og þá ekki síst þeirri áskorun að flétta saman starfsemi þeirra menningar- stofnanna sem áður stóðu sjálfstætt. Einna mestar áhyggjur hafa ver- ið meðal heimamanna um framtíð Leikfélags Akureyrar. Kurr er í sumum heimamönnum sem sóttu um. Mörg dæmi virðast um að um- sækjendur sem töldu sig eiga góða möguleika á stöðu „hafi aldrei heyrt eitt bofs“ frá stjórninni eftir að þeir sendu inn umsókn sína eins og einn viðmælandi blaðsins kemst að orði. Guðrún Þórsdóttir, sem var í hópi umsækjenda um eina stöð- una hefur tjáð sig opinberlega um málið á facebook. Hún spyr hvort skjóti skökku við að „nýja fólkið í nýja menningarfélaginu á Akureyri sé allt úr borginni“. Hún spyr hvort stjórnin sé með einhverja „minni- máttarkennd“. Ingimar Björn Eydal kvikmyndagerðarmaður spyr Guð- rúnu á móti: „Það er nú nógu erfitt að hafa bara úr 320.000 hræðum að velja í störf, hvað þá að einskorða sig við hreinræktaða Akureyringa. Hreppapólitíkina burt, þetta mega vera útlendingar þess vegna!“ SVELLUR SUÐRÆNT BLÓÐ Nýr framkvæmdastjóri Menn- ingarfélags Akureyrar, Gunnar I. Gunnsteinsson, var ráðinn fyr- ir skemmstu. Hann hefur starfað mest á höfuðborgarsvæðinu og má því samandregið spyrja hvort nú streymi sunnanblóð til menningar á Akureyri í áður óþekktu magni. Sumir viðmælendur blaðsins telja það jákvætt skref, mikilvægt sé að fá nýja og faglega sýn inn í bæjar- félagið. Aðrir óttast menningará- rekstra. Sem dæmi er haldið fram að stjórn Leikfélags Akureyrar kjósi að sem mest af heimafólki verði notað til sýninga félagsins á næstunni. „Hvernig ætli það fari saman við framtíðarsýn hins nýja leikhússtjóra?“ Spyr einn heim- ildarmanna blaðsins. Þá hefur vak- ið umtal að í fyrradag barst yfirlýs- ing frá Gunnari i. Gunnsteinssyni undir yfirskiftinni HEIMSVIÐ- BURÐUR Í HOFI. Þar voru kynntir samstarfstónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands og Todmobile, sömu sveitar og Þorvaldur Örn nýráðinn tónlistarsviðsstjóri í Hofi stýrir. SAGA UM FRELSI, FISK OG MENNINGU Forvitnilegt verður að sjá hvernig til mun takast að setja ný viðmið í menningarmálum á Akureyri en tryggja um leið að bæjarbúar njóti og fái sem mest fyrir peninginn. Frá því að Hof var reist hefur ver- ið gagnrýnt að mjög lítið brot af opinberu fé renni beint til grasr- rótarhópa. Aðrir segja kröfur sam- tímans kalla á aukna fagmennsku, fagmennska kosti pening. Í öllu fallli er ljóst eftir tíðindi síðustu viku að listin og menningin laðar fólk að til Akureyrar. Aðeins einn starfsmaður Fiskistofu hyggst á sama tíma flytja til Akureyrar frá Hafnarfirði. Hefur Akureyringum sviðið að heyra af „mútum“ sem starfsmönnum Fiskistofu hafi ver- ið boðnar til að flytja norður. Samt geti fólk ekki hugsað sér búsetu á Akureyri. Staðan innan Fiskistofu gæti fyrst og fremst verið vitnisburður um að borgarar samtímans vilja sjálfir fá að taka ákvarðanir sem varða búsetu þeirra og störf. Að elta vertíðina aðeins teknanna vegna virðist úreltur veruleiki fyrir meginþorra Íslendinga. a

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.