Akureyri


Akureyri - 11.12.2014, Side 14

Akureyri - 11.12.2014, Side 14
14 46. tölublað 4. árgangur 11. desember 2014 SPORTIÐ Akureyri.net DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957 Góður árangur í listhlaupi Síðastliðna helgi fór fram glæsilegt Íslandsmót í listhlaupi í skautahöll- inni á Akureyri. Skautafélag Akur- eyrar átti 16 keppendur á mótinu sem unnu til margra verðlauna. Sex listskautarar urðu Íslandsmeistar- ar í sínum flokkum en einnig vann SKA þrjú silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. Í flokki 8 ára og yngri A vann Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir til gull- verðlauna og í flokki 10 ára og yngri A sigraði Rebekka Rós Ómarsdóttir. Í flokki 12 ára og yngri A varð Ás- dís Árna Fen Bergsveinsdóttir hlut- skörpust og Aldís Kara Bergsdóttir varð í öðru sæti. Í Stúlknaflokki A urðu stúlkur úr SA í þrem efstu sætunum. Marta María Jóhanns- dóttir vann til gullverðlauna, Emel- ía Rós Ómarsdóttir varð í öðru sæti og Pálína Höskuldsdóttir hafnaði í því þriðja. Í unglingaflokki A varð Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir í fjórða sæti. Í flokki 8 ára og yngri B varð Brí- et Jóhannsdóttir hlutskörpust og Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir varð í öðru sæti. Þá hafnaði Katrín Sól Þórhallsdóttir í níunda sæti. Í flokki 10 ára og yngri B varð Anna Karen Einisdóttir í þriðja sæti, Kolfinna Ýr Birgisdóttir í fjórða, Bríet Berndsen Ingvadóttir í því fimmta og Júlía Rós Viðarsdóttir í því áttunda. Sannarlega glæsilegur árangur. Atli Sveinn framlengir við KA Atli Sveinn Þórarinsson fyrirliði KA hefur framlengt samning sinn við KA og því ljóst að hann mun leika með liðinu í fyrstu deild á komandi sumri. Atli Sveinn sem er 34 ára gamall er uppalinn í KA en gekk til liðs við Val 2005 og lék með liðinu til loka tímabilsins 2012 en þá söðl- aði hann um og gekk til liðs við KA. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve mikill styrkur það er fyrir KA að fá að njóta krafta hans áfram. a Á DÖFINNI LAUGARDAGUR KA sækir lið Þróttar heim í Mizunadeild karla í blaki í leik sem fram fer í Kennaraháskólanum og hefst leikurinn klukkan 14:00. Akureyri tekur á móti Fram í Olísdeild karla í handbolta. Þegar liðin mætast situr lið Akureyrar í sjötta sæti deildarinnar með 13 stig en Fram er í því áttunda með 10 stig. Leikur liðanna fer fram í íþróttahöllinni og hefst klukkan 15:00. Kvennalið Þórs fær topplið Njarðvíkur í heimsókn í fyrstu deild kvenna í körfubolta. Þegar liðin mætast trónir Njarðvík á toppi deildarinnar með 10 stig en Þór í því sjötta með tvö stig. Leikurinn fer fram í íþróttahúsi Síðuskóla og hefst klukkan 15:00. SUNNUDAGUR Karlalið Þórs tekur á móti ÍA í fyrstu deild karla í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahúsi Síðuskóla. Leikurinn hefst klukkan 16:00. Atli Sveinn Þórarinsson í leik með KA. Þórir Tryggvason Marta María Jóhannsdóttir sigraði í stúlknaflokki A. Rebekka Rós Ómarsdóttir sigraði í flokki 10 ára og yngri A. Pálína Höskuldsdóttir hafnaði í þriðja sæti í stúlknaflokki A

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.