Akureyri - 11.12.2014, Page 21
11. desember 2014 46. tölublað 4. árgangur 21
40% af árssölu
bóka hér á
landi fer fram
fyrir jólin
Eins og jafnan eru barnabækur mikið keyptar fyrir jólin. Vísbendingar eru þó um að 12–16 ára krakkar séu ögn vegalaus.
koma upp. Þetta er ekki bara bóka-
búð heldur líka ritfangaverslun, í
búðinni er fyrirtækjaþjónusta og
heildsala sem ég sé reyndar ekki
um, búðin er kraftmikill staður. Svo
er líka kaffihús sem er aðskilið frá
okkar rekstri. Öll þessi starfsemi
verður til þess að Eymundsson
er dálítið svona félagsheimilið í
göngugötunni.“
Bækur hverfi úr stórmörkuðum
Eftir að hafa rætt ýmis mál út og
suður spyr ég hvaða skoðun versl-
unarstjóri Eymundsson á Akureyri
hafi á bóksölu í matvörubúðum.
Verðkannanir hafa sýnt að það get-
ur munað hátt í 2.000 krónum á
verði nýrrar íslenskrar skáldsögu
hvort hún er keypt í Bónus eða
bókabúð. Þar með er þó ekki öll
sagan sögð að mati verslunarstjór-
ans.
„Mér finnst að það eigi að hætta
bóksölu í matvöruverslunum, ég
vildi helst að bækur væru bara
seldar í bókabúðum. Þetta byggi ég
því að bóksalar selja titla allt árið
um kring, það eru bóksalar sem sjá
um menninguna, sjá um að selja
skáldin og halda verkum þeirra á
lífi allt árið um kring. Athugaðu að
hvaða rithöfundur eða einyrki sem
er getur gengið inn til okkar bók-
sala með hugverk sitt allan ársins
hring, okkur ber skylda til að selja
allar bækur. En stórmarkaðir velja
aðallega bækur fyrir jólin sem lík-
legar eru til að seljast í miklu magni
og svo henda þeir öllum bókum aft-
ur út 2. janúar ár hvert.“
En eru það ekki sterk rök fyrir
neytendur að bækur eru oft mun
ódýrari í matvörubúðum en bóka-
verslunum?
„Ég vil meina að stórmarkað-
irnir séu að selja út bækurnar á
sama verði og þeir kaupa þær
inn. Einhvers staðar þurfa þeir að
borga upp tapið. Ég held að þeir
ýti kostnaðinum við bækurnar upp
í matvöruverðið. Ég held að stór-
markaðir ættu bara að einbeita sér
að matnum, nógu dýr er hann. Ég
trúi því ekki að stórmarkaðir selji
bækur með tapi. Ef það er þannig
að forlögin selji þeim bækur á
undirverði er það hreinlega blaut
tuska í andlit okkar heilsársbók-
sala í bókabúðum.“
Undarleg forgangsröðun stjórn-
valda
Bóksölum hefur fækkað ört jafnt í
norðlensku héraði sem á heimvísu.
Ekki alls fyrir löngu voru fimm
bókabúðir á Akureyri – nú er bara
ein eftir. Guðrún Karítas segist viss
um að Eymundsson á Akureyri lifi
allar breytingar af en henni hrýs
hugur við virðisaukaskatti á bæk-
ur sem nú stendur til að hækka
samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.
„Bækur hafa hækkað í verði, það
er ekki fyrir alla að kaupa bækur
eins og staðan er í dag og ég hef
miklar áhyggjur ef ríkisstjórnin
hverfur ekki af þeirri braut að ætla
nú að stórhækka álögur á bækur.
Því er haldið fram að breytingin
á virðisaukakerfinu sé gerð til að
einfalda skattkerfið en auðvitað er
það ekki rétt. Ég hefði viljað halda
veiðigjöldunum þar sem þau voru
en láta bæði mat og bækur vera. Á
sama tíma og veiðigjald er lækk-
að, þar sem tugmilljarða hagnaður
er hjá sumum útgerðum, er skorið
niður í heilbrigðiskerfinu, skorið
niður í félagsmálum, skorið niður í
menningu og velferð. Við sjáum sem
dæmi stöðu geðverndarmála hér á
Akureyri núna, hún er afleit. Ég er á
því að það eigi að vera 0% skattur
á bókum enda eru útlendingar
sem ræða við okkur starfsfólk Ey-
mundsson hérna á Akureyri mjög
hissa á að það sé hár skattur af
bókum hjá þessari bókaþjóð. Við
erum bókaþjóð en við þurfum að
hugsa hvort við búum börnunum
okkar upp á aðstæður sem verði
til þess að þau geti líka sagt eftir
nokkra áratugi: Já, við erum ennþá
bókaþjóð. Það getur skipt sköpum
hvernig umhverfi ríkið býr bókinni,
hvort svarið verður nei eða já.“
Arnaldur og Yrsa enn á toppnum
Fyrir utan ýmsa veraldlega
þætti sem líta má á sem ógn við
bókarútgáfu kemur fram í spjalli
okkar að Guðrún Karítas telur
áhyggjuefni hve fáir höfundar séu
að skrifa fyrir 12-16 ára börn hér
á landi. „Það er gat í þessum hópi.
Það eru til ævintýrabækur fyrir
börn upp að ca. 12 ára gömlum og
svo eru til bækur fyrir 16 plús en
það er gat þarna á milli sem þarf
að fylla.“
En hvaða bækur vilja Akureyr-
ingar helst kaupa fyrir þessi jól?
„Það eru bækur sögulegs eðlis,
barnabækur, krimmarnir eru enn-
þá býsna öflugir, Arnaldur og Yrsa
tróna á toppnum í sölu eins og ver-
ið hefur en árið í ár er svolítið sér-
stakt fyrir þær sakir að það er ekki
mikið um útgáfu á ævisögum núna.“
Næstum önnur hver útgefin bók
skiptir um eigendur í flóðinu
Hvað hefur verslunarstjóranum
litist best á persónulega í útgáfu
þessa árs?
„Persónulega er ég mjög hrifinn
af Kristínu Steins þetta árið, hún
er með flotta bók, Vonarlandið
sem fjallar um þvottakonurnar í
Reykjavík. Ég er líka mjög hrifin
af Stundarfró Orra Harðar sem ég
vil kalla nýtt Akureyrarskáld. Svo
kikkar okkar akureyski Villi inn
fyrir forvitna vísindakrakka og við
gætum haldið lengi áfram.“
Til eru sögur um að síðustu dag-
ana fyrir jól ráðist afkoma flestra
höfunda og forlaga. Að langmestu
viðskiptin eigi sér stað síðustu
stundirnar sem bókabúðir hafi
opið fyrir jól. Guðrún Karítas
segir að mikið sé til í þessu, ef
horft er í jólavertíðina eina og
sér fari ríflega 40% sölunnar
fram vikuna fyrir jól. Hennar
mat er þó að allir myndu græða á
því ef bóksala væri jafnari á árs-
grunni. Hún segir að markaðssetn-
ing ein og sér tryggi ekki góða sölu
á bók, álitsgjafar skipti líka miklu
máli, til að mynda sjái starfsfólk
Eymundsson á Akureyri iðulega
kipp í sölu bókar daginn eftir lof-
samlega umfjöllun um bókina í
Kiljunni. Hún segir ekki vafamál
að gagnrýni hafi áhrif á bóksölu,
svo hafi eflaust eitthvað að segja ef
höfundar séu iðnir við að lesa upp
úr verkum sínum í desember.
Við ljúkum spjallinu á persónu-
legum nótum, eins og við hófum
það. Guðrún Karítas upplýsir að
hún hlakki til að liggja í bóklestri
um jólin, sjálf sé hún ástríðulesandi
í þeim skilningi að ef hún falli fyrir
bók vilji hún helst fá að klára hana
í einum rykk. Til þess henti jólafríið
afar vel. „Það er gaman að hafa bók
í höndunum sem nær manni þannig
að maður tími ekki að leggja hana
frá sér fyrr en lestri er lokið.“
Taka eflaust margir undir það.
VIÐTAL Björn Þorláksson
MYNDIR Völundur Jónsson