Akureyri - 29.03.2012, Page 5
6 29. MARS 2012
– LEIÐARI –
Bæjarblað
í sókn
Blaðið í dag er síðasta Akureyrarblað sem kemur út fyrir páska. Næsta blað kemur út 12. apríl næst-
komandi en það verður prentað í fleiri eintökum en
nokkru sinni þar sem dreifingarsvæðið er að stækka.
Það er því enginn bilbugur á Akureyrarblaðinu heldur
sækir það í sig veðrið.
Sá sem hér skrifar er stundum kallaður til í skóla
eða aðrar stofnanir til að ræða um fjölmiðla í ólíku
samhengi. Í lærdómsríkum heimsóknum í síðustu viku,
bæði í Verkmenntaskólann á Akureyri og Menntaskól-
ann á Akureyri, komu fram vangaveltur hjá kennurum
og nemendum um hvort krakkar í framhaldsskólum
morgundagsins muni lesa Akureyrarblaðið, önnur
norðlensk blöð eða yfirhöfuð nokkuð sem skrjáfar í í
framtíðinni. Út frá hugmyndinni um að fjölmiðlar sem
fjórða valdið hafi skyldum að gegna við almenning
og megintrúnað við almenna notendur má segja að
ekki skipti öllu máli hvernig fólk nálgast upplýsingar
í framtíðinni heldur sé aðalatriðið að almenningur
eigi kost á góðum upplýsingum og ábyggilegum frétt-
um sem fagfólk á fjölmiðlum hefur sett fram án þess
að sérhagsmunir, tepruskapur eða linkind ráði för.
Það skiptir ekki samfélagið sem slíkt máli hvort við
sitjum með blað í höndunum eða fyrir framan skjá-
inn en það skiptir máli að upplýsingum sé hægt að
treysta, burtséð frá því í hvers konar miðli þær eru
settar fram. Markaðurinn mun ráða hvort blöðum sem
skrjáfar í vex ásmegin eða hvort þau hverfa alfarið en
markaðurinn má aldrei einn og sér ráða hvað kemst
í fjölmiðla. Til að fjórða valdið verði ekki að hækju
auðvaldsins og ráðandi stétta verður að viðurkenna
fjölmiðla sem annars konar rekstur en hefðbundinn.
Fjölmiðlar hafa miklar heimildir en þeir hafa einnig
ríkar skyldur. Vandséð er að ríkustu viðskiptamenn í
heimi eða ráðandi pólitíkusar henti best til að koma
auga á þessar skyldur.
Fríblöð, fjármögnuð með auglýsingum, hafa jafn-
an ekki talið henta til að flytja gagnrýnar fréttir en í
okkar tilfelli ber ekki á öðru en að auglýsendum og
meginþorra samfélagsins líki ágengar fréttir, samfé-
lagsleg hugsun og gagnrýnin efnistök í blaðinu. Brátt
verður hægt að nálgast allt efni blaðsins og sumt sem
ekki kemst fyrir á vefsíðu þess www.akureyriviku-
blad.is, auk þess sem þar verður að finna heilmikið
viðbótarefni.
Lesendur eiga í tíðum samskiptum við blaðið og
hafa mikið að segja um hvað birtist í því, kannski er
þetta góða samband vegna þess að Norðlendingar, sem
og aðrir landsmenn, eru orðnir þreyttir á spuna og
tepruskap sem ekki síst hefur einkennt blaðamennsku
úti á landi um langt skeið.
Gleðilega páska!
Björn Þorláksson
AKUREYRI VIKUBLAÐ 13. TÖLUBLAÐ, 2. ÁRGANGUR 2012
ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi @ fotspor.is.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as @ fotspor.is.
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar @ fotspor.is.
Ritstjóri: Björn Þorláksson. Myndir: Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. Netfang: bjorn @ akureyrivikublad.is, Sími: 862 0856.
Umbrot: Völundur Jónsson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. Dreifing:
AKUREYRI VIKUBLAÐI ER DREIFT Í 8.000 EINTÖKUM ÓKEYPIS Í ALLAR ÍBÚÐIR Á AKUREYRI.
VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA?
Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem
sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í
blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu-
póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856.
LOF OG LAST VIKUNNAR
Fyrsta LAST dagsins fær Akureyri vikublað fyrir að rangfeðra
ekki einn heldur tvo bæjarfulltrúa í síðasta tölublaði. Er þó
engu um að kenna öðru en prentvillupúkanum, en blaðið biður
hlutaðeigandi velvirðingar á þessu...
LAST fær sá sem ber ábyrgð á því að bæjarlistarmaðurinn
Eyþór Ingi og hjónin Lára Sóley og Hjalti Jónsson voru skyndilega
stöðvuð í miðju atriði á árshátíð Samherja um síðustu helgi.
Að því er virtist til þess að koma strax að ræðumanninum
Þorsteini Má...
LAST eiga einnig skilið lausir kettir sem bæði skíta í bæinn okkar
eins og hundarnir sem alltaf er hamast á en kóróna svo líka ósómann
með því að éta fuglana okkar, sagði kona sem hafði samband við
blaðið og var ekki skemmt. En má ekki á móti segja að lof fái allir
þeir gæludýraeigendur og öll þau gæludýr sem ala á gleði íbúa en
ekki öfugt...
LOF fá þeir sem hafa smíðað skemmtilega í kringum
grenndargáma í bænum. Þetta er allt svo snyrtilegt og fínt, sagði
kona sem hringdi í blaðið. Hún var ekki eins ánægð með að finna
poka fulla af hundaskít á gönguleiðum í Kjarnaskógi. En nú verða
ekki sögð fleiri orð um hundaskít í þessu blaði. Ekki að ræða það...
Og LAST fær Akureyrarbær fyrir að sjá ekki betur um
hreinsunarmál í miðbænum á afmælisárinu en raun ber vitni.
Síðastliðinn laugardagsmorgun var afmælisbærinn óþrifinn eftir
skrall næturinnar og rakst fólk í miðbænum á glerbrot og ýmsan
annan óþrifnað. Fyrr má nú vera sparnaðurinn, sagði manneskja
sem hafði samband við blaðið...
LAST fá reykingamenn sem losa sig við stubbana í snjónum
á veturna. Síðustu daga hefur margt ófrýnilegt komið í ljós
þegar snjóskaflar hafa bráðnað og þar á meðal ýmis ummerki
reykingamanna. Annars mætti líka lofa blessað reykingafólkið
fyrir að leggja það á sig að reykja utan dyra í öllum veðrum.
Markaðsvæðing skólakerfis mikið böl
Hefur ýtt undir aðgreiningu, mismunun og fordóma, segir lektor við HA
„Markaðsvæðing skólakerfisins er af-
urð nýfrjálshyggjunnar og hefur haft
skaðleg áhrif á skólastarf, bæði innan-
lands og utan.“ Þetta sagði Berglind Rós
Magnúsdóttir, doktorsnemi í menntun-
arfræðum við Cambridge, í fyrirlestri
sem hún hélt á Akureyri nýverið. Berg-
linds Rós er lektor við HA.
Almennt hlutverk menntunar á
að vera margþætt og felast m.a. í að
þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun,
skilning á ólíkum menningarheimum,
umhyggju fyrir öðrum og eigin samfé-
lagi og leiðir til að njóta lífshamingju.
Í andrúmi nýfrjálshyggju síðustu ára-
tuga hefur menntakerfið verið mótað
æ meir í kringum þá hugsun að hlut-
verk menntunar sé fyrst og fremst að
auka samkeppnishæfni einstaklinga
á markaði sagði Berglind Rós. Frjáls-
hyggjan hefur stuðlað að þessu, en í
hugmyndafræði frjálshyggjunnar er
gengið út frá því að fólk sé eigingjarnt
og vilji hámarka sinn hag, mælanlegan
hag líkt og peninga, samfélagshugsun
víkur fyrir einstaklingsvæðingu. Lífið er
hins vegar miklu flóknara en sem nemur
öflun efnislegra gæða og sagði Berglind
Rós að helsta skylda íslenskra skóla ætti
að vera að þjálfa börn með fjölmenn-
ingu, lýðræði og jafnrétti að leiðarljósi.
Markaðsvæðing skólakerfa víða um
heim hefur skapað aukna mismunun
og aðgreiningu
milli hópa, sem
ýtir undir for-
dóma og skiln-
ingsleysi gagn-
vart aðstöðumun
milli nemenda
og milli skóla og
ógni grundvelli
velferðarkerfis-
ins. Skólastofn-
anir verða að
fyrirtækjum sem
þurfi að lokka til
sín heppilega viðskiptavini fyrir eigin
ímyndarsköpun. Sú grundvallarhugsun
að skóli sé stofnun sem mennti öll börn
og beri ábyrgð gagnvart sínu nærum-
hverfi víkur. Með nýrri námskrá allra
skólastiga, sem kom út vorið 2011, tel-
ur Berglind Rós að kveði við nýjan tón
sem gefi von um umbætur, auk þess sem
lenging kennaranáms ætti að hjálpa til
við að leggja áherslu á ýmis gildi hjá
skólabörnum sem ekki hefur verið sinnt
nægilega vel til þessa.
Kynjajafnrétti í skólum hefur verið
eitt helsta rannsóknarefni Berglindar
Rósar. Í MA rannsókn hennar frá ár-
inu 2003 kemur fram, að þótt stelpur
mælist hærri á samræmdum prófum
og líði almennt betur í skólanum en
drengjum, virðist ráðandi orðræða um
hegðun, hæfileika og getu stelpna draga
úr þáttum sem æskilegt væri að þjálfa.
Niðurstöður rannsókna Berglindar
Rósar eru í samræmi við niðurstöður
margra erlendra rannsókna sem hafa
sýnt fram á að strákar fá meiri athygli
en stúlkur í skólum, hvort sem hún er
jákvæð eða neikvæð. Algengast er að ör-
fáir nemendur, oftast drengir, taki mest
af athygli og tíma kennarans. Hún sagði
í fyrirlestrinum að fjölmiðlar gengju
að sumu leyti í þá gildru að viðhalda
staðalímyndum með því að stilla upp
drengjum og stúlkum sem andstæðing-
um, til dæmis þegar fjallað væri um
námsárangur kynjanna, þ.e. klisjan um
að betri meðalnámsárangur stelpna sé
á kostnað drengja. a
BERGLIND RÓS
MAGNÚSDÓTTIR segir
að nýfrjálshyggjan hafi
haft slæm áhrif á upp-
eldis- og menntamál.
FJÖLL Í FLJÓTUNUM spegluðu sig sjálfhverf í Miklavatni um helgina en börn hlupu hjá sem tákn um vorið. BÞ