Akureyri - 29.03.2012, Side 7
8 29. MARS 2012
AÐSEND GREIN
(Ó)löglegt niðurhal
Ólöglegt niðurhal á veraldarvefnum
hefur verið nokkuð í umræðunni upp
á síðkastið. Ég tel mig vita ágæt-
lega um hvað málið snýst þar sem ég
hef sjálfur nokkra reynslu af því að
„download-a“ eða niðurhala efni af
netinu. Mín skoðun er að ekki eigi að
vera neitt á netinu sem heitir ólög-
legt niðurhal.
Tökum dæmi: Jón langar að sjá
kvikmynd en tímir ekki að kaupa
hana í búð. Hann niðurhalar henni
af netinu og finnst hún góð. Vegna
þess ákveður hann að fara í búðina
til að kaupa myndina. Ef hins vegar
hann hefði ekki getað niðurhalað
myndinni hefði möguleikinn á að
kaupa myndina augljóslega aldrei
verið til staðar. Báðir aðilar græða,
kaupandi og seljandi. Svo kemur
kannski mynd númer tvö í sömu ser-
íu og Jón ákveður að kaupa hana líka.
Vegna niðurhalsins stóð seljandinn
uppi með tvö seld eintök sem annars
hefðu endað á lager.
Ólöglegt niðurhal er lögbrot.
Staðreyndin er samt sú að margir
stunda þessa iðju. En þá finnst mér
skipta máli frá hverjum verið er að
niðurhala. Fyrirtæki og einstak-
lingar sem búa til efni í þágu góðs
málefnis og ná kannski varla end-
um saman fjárhagslega eiga kannski
ekki skilið að verið sé að hafa af
þeim tekjur með ólöglegu niðurhali.
Þarna er kannski bara venjulegt
fólk að reyna að vinna heiðarlega
vinnu og afla tekna. Það er annað að
niðurhala efni frá stóru fyrirtækj-
unum sem eiga nóg af peningum og
eru ekki að hugsa um neitt annað
en græða meiri peninga þó það geti
haft skaðleg áhrif á notendur.
Margir segja að það sé þjófnað-
ur að niðurhala. Hugsum okkur að
Nonni eigi epli. Hann leggur það frá
sér. Manna tekst að klóna eplið hans
Nonna án þess að taka það. Manni
stendur uppi með nákvæmlega eins
eintak án þess svo mikið sem snerta
frumeintakið. Er Manni að stela frá
Nonna? Í það minnsta set ég spurn-
ingamerki við það.
Af hverju er ekki einfaldlega lok-
að fyrir niðurhalið með einhverjum
hætti ef þetta er ólöglegt? Það er ekki
hægt að stoppa ólöglegt niðurhal.
Þetta er veruleikinn sem blasir við,
heimur án landamæra og ákveðið
samfélag þar sem allir standa saman.
Þeir sem lifa í þessum heimi, og þeir
eru ófáir, trúa á frjálst flæði efnis á
netinu. Þess vegna er ómögulegt að
koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal án
þess hreinlega að loka bara fyrir alla
netnotkun. Þá myndi fólk sennilega
finna aðrar leiðir til að fá ódýrara
efni eða án þess að greiða nokkuð
fyrir það.
Gabríel Snær Jóhannesson
Á SLÓÐUM VEST-
UR ÍSLENDINGA Í
MANITOBA
Þjóðræknisfélagið og utanrík-
isráðuneytið munu halda kynn-
ingarfund í Amtbókasafninu á Ak-
ureyri laugardaginn 31. mars n.k.
kl. 14.00. Atli
Ásmundsson,
a ð a l r æ ð i s -
maður Íslands
í Winnipeg,
mun á fundin-
um halda er-
indi í máli og
myndum sem
hann kallar Á
slóðum Vest-
ur-Íslendinga
í Manitoba.
Atli hefur kynnst fjölda af áhuga-
verðu fólki af íslenskum ættum í
Manitoba á þeim átta árum sem
hann hefur starfað sem aðal-
ræðismaður þar. Þá mun Almar
Grímsson, fyrrverandi forseti
ÞFÍ kynna starfsemi og hlutverk
Þjóðræknisfélagsins. Kvennakór
Akureyrar, sem áformar söngferð
á slóðir Íslendinga í Vesturheimi,
mun syngja við upphaf og lok
fundarins.
Allir Akureyringar, áhugasamir um
tengsl,sögu og menningu vestur -
Íslendinga í Kanada eru hvattir til
að mæta. Aðgangur er ókeypis.
ATLI
ÁSMUNDSSON
MATARGATIÐ ALLSKONAR.IS
Nýstárleg svínasteik
og ofnbakað meðlæti
SVÍNASTEIK MEÐ ENGIFER
» 1.5-2 kg Svínakjöt með pöru
» 4 hvítlauksrif
» 4 cm bútur engiferrót
» 4 msk ólífuolía
» 4 msk hvítvínsedik
» 450ml grænmetissoð
» 10 svört piparkorn
» 4 stjörnuanís
Hitaðu ofninn í 220°C.
Í matvinnsluvél eða mortéli
maukarðu saman hvítlaukinn, engi-
ferinn, olíuna og edikið.
Skerðu í pöruna og nuddaðu
maukinu vel inn í skurðinn og á allt
kjötið. Settu kjötið í ofnpott, með
pöruna upp. Ekki setja lok á pottinn
strax. Steiktu kjötið í 30 mínútur,
þú ert fyrst og fremst að fá pöruna
stökka.
Eftir 30 mínútur lækkarðu hitann
niður í 160°C, setur steikina á hliðina,
hellir soðinu í botninn og bætir pip-
arkornunum og stjörnuanísnum við
og lokar pottinum, annaðhvort með
loki eða álpappír. Kjötið á að steikj-
ast við þennan hita í 2.5 klst, hvorki
meira né minna.
Ef þú vilt extra stökka pöru, þá
steikirðu kjötið í 15 mínútur í viðbót.
Snýrð því þannig að paran sé upp,
hækkar hitann í 220C og fylgist vel
með!
Láttu kjötið standa í 10-15 mín-
útur áður en það er borið fram.
Helga Kvam
matargat
OFNBAKAÐ RÓTARGRÆNMETI
» 1 fennell
» 2 rauðrófur
» 1 sellerírót
» 1 steinseljurót
» 4 skallottulaukar
» 4 hvítlauksrif
» 2 msk þurrkaðar kryddjurtir
(timian, rósmarín)
» 2 msk rauðvínsedik
» 2 msk olía
» salt og pipar
Hitaðu ofninn í 180°C.
Þvoðu grænmetið eins vel og þú
getur, flysjaðu það sem ekki er hægt
að þvo nægilega vel.
Skerðu í frekar stór stykki;
fennel, steinseljurót og rauðrófur í
4 bita, sellerírót í 8-10 bita, flysjaðu
skallottulaukana og hvítlauksrifin
og settu heil út í eldfast mót ásamt
öllu rótargrænmetinu.
Blandaðu saman í skál ediki,
olíu, smá salti og kryddjurtunum
og helltu yfir. Notaðu hendurnar
til að velta grænmetinu vel upp úr
olíublöndunni.
Bakaðu í 30-40 mínútur.
FLJÓTLEG SINNEPSSÓSA
» 1 msk smjör
» 1 skallottulaukur, fínsaxaður
» 2 msk gróft sinnep
» 1 tsk andarkraftur (eða villikraftur)
» 250 ml rjómi
» salt og pipar
Steiktu laukinn í smjörinu þar
til hann er glær. Settu þá sinnepið
út í og andarkraftinn og hrærðu vel.
Helltu því næst rjómanum út í og
láttu suðuna koma upp.
Í þessa sósu getur þú sett steikta
sveppi og / eða soðið af kjötinu til
að bragðbæta hana. Athugaðu að
yfirgnæfa ekki sinnepsbragðið, en
það er einmitt svo frábært bragð með
svínakjötinu.
Þú getur þykkt sósuna með hveiti
eða kartöflumjöli. Smakkaðu til með
salti og pipar. a