Akureyri


Akureyri - 29.03.2012, Blaðsíða 1

Akureyri - 29.03.2012, Blaðsíða 1
V I K U B L A Ð29. MARS 201213. tölublað 2. árgangur Sími 856 3451 • www.vilji.is Stuðnin gs stöngin vilji.is ...léttir þér lífið Stuðningsstöngin er hjálpar- og öryggistæki sem auðveldar fólki að vera virkt og athafnasamt við daglegt líf án þess að þurfa að reiða sig á aðra. Margir Iðjuþjálfarar, sjúkraþjálfarar og læknar hafa mælt með stuðningsstöngunum fyrir sína skjólstæðinga. • Auðveld í uppsetningu. • Engar skrúfur eða boltar. • Tjakkast milli lofts og gólfs. • Hægt að nota við hallandi loft, 0 – 45° timbur/gifsloft. Stuðningsstangirnar hafa fengið verðlaun fyrir notagildi, öryggi og hönnun á alþjóðlegum hjálpartækjasýningum í USA. • Margir aukahlutir í boði. • Falleg og nútímanleg hönnun. • Passar allstaðar og tekur lítið pláss. • Stillanleg frá 225 – 307 cm lofthæð, togátak allt að 205 kg. Yfir 500 0 noten dur á Ísland i síðan 1999 Eineltismál innan slökkviliðsins Eineltisvandi er í gangi innan Slökkvi- liðsins á Akureyri. Ófullnægjandi starfsandi bitnar á öllum liðsmönnum og hefur milljónum verið varið í sál- fræðikostnað slökkviliðsmanna í þeim tilgangi að leysa deilur. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að lausna sé leitað. Vandinn hafi grasserað í nokkur ár. Þorbjörn Guðrúnarson sem tók við starfi slökkviliðsstjóra árið 2006 vill ekki tjá sig um málið en dæmi um starfsandavandamál innan liðsins röt- uðu í fjölmiðla og urðu opinber áður en hann varð slökkviliðsstjóri. Virðist því sem um staðbundið mein innan liðsins sé að ræða sem illa gengur að vinna á. Blaðið spurði Eirík Björn bæjarstjóra hvað honum fyndist um að milljón- ir af skattfé þyrfti til að stoppa upp í starfsandagöt slökkviliðsmanna. Hann sagði mestu máli skipta að leysa vandann og lausnir kostuðu peninga. Málið væri á viðkvæmu stigi og þess vegna vildi hann sem minnst tjá sig í fjölmiðlum á þessum tímapunkti. Slökkviliðsmaður sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði „hörm- ungarmóral“ innan liðsins og að um það yrði að fjalla. Annars yrðu engar úrbætur. Akureyrarbær rekur nú alfarið slökkvilið Akureyrar en liðið er einnig með stóran verktakasamning við ríkið. Allir sem blaðið ræddi við voru sammála um að þótt málið væri erfitt stafaði al- mannaheill ekki hætta af því ástandi sem nú ríkir. Í neyð settu menn deilur til hliðar. „Hins vegar bitnar svona ástand á öllum hópnum, ekki bara þeim sem í hlut eiga og þess vegna verður að leysa vandann sem fyrst,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri. a KRISTINN E. HRAFNSSON opnaði áhugaverða sýningu í Sjónlistamiðstöðinni síðasta laugardag. Daníel Starrason myndaði Kristin og túlkaði sýn- inguna með linsunni. Daníel birtir ljósmyndir af bæjarlífinu á fésbókarsíðunni „Augnablik á Akureyri“. sem allir ættu að líta á.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.