Vísbending


Vísbending - 15.01.2010, Síða 2

Vísbending - 15.01.2010, Síða 2
2 V í s b e n d i n g • 2 . t b l . 2 0 1 0 framhald á bls. 4 Flestir eru sammála um að í kreppu skipti máli að örva neyslu. Stundum er það gert með því að auka inn- grip ríkisins með stórframkvæmdum, en einnig með því að auka ráðstöfunarfé ein- staklinga og fyrirtækja með því að lækka skatta og vexti. Hér á landi eru vextir mun hærri en annars staðar á Vesturlönd- um og margir skattar voru hækkaðir um áramótin. Hvort tveggja er líklegt til þess að lengja kreppuna frá því sem ella yrði. Samt er auðvitað ljóst að ef skattar væru ekki hækkaðir myndi það annað hvort leiða til mikils hallareksturs ríkissjóðs eða gífurlegs samdráttar í ríkisútgjöldum. Þessir kostir eru ekki spennandi heldur. Það breytir því ekki að skattkerfinu hefur verið beitt með alröngum hætti. 110% menn Á skattadegi Deloitte 12. janúar síðast- liðinn flutti Ragnar Árnason prófessor erindi um samband efnahagskreppu og skattheimtu. Þar taldi hann einsýnt að kreppan nú yrði dýpri en kreppurnar sem Ísland lenti í árin 1948-52 og 1967-8. Hún væri líka mjög óvenjuleg að mörgu leyti. Einkenni hennar væru: • Stórkostleg eignaminnkun • Mjög miklar erlendar skuldaklyfjar • Ekki aðgangur að erlendum lánum • Heill efnahagsgeiri (fjármálageirinn ≈6-8% af VLF) horfinn • Flest fyrirtæki í sárum Líklega hafa fæstir skilið eðli þessarar djúpu kreppu sem líkt hefur verið við hrun, sem er réttnefni. Efnahagur fyr- irtækja og einstaklinga hefur hreinlega hrunið og enn er mikil tregða stjórnvalda og bankamanna til að kyngja því að við þessar aðstæður verður að beita allt öðrum aðferðum en áður hefur verið gert. Ragnar fór svo yfir að stjórnvöld hefðu fremur hækkað skatta en minnkað út- gjöld. Í því sambandi má minnast þess að Vilhjálmur Egilsson sagði við sama tilefni frá því að samkvæmt stöðugleikasáttmál- anum hefðu stjórnvöld lofað að hækka skatta á árunum 2009-2011 aðeins um 65 milljarðakróna. Þau hefðu þegar hækkað þá um 72 milljarða króna eða um 110%. Halli á fjárlögum í ár er talinn verða um 99 milljarðar króna og afar ólíklegt virð- ist að honum verði mætt aðeins með út- gjaldaminnkun. Því þarf ekki að koma á óvart að fjármálaráðherra hafi vitnað í hin fleygu orð: „You ain‘t seen nothin‘ yet!“ Við þessar aðstæður er hagvöxtur aug- ljóslega eina bjargráðið. Skapa þarf skil- yrði fyrir fjárfestingum innlendra og erlendra aðila í arðbærum fyrirtækjum. Til þess að svo megi verða þarf að byggja upp traust, lækka vexti og auka kaup- mátt. Það verður ekki gert til langframa með skattahækkunum. Þó að þær séu ill nauðsyn um skamma stund verður að snúa blaðinu við. Ragnar setti fram einfalt Hvernig virkar skattahækkun í kreppu? Mynd 1: Hagvöxtur á Íslandi með mismunandi skattlagningu Mynd 2: Jaðarskattlagning undir mismunandi forsendum Heimild: Ragnar Árnason, erindi á Skattadegi Deloitte, 12.1.2010. Heimild: Nóbelsfyrirlestur Mirrlees árið 1996. β og ε eru mismunandi forsendur um velferð og teygni neytandans á skiptum milli neyslu og vinnu. vísbending um niðurstöður og fyrst og fremst dæmi sem mætti ekki taka bókstaflega. Samt gæfi líkanið skýra hugmynd um hvað væri í vændum. Niðurstöðurnar má sjá á mynd 1. Meginniðurstaða Ragnars er sú að með óbreyttum sköttum getur þjóðin vænst um 2,7% meðalhagvaxtar á ári næstu 17 árin eða svo. Verði skattahækkunin 10% verður hagvöxtur 1,6% á ári og ef skattarnir hækka um 20% vex VLF aðeins um 0,5%. Mynd 1: Hagvöxtur á Íslandi með mismunandi skattlagningu Heimild: Ragnar Árnason, erindi á Skattadegi Deloitte, 12.1.2010. Heimild: Nóbelsfyrirlestur Mirrlees árið 1996. β og ε eru mismunandi forsendur um velferð og teygni neytandans á skiptum milli neyslu og vinnu. Ja ða rs ka tt hl ut fa ll Hlutfall þjóðfélags með lægri laun

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.