Vísbending


Vísbending - 03.05.2010, Blaðsíða 4

Vísbending - 03.05.2010, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 1 5 . t b l . 2 0 1 0 Aðrir sálmar Halldór Laxness segir í Kristnihaldi undir jökli: „Allir fuglar eru kanski dálítið rángir, af því að það hefur ekki fundist fullgild formúla að fugli í eitt skipti fyrir öll, á sinn hátt einsog allar skáldsögur eru vondar af því að aldrei hefur fundist rétt formúla að skáldsögu.“ Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis er tilraun til þess að finna formúluna að hruni. Hvað gerðist? Þeir eru margir sem nú eru ákaft gagnrýndir á bloggsíðum og kaffistof- um. Það er hugsanlegt að í bankana hafi safnast hópur illra innrættra manna en það virðist ólíklegt. Erfitt er að sætta sig við þá skýringu. Urðu allir Þjóðverjar ill- menni á árunum 1933-45? Það hljómar ekki sennilega, en aðstæður urðu til þess að verstu eiginleikar mannsins kom- ust upp á yfirborðið og yfirskyggðu allt annað. Hitler var auðvitað haldinn ranghugmyndum af mörgu tagi. Hann skipti mannkyninu upp í æðri og óæðri, vini og fjendur. Þeir sem voru í röngum hópi voru réttdræpir. Á skömmum tíma náði hann tökum á samfélaginu öllu og gangrýnisraddir heyrðust ekki margar opinberlega, fremur en í Sovétríkjunum eða á Íslandi góðærisins ef því er að skipta. Þjóðfélagið var á valdi óttans. Á Íslandi ríkti ótti við auðjöfra, háða fjöl- miðla og sterka stjórnmálamenn. Ekki þarf að kvarta undan því þessa dagana að gagnrýni vanti. Hins vegar beinist hún alls ekki alltaf í rétta átt. Þeir sem vilja gæta laga og réttar eru for- dæmdir af ákveðnum hópi. Á Alþingi rísa þingmenn upp til þess að ráðast á dómara og lögreglu fyrir að leyfa ekki sprengingar í réttarsal. Alþingi götunnar hefur færst inn í þingsalinn. Samtímis því að skrifuð eru mörg bindi um hvað fór úrskeiðis fyrir hrun virðast fáir átta sig á mistökunum sem gætu ýtt samfélaginu aftur í glötun. Enginn skrifar svo mikið sem eitt lítið hefti um áráttu banka að leggja undir sig atvinnulífið og spilla samkeppn- isstöðu á markaði. Fjölskyldur sem lof- að var skjaldborg eru þess í stað fastar í spennitreyju skulda. Upphaf hruns- ins var að bankarnir sölsuðu undir sig atvinnulífið. Það er líka formúlan að seinna hruni. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Formúlan að hruniframhald af bls. 1 læknast nánast aldrei af sjálfu sér. Því fyrr sem mönnum er sagt hvað muni gerast, þeim mun betur sætta þeir sig við það, jafnvel ef starfsviði þeirra er breytt eða þeim er sagt upp. Ef einhverjir eru látn- ir hætta vegna þess að þeir falla ekki vel að breyttu fyrirtæki (og kannski ekki því gamla heldur) þá bætir það yfirleitt mór- alinn að þeir hverfi fljótt. Aðalatriðið er að allir spili í sama liði. Ef ástæðan fyrir erfiðleikunum er erfiðar aðstæður eins til dæmis eftir hrunið þá vita allir að breytinga er þörf. Þegar starfsmenn átta sig á því að ákvörðun stendur á milli þess að fyrirtækið hætti með eina vöruteg- und eða hætti starfsemi er valið auðvelt. Miklu einfaldara er að setja eina fram- leiðslulínu í gang aftur en allt fyrirtækið. Ekki missa einbeitinguna Vegna þess að umbreyting fyrirtækis er átaksverkefni er mikilvægt að átta sig á því að það verða þröskuldar í veginum. Líklegast er, að einmitt þegar menn halda að þeir séu komnir yfir erfiðasta hjallann þá lendi þeir í vanda. Ytri aðstæður breyt- ast stundum á verri veg. Stjórnendum sem koma fram sem hugmyndafræðingar og leiðtogar í upphafi finnst oft erfitt að sætta sig við að fara aftur í dagleg verk- efni, jafnvel þó að í þeim felist að hrinda breytingum í framkvæmd. Ekkert hressir andann jafnmikið og að vita að fyrirtækið sé á réttri leið. Um leið og sýnilegur árangur næst sjá allir tilgang með vegferðinni. Samt mega menn aldrei láta það blekkja sig, því að of mikið sjálfs- öryggi er vísasta leiðin til þess að lenda aftur í sömu klípu og í upphafi. Fyrirtæki sem setur sjálfstýringuna í gang aftur missir smám saman flugið. Þó að mikilvægt sé að breytingarnar sjálfar eigi sér skilgreint upphaf og endi skiptir það samt meginmáli að gleyma sér ekki. Það er hollt að fá ráðgjafann eða „gestinn“ reglulega í heimsókn. Það er styrkleikamerki að þola gagnrýni reglu- lega. Með reglulegum heimsóknum af því tagi er hægt að sníða agnúana af einn og einn í stað þess að umbylta öllu kerfinu. Árleg heilbrigðisskýrsla sem kemur ofan á sívirkt innra eftirlit er besta trygging fyrir heilbrigðum rekstri sem til er. Nýlega birtust tölur um aðsókn að leik-húsum kreppuveturinn mikla 2008- 9. Margir hafa talið að listir séu meðal þess sem gangi vel þegar illa árar í efnahagslíf- inu. Tölurnar eru alls ekki afgerandi. Satt að segja er hægt að nýta þær bæði með og móti þessari kenningu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru leiksýningar færri en öll ár allt frá leikárinu 2004-5. Það gæti bent til þess að leikhúsin hefðu þurft að draga saman vegna efnahagsástandsins. Ekki er það ólíklegt, því að styrkir frá fyrirtækjum eru eflaust miklu minni en árin á undan. Hins vegar sækja fleiri hverja sýningu. Satt að segja er það mjög áhugavert að sjá Blómstrandi leikhúslíf? hvernig meðalfjöldi gesta á hverja sýningu sveiflast í öfugu hlutfalli við fjölda þeirra. Þegar sýningar eru fleiri eru gestir færri að jafnaði. Svo virðist sem eftir því sem sýningar eru fleiri sé viðbótin við hæfi mun færri en almennt gerist. Það er líka áhugavert að sjá að fjöldi sýninga á ári er á milli 2.200 og 3.400 á tímabilinu eða milli sex og liðlega níu sýningar á dag. Að meðaltali koma um 150 manns á hverja sýningu sem þýðir þá að á hverju kvöldi eru milli 900 og 1.350 manns í leikhúsi. Þetta þýðir að í viku hverri fara um 3% þjóðarinnar í leikhús eða liðlega 12% á mánuði. Mynd: Fjöldi leiksýninga (græn lína) og meðalfjöldi á sýningu (fjólublá lína) Blómstrandi leikhúslíf? Nýlega birtust tölur um aðsókn að leikhúsum kreppuveturinn mikla 2008-9. Margir hafa talið að istir séu meðal þess sem gangi vel þegar lla árar í efnahag lífinu. Tölurnar eru alls ekki afgerandi. Satt að segja er hægt að nýta þær bæði með og móti þessari kenningu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru leiksýningar færri en öll ár allt frá leikárinu 2004-5. Það gæti bent til þess að leikhúsin hefðu þurft að draga saman vegna efnahagsástandsins. Ekki er það ólíklegt, því að styrkir frá fyrirtækjum eru eflaust miklu minni en árin á undan. Hins vegar sæ ja fleiri hverja sýningu. Satt að segja er það jög áhugavert að sjá hvernig meðalfjöldi gesta á hverja sýningu sveiflast í öfugu hlutfalli við fjölda þeirra. Þegar sýningar eru fleiri eru gestir færri að jafnaði. Svo virðist sem eftir því sem sýningar eru fleiri sé viðbótin við hæfi mun færri en almennt gerist. Það er líka áhugavert að sjá að fjöldi sýninga á ári er á milli 2.200 og 3.400 á tímabilinu eða milli sex og liðlega níu sýningar á dag. Að meðaltali koma um 150 manns á hverja sýningu sem þý ir þá að á hverju kvöldi eru milli 900 og 1.350 manns í leikhúsi. Þetta þýðir að í viku hverri fara um 3% þjóðarinnar í leikhús eða liðlega 12% á mánuði. Mynd: Fjöldi leiksýninga (græn lína) og meðalfjöldi á sýningu (fjólublá lína) 2.000 2.200 2.400 2.600 2.800 3.000 3.200 3.400 2000- 2001 2001- 2002 2002- 2003 2003- 2004 2004- 2005 2005- 2006 2006- 2007 2007- 2008 2008- 2009 120 130 140 150 160 170 180 190 Heimild: Hagstofa Íslands Heimild: Hagstofa Íslands.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.