Vísbending - 11.04.2011, Síða 2
2 V í s b e n d i n g • 1 4 . t b l . 2 0 1 1
Tryggvi Þór
Herbertsson
Prófessor í hagfræði
og alþingismaður
Í mars árið 2006 sendum við prófessor Fredrick Mishkin við Columbia há-skóla, sem nokkrum mánuðum síðar
varð einn af seðlabankastjórum Banda-
ríkjanna, frá okkur skýrslu um fjármála-
legan stöðugleika á Íslandi. Skýrslan var
gerð að beiðni Viðskiptaráðs og greiddi
það kostnað og laun við gerð hennar.
Skýrslan hefur af mörgum verin talin hafa
valdið straumhvörfum vorið 2006 og leitt
til þess að ekki var tekið á fjármálakerf-
inu íslenska á þann hátt sem þurfti. Sumir
segja að skýrslan hafi verið uppskriftin að
hruninu, en það er sennilega sagt í póli-
tískum tilgangi. Í myndinni Inside job er
skýrslan meira að segja notuð sem dæmi
um samsull viðskipta og háskóla í þeirri
tilraun að fletta ofan af samsæri kapítal-
istanna sem sagt er vera stjórnað frá Wall
Street.
Meginniðurstöður okkar Mishkins
voru þær að hverfandi líkur væru á fjár-
málakreppu á Íslandi og var mat okkar
byggt á opinberum hagtölum, grein-
ingum alþjóðastofnana á borð við AGS,
OECD, Sameinuðu þjóðunum, Trans-
parency International og þekktum hag-
fræðikenningum um orsakir fjármála-
kreppa. Einnig byggðum við álit okkar á
greiningum FME og Seðlabanka Íslands.
Við sögðum að lítil sem engin merki
fyndust um þá þætti sem leitt hefðu til
fjármálakreppa annars staðar í heiminum
á undanförnum áratugum og að við teld-
um því litlar líkur á fjármálakreppu á Ís-
landi.
Í baksýnisspeglinum
Nokkrar staðhæfingar í skýrslunni stand-
ast illa tímans tönn í ljósi þeirra atburða
sem áttu sér stað um 30 mánuðum síðar.
Þannig er t.a.m. um staðhæfingu okkar
Mishkins um að stofnanaumgjörð sé með
besta móti á Íslandi og spilling nær eng-
in. Það lítur ekki vel út í ljósi atburðanna
í október 2008. Það er óhætt að segja að
við höfum haft rangt fyrir okkur varðandi
þessa þætti skýrslunnar. Það skýrist af því
að við, eins og aðrir, misreiknuðum kerfið.
Veikleika þess leiddi fjármálahrunið síðar
í ljós. Jafnframt ber að hafa það í huga,
að stærð fjármálakerfisins á Íslandi á þeim
tíma sem við skrifuðum skýrsluna var um
Játning hagfræðings
40% af því sem það var við hrunið. Efnis-
tök okkar hefðu vafalaust verið önnur ef
kerfið hefði verið jafn stórt og síðar átti
eftir að verða.
Einn af þeim þáttum sem við fjöll-
uðum ítarlega um var sú hætta sem steðj-
aði að íslenska fjármálakerfinu ef kæmi
til lausafjárskorts. Við röktum ítarlega
hvernig þessi hætta gæti orðið bönkunum
skeinuhætt, en jafnframt töldum við að
það væri lítil hætta á lánsfjárskorti mið-
að við útlitið á alþjóðamörkuðum – en
það er af og frá að við sæjum fyrir þann
vanda sem alþjóða fjármálakerfið myndi
lenda í um tveimur árum síðar. Reyndar
vorum við ekki þeir einu vorið 2006 sem
ekki skynjuðu teikn um alþjóðlega kreppu
á fjármálamörkuðum, kreppu sem ná
myndi hámarki í kjölfar gjaldþrots eins
stærsta fjárfestingabanka heims í sept-
ember 2008.
Spá eða greining
Nú er það svo að það eru alltaf einhverj-
ir sem spá því að hallæri og kreppur séu
á næsta leiti og að nú séu síðustu forvöð
til að gera hitt eða þetta til þess að af-
stýra voða. Að lokum hafa þeir rétt fyrir
sér – bilað úr sýnir réttan tíma tvisvar á
sólahring. En við Mishkin erum ekki í
þessum hópi – við erum greinendur (e.
analysts) en ekki spámenn (e. forecasters).
Við munum því ekki hljóta refsingu spá-
manna í víti Dantes þar sem höfðum
spákerlinga er snúið á búknum svo að þær
geti aldrei framar horft fram á við.
Sameiginlegur skilningur virðist nú
hafa myndast hjá þeim sem besta yfirsýn
hafa, að fjármálakreppan sem hófst sum-
arið 2007 eigi fyrst og fremst rætur sínar
í ónógu eftirliti með fjármálamörkuðum.
Bankamenn hafi nær óheft tekið allt of
mikla áhættu í leit sinni að gróða, sem að
lokum leiddi til þess að kerfisáhætta var
orðin svo mikil, að fall varð óumflýjanlegt
ef til lausafjárskorts kæmi. Atriði sem við
Mishkin lögðum mikla áherslu á í skýrslu
okkar. Skiptir þar engu hvort um er að
ræða Bandaríkin eða Ísland, Grikkland
eða Írland, Bretland eða Spán – eftirlit var
ónógt. Lee Buchheit fjallaði á sannfærandi
hátt um þennan skilning í erindi í Há-
skólanum í Reykjavík á dögunum.
Tillögur okkar
Ekki hefur mikið verið fjallað um að í
skýrslu okkar Mishkin eru settar fram fjór-
ar megintillögur til stjórnvalda og bank-
anna sem miðuðu að því að:
1. Bæta eftirlit með fjármálastofnunum
(m.a. með sameiningu FME og Seðla-
banka).
2. Auka upplýsingagjöf og gegnsæi bank-
anna.
3. Afnema krosseignartengsl.
4. Bæta hagstjórn.
Allt í þeim tilgangi að auka fjármálalegan
stöðugleika í landinu. Eftir tillögum okk-
ar var ekki farið – því miður. Hrunið á Ís-
landi á rætur sínar í þeim þáttum sem við
bentum á að ætti að bæta eins og rann-
sóknarnefnd Alþingis hefur tíundað og
Lee Buchheit benti á.
Samanlagt höfum við Mishkin um
50 ára reynslu af ráðgjöf, ráðgjöf sem við
höfum þegið endurgjald fyrir. Við höfum
ráðlagt fjölda seðlabanka, ríkistjórna, al-
þjóðastofnana og einkafyrirtækja um all-
an heim. Skýrslan fyrir Viðskiptaráð er í
engu frábrugðin því sem við og fjölmargir
háskólamenn höfum skrifað bæði fyrir og
eftir hrun. Því miður sáum við ekki fyr-
ir fjármálahrunið og því eru einhverjar
þeirra staðhæfinga sem við settum fram
rangar. En við því er ekkert annað að gera
en að læra og gera betur næst. Skaðinn
hér á Íslandi hefði þó orðið mun minni,
ef farið hefði verið að ráðum okkar um að
bæta eftirlit með fjármálamörkuðum líkt
og við lögðum til vorið 2006. Þessu er rétt
að halda til haga.
Einn af þeim þáttum
sem við fjölluðum
ítarlega um var sú hætta
sem steðjaði að íslenska
fjármálakerfinu ef kæmi
til lausafjárskorts.