Vísbending


Vísbending - 26.04.2011, Blaðsíða 2

Vísbending - 26.04.2011, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 1 6 . t b l . 2 0 1 1 Sagt hefur verið að tölfræðingar séu þeirrar náttúru að þeir þurfi að líta á hitamælinn, áður en þeir geta svarað því hvort hitastigið sé þægilegt. Kannski mætti segja svipað um hagfræðinga sem skoða hagvísa til þess að vita hvort staða efnahagskerfisins sé góð eða slæm. Ekki þarf að liggja yfir væntingavísitölum lengi til þess að sjá að þjóðin telur að ástandið sé ekki gott og er ekki bjartsýn á að það muni skána mikið. Stjórnmálamenn hafa auðvitað sína skoðun á ástandinu. Oftast telja þeir að það sé afar vont þegar þeir eru í stjórnarandstöðu en gott þegar þeir eru í stjórn. Nú eru aðstæður reyndar sér- stæðar, en þó er mikill munur á því hvort pólitíkusar segja að efnahagur landsins sé að batna eða versna. Þess vegna er gott að geta haft mælikvarða á það hvernig ástand- ið er, óháðan því hver lítur á mælinn. Hagvísar Vísbending hefur birt nokkrar greinar um hagvísa undanfarin misseri. Ekki verður þó sagt að fundist hafi góður mælikvarði sem sýni með nokkuð góðum hætti hvert stefnir í efnahagsmálum. Þó hefur tek- ist að finna þokkalegan mælikvarða á almennt ástand hagkerfisins, þó að hann segi til dæmis ekki fyrir um hagvöxt á næstunni. Í fyrra (8. tbl. 2010) sýndi blaðið rannsóknir á um 20 hagvísum sem voru flokkaðir aftur í tímann og vegnir til þess að gefa hugmynd um stöðu hagkerf- isins. Þeir hafa svo verið settir fram með ýmsum hætti til þess að gefa hugmynd um stöðuna hverju sinni. Skoðun á þeim sýndi ótvírætt að haustið 2008 byrjaði hér afar djúp kreppa, en jafnframt gaf mæl- Hagvísar: Hvernig líður okkur núna? ingin til kynna að líklega væri ástandið hætt að versna. Af hagvísum eru skoðuð verðbólga, gengi krónunnar, verg landsframleiðsla, inn- og útflutningur, greiðslukortavelta, sementssala, nýskráning bíla, aflaverð- mæti, kaupmáttur, húsnæðisverð, álverð, atvinnuleysi, skatttekjur ríkisins af tekju- skatti og virðisaukaskatti. Sumt er mælt á fleiri en einn veg. Ástandinu eða breyt- ingum frá fyrri stöðu var gefin einkunn. Æskilegasta ástand fær einkunn núll, en svo hækkar einkunnin upp í fimm (í heil- um tölum) eftir því sem ástandið var verra eða breytilegra. Megináhersla í einkunna- gjöfinni er á stöðugleika. Þannig er mikil hækkun talin næstum jafnhættuleg og mikil lækkun, því að hún gæti falið í sér ofþenslu. Til viðmiðunar er haft eftirfar- andi: 0 = Jafnvægi, 1 = Eðlilegt frávik, 2 = Þenslu eða samdráttareinkenni, 3=Óvissa, 4=Hætta og 5=Stórhætta. Mælingunni er breytt lítillega að þessu sinni, enda er markmiðið að reyna að finna mælikvarða sem hvað best geti gefið hug- mynd um það hversu hættulegt efnahags- ástandið sé. Niðurstöðu úr þessari mælingu má sjá á mynd 1. Þar sést að á árunum 2002 til 2010 sveiflast stigatalan frá 22 upp í 76 vorið 2009. Mesta breytingin varð í Hagvísar: Hvernig líður okkur núna? Sagt hefur verið að tölfræðingar séu þeirrar náttúru að þeir þurfi að líta á hitamælinn, áður en þeir geta svarað því hvort hitastigið sé þægilegt. Kannski mætti segja svipað um hagfræðinga sem skoða hagvísa til þess að vita hvort staða efnahagskerfisins sé góð eða slæm. Ekki þarf að liggja yfir væntingavísitölum lengi til þess að sjá að þjóðin telur að ástandið sé ekki gott og er ekki bjartsýn á að það muni skána mikið. Stjórnmálamenn hafa auðvitað sína skoðun á ástandinu. Oftast telja þeir að ástandið sé afar vont þegar þeir eru í stjórnarandstöðu en gott þegar þeir eru í stjórn. Nú eru aðstæður reyndar sérstæðar, en þó er mikill munur á því hvort pólitíkusar segja að efnahagur landsins sé að batna eða versna. Þess vegna er gott að geta haft mælikvarða á það hvernig ástandið er, óháðan því hver lítur á mælinn. Hagvísar Vísbending hefur birt nokkrar greinar um hagvísa undanfarin misseri. Ekki verður þó sagt að fundist hafi góður mælikvarði sem sýni með nokkuð góðum hætti hvert stefnir í efnahagsmálum. Þó hefur tekist að finna þokkalegan mælikvarða á almennt ástand hagkerfisins, þó að hann segi til dæmis ekki fyrir um hagvöxt á næstunni. Í fyrra (8. tbl. 2010) sýndi blaðið rannsóknir á um 20 hagvísum sem voru flokkaðir aftur í tímann og vegnir til þess að gefa hugmynd um stöðu hagkerfisins. Þeir hafa svo verið settir fram með ýmsum hætti til þess að gefa hugmynd um stöðuna hverju sinni. Skoðun á þeim sýndi ótvírætt að haustið 2008 byrjaði hér afar djúp kreppa, en jafnframt gaf mælingin til kynna að líklega væri ástandið hætt að versna. Mynd 1: Ástand samkvæmt 19 hagvísum 2002-2011 Skalinn fer frá 0 upp í 95. Heimild: Seðlabanki Íslands, útreikningar Vísbendingar Mynd 1: Ástand samkvæmt 19 hagvísum 2002-2011 Mynd 2: Mismunur á hagvísum sem sýna hættu og hinum sem sýna jafnvægi Skalinn fer frá 0 upp í 95. Heimild: Seðlabanki Íslands, útreikningar Vísbendingar. Skalinn fer frá -19 í +19. Heimild: Seðlabanki Íslands, útreikningar Vísbendingar. Af hagvísum eru skoðuð verðbólga, gengi krónunnar, verg landsframleiðsla, inn- og útflutningur, greiðslukortavelta, sementssala, nýskráning bíla, aflaverðmæti, kaupmáttur, húsnæðisverð, álverð, atvinnuleysi, skatttekjur ríkisins af tekjuskatti og virðisaukaskatti. Sumt er mælt á fleiri en einn veg. Ástandinu eða breytingum frá fyrri stöðu var gefin einkunn. Æskilegasta ástand fær einkunn núll, en svo hækkar einkunnin upp í fimm (í heilum tölum) eftir því sem ástandið var verra eða breytilegra. Megináhersla í einkunnagjöfinni er á stöðugleika. Þannig er mikil hækkun talin næstum jafnhættuleg og mikil lækkun, því að hún gæti falið í sér ofþenslu. Til viðmiðunar er haft eftirfarandi: 0 = Jafnvægi, 1 = Eðlilegt frávik, 2 = Þenslu eða samdráttareinkenni, 3=Óvissa, 4=Hætta og 5=Stórhætta. Mælingunni er breytt lítillega að þessu sinni, enda er markmiðið að reyna að finna mælikvarða sem hvað best geti gefið hugmynd um það hversu hættulegt efnahagsástandið sé. Niðurstöðu úr þessari mælingu má sjá á mynd 1. Þar sést að á árunum 2002 til 2010 sveiflast stigatalan frá 22 upp í 76 vorið 2009. Mesta breytingin varð í október 2008, en þá hækkar mælikvarðinn um 15 stig. Ekki er því óeðlilegt að tala um „hrun“ einmitt þá. Kreppan birtist svo í því að ýmsir mælikvarðar smáversna allt fram á vorið 2009 þegar hagvísitalan fer í 76 (af 95), en þá næst jafnvægi og í nóvember og desember 2009 lækkar kvarðinn á ný og var í 52 um áramót 2009-10. Lækkunin heldur áfram í rykkjum allt árið og vísitalan endar í 41 áramótin 2010-11. Á árinu hefur hún svo haldið áfram að lækka niður í 36 sem er svipað og seinni hluta árs 2006 fram á haustið 2007. Þetta bendir til þess að ástandið sé orðið stöðugt á mörgum sviðum. Enn skortir þó mikið upp á að kaupmáttur almennings eða eignastaða fólks og fyrirtækja séu nærri því sem var fyrir hrun. Að þessu leyti er staðan miklu verri en í þeim ríkjum Evrópu sem eru með stöðugan gjaldmiðil. Mynd 2: Mismunur á hagvísum sem sýna hættu og hinum sem sýna jafnvægi Skalinn fer frá -19 í +19. Heimild: Seðlabanki Íslands, útreikningar Vísbendingar Mælingunni er breytt lítillega að þessu sinni, enda er markmiðið að reyna að finna mælikvarða sem hvað best geti gefið hugmynd um það hversu hættu- legt efnahags- ástandið sé.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.