Vísbending


Vísbending - 26.04.2011, Blaðsíða 3

Vísbending - 26.04.2011, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 1 6 . t b l . 2 0 1 1 3 október 2008, en þá hækkar mælikvarðinn um 15 stig. Ekki er því óeðlilegt að tala um „hrun“ einmitt þá. Kreppan birtist svo í því að ýmsir mælikvarðar smáversna allt fram á vorið 2009 þegar hagvísitalan fer í 76 (af 95), en þá næst jafnvægi og í nóvember og desember 2009 lækkar hún á ný og var í 52 um áramót 2009-10. Lækkunin heldur áfram í rykkjum allt árið og vísitalan endar í 41 áramótin 2010-11. Á árinu hefur hún svo haldið áfram að lækka niður í 36 sem er svipað og seinni hluta árs 2006 og fram á haustið 2007. Þetta bendir til þess að ástandið sé orðið stöðugt á mörgum svið- um. Enn skortir þó mikið upp á að kaup- máttur almennings eða eignastaða fólks og fyrirtækja séu nærri því sem var fyrir hrun. Að þessu leyti er staðan miklu verri en í þeim ríkjum Evrópu sem eru með stöð- ugan gjaldmiðil. Jákvæð og neikvæð merki Á mynd 2 sést annar mælikvarði á ástand hagkerfisins. Tekinn er mismunur á þeim þáttum sem eru í góðu lagi (einkunn 0 eða 1) og hinum sem mjög slæmir (einkunn 4 eða 5). Þessi mælikvarði sveiflast milli -19 og +19 og hefur þann kost að vera í plús þegar ástandið er gott en í mínus þegar á móti blæs. Á myndinni má sjá hættu- ástand í kringum „fyrri bankakreppuna“ í kringum áramótin 2005- 6, en það fer að halla undan fæti snemma árs 2005, þó að opinber hættumerki kæmu ekki fram fyrr en mörgum mánuðum síðar. Þessi vísitala lækkar niður undir núll í nóvember 2007, en það er ekki fyrr en í mars 2008 sem neikvæðu mælikvarðarnir verða aftur fleiri en þeir jákvæðu. Verst var ástandið frá október 2008 til október 2009. Núna er þessi vísitala hins vegar komin yfir núllið. Verðbólgan, sem hefur stöðugt farið minnkandi, leitar nú upp á við á ný. Verði kauphækkanir með því móti sem um er talað þessa dagana má búast við því að þrýstingur á verðhækkanir vaxi enn. Þó að raungengi krónunnar sé enn lágt er láns- hæfi Íslands enn svo laskað, að erfitt verð- ur að komast út úr þeirri spennitreyju sem höftin eru. Óttinn við veikt bankakerfi og óstöðugt stjórnarfar gerir það að verkum, að Ísland er ekki sá vettvangur tækifæra fyrir erlenda fjárfesta sem það ætti að vera við þessar aðstæður. Aðrir mælikvarðar Á mynd 3 sjást lán Seðlabankans til bank- anna fyrir og eftir hrun. Fyrir þá sem átt- uðu sig á því hve umfangsmikil lánastarf- semin var orðin var þetta kannski besta vísbendingin um að stefndi í hrun. En þó að þarna hafi fengist hugmynd um að í algert óefni stefndi, þá er þessi mynd ef til Mynd 3: Lán Seðlabanka til innlánsstofnana 2007-2011 Heimild: Seðlabanki Íslands. vill ekki gagnleg, ef aðeins er verið að spá fyrir um stöðu þjóðarbúsins til skemmri tíma. Þarna ætti ekki bara að horfa á stöðu heldur líka breytingar. Væntingar almennings eru sem fyrr sagði neikvæðar og væntingavísitala Gall- ups hefur lækkað á árinu 2011. Gallup kannar líka viðhorf stjórnenda fyrirtækja og í grein eftir Guðjón Emilsson í Efnahags- málum nr. 3 (Seðlabankinn jan. 2011) um Forspárgildi fyrirtækjakönnunar Capacent Gallups kemst höfundur að því „að tiltölu- lega lítið samband er milli hagstærða og svara frá árinu 2002 og fram að fjármála- hruni en sambandið batnar talsvert þegar allt tímabilið fram til ársins 2011 er skoð- að.“ Aðrir sem rannsakað hafa forspárgildi hagvísa hafa ekki náð miklu betri árangri. Wolfgang Polasek fjallar um íslenska hag- kerfið frá 1971 til 2009 og segir í greininni Dating and Exploration of the Business Cycle in Iceland (Institute for Advanced Studies, IHS Vienna): „This paper could not find reliable indicators for the business cycle in Iceland.“ Vandinn er því alls ekki auðveld- ur viðureignar. Á næstunni verður þó birt í Vísbendingu athyglisverð grein um rann- sóknir Kára S Friðrikssonar og Gylfa Zoega á þessu sviði. Í nýlegri grein í New York Times var fjallað um það, að verð hlutabréfa í undir- fatafyrirtækjum héldist hátt og var talið að það væri góð vísbending um að hagkerf- ið væri á réttri leið því að fólk keypti enn nærföt. Ekki er gott að segja hvort greinin var skrifuð af fullri alvöru. Horfur til lengri og skemmri tíma Hagvísarnir sem hér eru skoðaðir benda til þess að aðstæður á Íslandi séu að mörgu leyti betri en verið hefur allt frá hruni. Samt eru blikur á lofti, til dæmis um verð- bólgu. Jafnframt er mikil óvissa um margt sem skiptir sköpum um trausta efnahags- uppbyggingu til lengri tíma litið. Aðilar vinnumarkaðarins hafa ekki náð saman um launahækkanir og verkföll myndu skaða þjóðarbúið mjög mikið. Ríkisstjórn- in hefur ákveðið að halda sjávarútveginum í gíslingu og jafnframt er mikil óvissa um virkjunarframkvæmdir og erlenda fjárfest- ingu. Icesave-samningunum var hafnað og þannig skapast áframhaldandi óvissa, þó svo að hún minnki eftir því sem staða þrotabús Landsbankans batnar. Stjórn- málamenn virðast ófúsir og jafnvel ófærir um að móta stefnu til lengri tíma. Ef sam- staða næðist um hófsama efnahagsstefnu þar sem reynt væri að taka á þeim málum sem eru á færi stjórnvalda, gæti hagkerf- ið farið að taka við sér með haustinu. Ef ekki, er hætt við áframhaldandi stöðnun og jafnvel að fólksflótti muni halda áfram frá landinu. Heimild: Seðlabanki Íslands Horfur til lengri og skemmri tíma Hagvísarnir se hér eru skoðaðir benda til þess að aðstæður hér á landi séu að mörgu leyti betri en verið hefu allt frá hruni. S mt eru blikur á lofti, til dæmis um verðbólgu. Jafnframt er mikil óvissa um margt sem skiptir sköpum um trausta efnahagsuppbyggingu til lengri tíma litið. Aðilar vinnumarkaðarins hafa ekki náð saman um launahækkanir og verkföll myndu skaða þjóðarbúið mjög mikið. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að halda sjávarútveginum í gíslingu og jafnframt er mikil óvissa um vir junarframkvæmdir og erlenda fjárfestingu. Icesave-samningunum var hafnað og þannig skapast áframhaldandi óvissa, þó svo að hún minnki eftir því sem staða þrotabús Landsbankans batnar. Stjórnmálamenn virðast ófúsir og jafnvel ófærir um að móta stefnu til lengri tíma. Ef samstaða næðist um hófsama efnahagsstefnu þar sem reynt væri að taka á þei málum sem eru á færi stjórnvalda gæti hagkerfið farið að taka við sér með haustinu. Ef ekki er hætt við áframhaldandi stöðnun og jafnvel að fólksflótti muni halda áfram frá landinu. Óttinn við veikt bankakerfi og óstöðugt stjórn- arfar gerir það að verkum að Ísland er e i sá v tt- vangur tækifæra fyrir erlenda fjár- festa sem það ætti að ver við þessar aðstæður.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.