Vísbending


Vísbending - 14.10.2011, Síða 1

Vísbending - 14.10.2011, Síða 1
14. október 2011 36. tölublað 29. árgangur ISSN 1021-8483 1Almenningur og stjórnendur fyrirtækja eru ekki sérlega góðir verðbólguspámenn. Sumir hafa lagt til að setja 4% þak á verðbólgu í verðtryggingar - útreikningum. Myntráð er ein leið til þess að festa gengi krónunnar við annan og stærri gjaldmiðil. Framsóknarflokkurinn býður upp á nýja þjóðlega leið: Plan B. Íslenskara verður það ekki. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 3 6 . T B L . 2 0 1 1 1 2 4 Þegar peningastefnu nefnd Seðla-bankans kemur saman vísar hún stundum í verðbólgu væntingar almenn ings og fyrirtækja. Þessar vænt- ingar eru mældar af Gallup og hægt er að sjá ársfjórðungslegar mælingar allt frá árinu 2003 í Hagvísum Seðlabankans. Í spurninga vagninum er fólk beðið að svara til um verðbólguna næstu tólf mánuði. Einföld athugun bendir til þess að hvorki forsvarsmenn fyrirtækja né almenningur séu mjög góðir spámenn. Vanmeta verðhækkanir Á mynd 1 sést hvernig spáin hefur verið undanfarin átta ár. Reiknaður er mismunur á verðbólgu eins og hún var á tólf mánaða tímabili og hún borin saman við spána ári áður. Fyrstu fimm árin er spáin í sjálfu sér ágæt. Fyrirtækin eru þó yfirleitt með lægri verðbólgu í spá sínum en raunin varð á. Á árinu 2008 kemur þó fram mikið vanmat bæði einstaklinga og fyrirtækja, svo mjög að munurinn er á milli 10 og 15%. Þetta sýnir hve mjög hrunið kom öllum á óvart. Jafnframt gefur þetta til kynna að þegar menn ákváðu að taka lán á þessum tíma voru væntingar um verðbólgu alls ekki í samræmi við veruleikann. Þó að það komi ekki fram hér, má ætla að það sama hafi gilt um gengi krónunnar. Fáir hafi búist við svo miklu falli hennar sem raun bar vitni. Eftir hrun voru forsvarsmenn fyrir- tækja svartsýnir í skamma stund og of- mátu verðbólguna. Nú virðist hafa sótt í sama far og áður. Á þessum tíma er hægt að skoða 31 spá. Í 25 til vikum vanmátu fyrirtækin tólf mánaða verðbólgu meðan almenningur vanmat hana 18 sinnum en ofmat 13 sinnum. Vanmat virðist því líklegra en ofmat í þessum spám. Skilja menn spurninguna? Auðvitað er almenningur ekki sér- menntaður í verðbólguspá eða hagfræði, en við fyrstu sýn virðist hann ekki hafa staðið sig verr í spánni en forsvarsmenn fyrirtækja. Til þess að kanna þetta nánar reiknaði Vísbending tölugildi fráviksins á spánni og tólf mánaða verðbólgu einn Væntingar og veruleiki til fjóra ársfjórðunga fram í tímann. Eftir því sem skemmri tími líður er minna frávik milli spánna og raunverulegrar verðbólgu. Munurinn er minni miðað við einn ársfjórðung hjá almenningi en fyrirtækjunum (1,5% á móti 2,1%). Ef horft er á heilt ár munar 3,4% hjá almenningi en aðeins 3,1% hjá fyrirtækjum. Þetta vekur upp spurningu um hvort flestir gefi svar um verðbólguna á næstu mánuðum. Á ári er frávikið svo mikið að spárnar gefa oftar en ekki tilefni til rangra ákvarðana. Telja má öruggt að í flestum samkeppnislöndum Íslands sé meðalverðbólga á tímabilinu frá 2003 um það bil helmingur af frávikinu við spána hjá Íslendingum. Þetta sýnir hve erfitt er að spá fyrir um, hvað þá stjórna, svo óstöðugu hagkerfi. Ársverðbólga er dregin frá spá tólf mánuðum áður. Heimild: Seðlabanki Íslands Mynd 1: Verðbólguspár fyrirtækja og almennings miðað við raunverðbólgu Mynd 2: Spár um 12 mánaða verðbólgu bornar saman við verðbólgu næstu fjóra ársfjórðunga. Reiknuð frávik. Frávikið er mest þegar lengst er horft fram í tímann. Árin 2003-11. Heimild: Seðlabanki Íslands

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.