Vísbending


Vísbending - 23.04.2012, Side 4

Vísbending - 23.04.2012, Side 4
4 V Í S B E N D I N G • 1 6 T B L 2 0 1 2 Aðrir sálmar Þankar Jóhönnu? Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Mynd 2 sýnir ekki hreinan samanburð á lánskjörum því að mismunur á fasteignaverði er þar tekinn með í reikninginn. Til að einangra áhrif lánskjara sýnir mynd 3 árlega meðalgreiðslubyrði að því gefnu að fasteignaverð hefði verið það sama í löndunum tveimur allt tímabilið. Miðað er við að verð fasteigna í Danmörku hefði verið það sama og á Íslandi, mælt í vinnustundum sbr. mynd 1. Mynd 3 sýnir glögglega að munur á lánskjörum snýst meira um það hvers konar lán er tekið fremur en hvar. Glögglega sést hvernig verðtryggð íslensk lán stilla sér milli fastra og fljótandi óverðtryggðra danskra lána þegar horft er til lengri tíma. Eins og áður hefur verið vikið að má flokka vaxtaáhættu langtímalána gróflega í tvennt, verðlagsáhættu og raunvaxtaáhættu. Ef lánveitandi þarf að bera alla áhættuna, eins og í dönskum fasteignalánum á föstum óverðtryggðum vöxtum, verður ávöxtunarkrafa lánveitanda þeim mun hærri. Ef lánveitandi ber einungis raun- vaxta áhættuna, eins og í íslenskum verðtryggðum lánum, minnkar áhætta hans og vaxtakjörin til lengri tíma batna. Ef lánveitandi sleppur bæði við verðlags- og raunvaxtaáhættu, eins og í óverðtryggðum dönskum lánum á fljótandi vöxtum, batna vaxtakjörin enn. Rétt er að benda á að verðtryggð lán tekin á árunum rétt fyrir hrun koma illa út í samanburðinum vegna þeirrar miklu kaupmáttarrýrnunar sem hrunið hafði í för með sér. Líklegt er að meðalgreiðslubyrði þessara lána lækki þegar kaupmáttur styrkist aftur. Verðtryggð lán eru ekki óhagstæð Í þessari grein er leitast við að bera saman fasteignaverð og greiðslubyrði hér á landi og í Danmörku. Reynt er að forðast vandamál tengd tálsýnum um stöðugt verðgildi peninga með því að styðjast við vinnustundir fremur en krónur í útreikningum. Niðurstöðurnar sýna að fasteignaverð er nátengt launum og verðlag fasteigna mælt í vinnustundum er í raun mjög svipað á höfuðborgarsvæðinu og í Kaupmannahöfn. Niðurstöður á samanburði greiðslubyrði verðtryggðra íslenskra lána og óverðtryggðra danskra lána styðja það ekki að verðtryggð lán séu sérstaklega óhagstæð fyrir skuldara. Þær benda fremur til þess að fyrirkomulag lánanna ráði fyrst og fremst verðlagningu á þeim. Því stærri hluti áhættu sem hvílir á lánþega því ódýrari eru lánin. Íslensk verðtryggð lán lenda í samanburðinum milli óverðtryggðra danskra lána á föstum og fljótandi vöxtum. Íslendingar virðast því verja hliðstæðum hluta tíma síns í að vinna fyrir húsnæðisskuldum og Danir. Niðurstaðan undirstrikar mikilvægi þess að taka tillit til verðlagsbreytinga við uppgjör á greiðslubyrði. Verðbólga veldur lánveitendum í sjálfu sér ekki búsifjum nema kaupmáttur launa rýrni. Með því að gera útreikningana upp í vinnustundum má losna við þann hluta verðlagsbreytinga sem ekki hefur áhrif á afkomu. Rétt er að árétta það sem áður hefur komið fram að meginþorri danskra fasteignakaupenda fjármagnar íbúðarhúsnæði nú með styttri lánum á fljótandi vöxtum. Vaxtakjör slíkra lána eru hagstæðari en líkleg vaxtakjör langs jafngreiðsluláns eins og þess sem notað er í samanburðinum, vegna þess að á þeim hvílir endurfjármögnunaráhætta sem ekki er tekið tillit til. Vaxtaáhætta vegna þessara lána er einnig mikil. Sú staðreynd að vextir þeirra liggja nú nokkuð undir ávöxtunarkröfu danskra ríkisskuldabréfa undirstrikar þessa staðreynd. Greiðslubyrði dönsku lánanna með fljótandi vexti er því eitthvað vanmetin í útreikningunum hér að framan. Vel má færa sannfærandi rök gegn út- breiddri notkun verðtryggingar á Íslandi. Hún minnkar áhrifin af vaxta ákvörðunum Seðlabankans. Jafnframt má færa fyrir því rök að verðtryggingin dragi úr aðhaldi við hagstjórn með því að minnka neikvæð áhrif verðbólgu. Þessi grein dregur þó í efa að þá fullyrðingu að meginrök gegn verðtryggingu lána séu að slík lán séu sérstaklega óhagstæð fyrir lánþega. framhald af bls. 3 og fjármagnseigendur. En hvað er þá til ráða? Ef gera á bankastarfsemi öruggari og tryggja að almenningur verði ekki fyrir tjóni vegna starfsemi banka þarf að grípa til nokkurra aðgerða. Mikilvægast er að hækka lágmarkseiginfjárkröfur umfram Basel III lágmarkið. Þó þarf að hafa í huga að lágmarkskrafan hér á landi er nú þegar hærri. Þá er mikilvægt að horft sé í auknum mæli á gæði eiginfjár og lausafjárstöðuna og að settar séu reglur um hámarksvogun. Einnig þyrfti að hækka eiginfjárkröfur í tengslum við útlán til eignarhaldsfélaga og lækka leyfða hámarksáhættu banka gagnvart hver öðrum. Takmarkanir á erlenda starfsemi sem og eigin fjárfestingar banka ætti einnig að taka til skoðunar.“ 1. Er Icesave nokkuð mikilvægt mále fni? Spyrja Steingrím hvort við þurfum nokkuð að halda ríkisstjórnarfund um það. Einhver hrútleiðinlegur samningur sem ég nenni ekki að lesa. Best að banna alþingismönnum að lesa hann. 2. Las í blöðunum að Evrópusam- bandið ætlar í mál. Spyr Össur hvort það sé mikilvægt málefni. 3. Össur segir að þetta sýni hvað okkar staða er sterk. Þá þarf engan fund. 4. Steingrímur var að selja jarðir sem ríkið átti. Góður peningur og allt svart. Smámál sem þarf ekkert að tala um. 5. Það vantar stjórnarskrá. Með hana hefði ekki orðið neitt hrun. 6. Hrannar segir að það sé til stjórnar- skrá. Best að kíkja á hana. 7. Það er margt gagnlegt í þessari stjórnarskrá. Ég sé að ein grein segir: „Forseti lýðveldisins hefur aðsetur í Reykjavík eða nágrenni.“ Bessastaðir eru langt í burtu þannig að Ólafur er ekki forseti. Jibbí! 8. Eitt sem er ekki nógu gott: „Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Embættis maður hver skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórnar- skránni.“ Var það ekki útlendingur sem Steingrímur setti í Seðlabankann þegar við rákum Davíð? 9. Enn eitt ákvæði. „Birta skal lög.“ Spyr Kobba Magg hvar þau séu birt. 10. Sumt er gagnlegt, t.d. þetta: „Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi.“ Segi Ástu að nú getum við þaggað niðri í Vigdísi Hauks. Af hverju sagði enginn mér frá þessari stjórnarskrá áður? 11. Sérstæður saksóknari bað mig að fella þetta úr stjórnarskránni: „All- ir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dóms úr skurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjar skipt um, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.“ bj framhald af bls. 1

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.