Vísbending


Vísbending - 06.05.2013, Side 3

Vísbending - 06.05.2013, Side 3
V Í S B E N D I N G 1 8 T B L 2 0 1 3 3 sér 4,2% meira vinnuframlag.2 Niðurstaðan var því sú að staðkvæmdaráhrifin voru tekjuáhrifunum yfirsterkari, skattalækkun jók fjölda vinnuvikna, en ekki nægilega mikið til þess að unnt væri að búast við að hófleg skattalækkun yki skatttekjur ríkisins. Ef, svo dæmi sé tekið, skattprósenta væri hækkuð úr 0% í 10% myndu ráðstöfunartekjur lækka um 10% og vinnuframlag dragast saman um 4,2%. Á sama hátt er unnt að reikna út að skattalækkun veldur tekjutapi hjá ríkissjóði þótt stærri skattstofn vegi upp á móti áhrifum lægri skattprósentu. Lækkun tekjuskatts úr 40% í 30%, svo dæmi sé tekið, hefði í för með sér 4,2% meira vinnuframlag og væri þá unnt að búast við að skatttekjur (sem margfeldi skattprósentu og skattstofns) lækkuðu um 5,8%. Metnir teygnistuðlar eru svipaðir þeim sem hafa verið reiknaðir fyrir Bandaríkin, t.d. í vel þekktri rannsókn Killingsworth3 frá árinu 1983. Hausman (1981)4 rannsakaði áhrif þess að breyta stighækkandi skatti í hlutfallslegan skatt og komst að þeirri niðurstöðu að vinnuframlag ykist en samt ekki nægilega mikið til þess að bæta upp missi skatttekna. Fullerton (1982)5 komst sömuleiðis að þeirri niðurstöðu að Bandaríkin væru til vinstri á Laffer-kúrfu sinni, þannig að skattalækkanir hefðu í för með sér minni skatttekjur. Í nýlegri rannsókn Trabandt og Uhlig (2009) var niðurstaðan að Bandaríkin gætu aukið skatttekjur sínar um 30% með hækkun tekjuskatta og 6% með því að hækka fjármagnstekjuskatta. Í Evrópuríkjunum yrði skattalækkun til þess að lækka skatttekjur ríkisins þótt stærri skattstofnar minnki áhrifin um 54% í tilviki tekjuskatta og 79% í tilviki fjármagnstekjuskatta.6 Allar þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöðu rannsóknar Goolsbee, Hall og Katz (1999).7 Þeir orðuðu niðurstöður sínar eftir að hafa rannsakað söguleg gögn fyrir Bandaríkin (bls. 44) þannig: The notion that governments could raise more money by cutting rates is, indeed, a glorious idea. It would permit a Pareto improvement of the most enjoyable kind. Unfortunately for all of us, the data from the historical record suggest that it is unlikely to be true at anything like today’s marginal tax rates. It seems that, for now at least, we will just have to keep paying for our tax cuts the old-fashioned way. Við þetta má bæta að skattalækkanir ríkisstjórnar Ronald Reagan vorið 1981 höfðu í för með sér stóraukinn halla ríkissjóðs Bandaríkjanna þótt þær örvuðu vissulega hagkerfið. Munurinn framhald á bls. 4 Mynd 2. Fjöldi vinnuvikna 1987 og meðaltal áranna 1986 og 1988 0 50 100 150 200 250 0 50 100 150 weeks worked in 1987 average weeks worked in 1986 and 1988 Heimild: Iceland´s Natural Experiment in Supply Side Economics (Sjá aftast) á Íslandi árið 2013 og Bandaríkjunum árið 1981 er hins vegar sá að Ísland hefur ekki yfir sterkum gjaldmiðli að ráða, hefur takmarkaðan aðgang að erlendum lánsfjármörkuðum og þarf að standa skil á stórum afborgunum erlendra lána á næstu árum. Ríkissjóður Bandaríkjanna gat hins vegar fjármagnað halla sinn með lántökum sem innan fárra ára breyttu Bandaríkjunum í land sem skuldaði öðrum meira en sem nam erlendum eignum. En á þá aldrei að lækka skatta? Svarið er að það sem skiptir máli er umfang hins opinbera. Ef stjórnmálamenn vilja minnka það verða þeir að lækka bæði ríkisútgjöld og skatta. Sá sem leggur til skattalækkanir verður einnig að benda á leiðir til sparnaðar eða niðurskurðar í ríkisrekstri. Einnig er mögulegt að lækkun einstakra skatta – svo sem tryggingagjalds og auðlegðarskatts – gæti aukið skatttekjur. Ef t.d. tryggingagjald er lækkað og lækkunin verður til þess að fleiri fá vinnu er mögulegt að skatttekjur aukist. Það á hins vegar eftir að sýna fram á að svo sé. Einnig má vera að auðlegðarskattur hafi orðið til þess að efnaðir einstaklingar hafi flust af landi brott og snúi til baka þegar hann er lækkaður. Breytingar á jaðarsköttum geta einnig hjálpað til við að fá fleira lágtekjufólk af bótum inn á vinnumarkaðinn .En þessi áhrif þarf öll að rannsaka áður en fullyrt er um áhrif skattalækkana á skatttekjur ríkisins. Um eftirspurnaráhrif skattalækkana Ef áhrif skattalækkana á framboðshlið eru veik munu megináhrif skattalækkana koma fram í aukinni eftirspurn eftir vörum og þjónustu, einkum innflutningi. Slík áhrif eru óæskileg við núverandi aðstæður í ljósi greiðslubyrði af erlendum lánum. Þekkt bókhaldsjafna í þjóðhagfræði segir Sp + Sg – I = CA þar sem Sp er sparnaður einkaaðila, Sg er sparnaður hins opinbera, I er verg fjármunamyndun og CA er viðskipta- afgangurinn. Á árunum fyrir 2008 var einkasparnaður lítill hérlendis, opinber sparnaður jákvæður og mikil innlend fjárfesting. Viðskipta halli hafði verið gríðarlegur eða um 20% af VLF í nokkur ár. Orða má þessa jöfnu þannig að unnt sé að fjármagna innlenda fjárfestingu með einkasparnaði, opinberum sparnaði og/ eða erlendum sparnaði. Árin fyrir 2008 var það einkum erlendur sparnaður sem fjármagnaði innlenda fjárfestingu. Eftir 2008 hefur dæmið snúist við. Nú er einkasparnaður mun meiri en áður, opinber sparnaður hefur verið neikvæður vegna hrunsins og viðskiptajöfnuður jákvæður. Jafnframt hefur fjárfesting verið lítil. Þannig hefur sparnaður einkaaðila náð að fjármagna hallarekstur ríkisins, innlenda fjármunamyndun og jákvæðan viðskiptajöfnuð sem er nú rúmlega 2% af VLF. Það eru þessi rúmlega 2% af VLF sem Ísland hefur til þess að greiða afborganir af erlendum lánum þeirra aðila sem að ofan voru nefndir, leysa snjóhengjuna og greiða erlendum kröfuhöfum föllnu bankanna – yfir 120 milljarða króna á ári frá 2015 til 2018 ef einungis erlend lán innlendra aðila eru meðtalin. Ef skattar eru nú lækkaðir, án þess að ríkisútgjöld séu dregin saman, minnkar opinber sparnaður. Ef einkasparnaður eykst ekki á móti (sem engin ástæða er til að ætla) minnkar viðskiptaafgangur. Meðalfjöldi vinnuvikna árin 1986 - 1988 Vinnuvikur árið 1987

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.