Vísbending


Vísbending - 24.06.2013, Qupperneq 1

Vísbending - 24.06.2013, Qupperneq 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 2 5 T B L 2 0 1 3 1 Hagsveiflur og gengissveiflur Gylfi Zoega Prófessor við Háskóla Íslands  Viðsnúningur varð í hagkerfinu um mitt ár 2010 þegar verg landsframleiðsla tók að vaxa að nýju eftir kreppu árin á undan. Nú um mitt ár 2013 hefur því verið hagvöxtur í þrjú ár. Á verðlagi ársins 2005 var verg landsframleiðsla rúmlega 272 milljarðar á síðasta ársfjórðungi ársins 2012, en var til samanburðar rúmlega 220 milljarðar á síðasta ársfjórðungi ársins 2003.i Raunar mætti halda því fram að landsframleiðsla um þessar mundir sé ekki langt frá því sem vænta mátti áður en fjármálabólan varð til á árunum eftir 2003. Hagsveiflur  Á mynd 1 er sýnd þróun vergrar landsframleiðslu á föstu verðlagi. Með því að sýna lógaritmagildi hennar fáum við feril sem hefði fastan halla ef hagvöxtur væri alltaf hinn sami. Einföld lína sem dregin er frá upphafspunkti árið 1980 til lokapunkts árið 2012 sýnir 2.3% meðalhagvöxt á þessu tímabili. Það sem kannski vekur athygli er að framleiðsla árið 2012 er svipuð því sem búast hefði mátt við áður en sú froða sem varð til við fjármagnsinnflæðið 2004-2008 kom til sögunnar.ii Það er því eins og ekkert hafi gerst, froðan kom inn og fór út aftur, og íslenska þjóðarskútan siglir áfram eins og ekkert hafi gerst. Mynd 1: Verg landsframleiðsla 1980­2012  Logaritmískur kvarði. Heimild: Hagstofa Íslands 24. júní 2013 25. tölublað 31. árgangur ISSN 1021-8483 Hvers vegna telur almenningur að kreppan standi enn þegar hagfræðingar segja annað? Almenning finnst gengi krónunnar lágt, þó að það þurfi höft til þess að krónan veikist ekki. Sæstrengur er verkefni sem heillar marga. Einmitt þá er varúðar þörf. Virkjun á Hellisheiði fer ekki vel með orku. Þetta hefur lengi verið vitað. 1 32 4 Hagsveiflur og gengissveiflur Mynd 1: Verg landsframleiðsla 1980-2012 Viðsnúningur varð í hagkerfinu um mitt ár 2010 þegar verg landsframleiðsla tók að vaxa að nýju eftir kreppu árin á undan. Nú um mitt ár 2013 hefur því verið hagvöxtur í þrjú ár. Á verðlagi ársins 2005 var verg landsframleiðsla rúmlega 272 milljarðar króna á síðasta ársfjórðungi ársins 2012, en var til samanburðar rúmlega 220 milljarðar króna á síðasta ársfjórðungi ársins 2003.1 Raunar mætti halda því fram að landsframleiðsla um þessar mundir sé ekki langt frá því sem vænta mátti áður en fjármálabólan varð til á árunum eftir 2003. Hagsveiflur Á mynd 1 er sýnd þróun vergrar lands- framleiðslu á föstu verðlagi. Með því að sýna lógaritmagildi hennar fáum við feril sem hefði fastan halla ef hagvöxtur væri alltaf hinn sami. Einföld lína sem dregin er frá upphafs punkti árið 1980 til lokapunkts árið 2012 sýnir 2.3% meðal hagvöxt á þessu tímabili. Það sem kannski vekur athygli er að fram leiðsla árið 2012 er svipuð því sem búast hefði mátt við áður en sú froða sem varð til við fjármagns innflæðið 2004-2008 kom til sögunnar.2 Það er því eins og ekkert hafi gerst, froðan kom inn og fór út aftur, og íslenska þjóðar skútan siglir áfram eins og ekkert hafi gerst. Kreppur (e. recessions) eru skil- greindar sem tímabil samdráttar efnahags- starfseminnar. Í Bretlandi er, svo dæmi sé tekið, miðað við samdrátt vergrar lands framleiðslu sem varir í a.m.k. tvo ársfjórðunga.3 Mynd 2 sýnir verga landsframleiðslu á föstu verðlagi eftir ársfjórðungum og vöxt hennar á milli ársfjórð unga. Þar sést að framleiðsla náði hámarki á þriðja ársfjórðungi 2007 og lágmarki á öðrum ársfjórðungi 2010 og hefur síðan farið vaxandi. Samdrátturinn varð því árin 2008 og 2009 fram á mitt ár 2010.4 Á neðri helmingi myndarinnar er sýndur vöxtur framleiðslunnar á milli ársfjórðunga.5 Landsmenn hefðu því átt að fagna árið 2010 þegar framleiðsla tók að aukast að nýju. Gengissveiflur Sú mynd sem hér hefur verið dregin upp virðist vera á skjön við skynjun almennings sem stendur enn í þeirri trú að landið sé í djúpri kreppu. En hvað er það sem veldur því að á meðan hagfræðingar tala um viðsnúning og uppsveiflu að almenning og stjórnmálamenn þyrstir í mun meiri hagvöxt? Svarið gæti falist í því að hagkerfi Íslands er eins og fyrirtæki sem framleiðir sjávarafurðir til útflutnings og fær ferðamenn í heimsókn, en þarf að kaupa flestar neysluvörur frá útlöndum. Það sem ræður lífskjörum er kaupmáttur mældur í innflutningi, þ.e.a.s. hversu mikið af innflutningi fólk getur keypt fyrir krónulaunin sín, en það fer eftir gengi krónunnar. Gengi krónunnar Gylfi Zoega Prófessor við Háskóla Íslands Lógaritmískur kvarði. Heimild: Hagstofa Íslands Mynd 2: Verg landsframleiðsla 2002-2012 á föstu verðlagi Vöxtur á milli ársfjórðunga er jafnaður með Hodrick-Prescott síu. Gögn eru árstíðaleiðrétt. Heimild: Hagstofa Íslands framhald á bls. 2

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.