Vísbending


Vísbending - 24.06.2013, Page 3

Vísbending - 24.06.2013, Page 3
V Í S B E N D I N G 2 5 T B L 2 0 1 3 3 Vandamál til langs tíma Hagsveiflur og gengissveiflur hylja hins vegar stærri hættu sem að okkur steðjar og felst í því að lífskjör hér á landi verði lakari en hjá nágrannaþjóðunum. Á mynd 5 er sýnd verg landsframleiðsla á hvern vinn andi mann á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Þar kemur fram að lífskjör hér á landi hafa dregist aftur úr því sem gerist í þessum ríkjum. Þau voru verst á Íslandi árið 2010 m.v. þessi lönd. Því er mikilvægt að hagsveiflur og gengis sveiflur dragi ekki athyglina frá því sem mestu máli skiptir fyrir lífskjör í fram- tíðinni sem er hagvöxtur til langs tíma. Lokaorð Lágt raungengi um þessar mundir er nauðsynlegt til þess að skapa jákvæðan viðskiptajöfnuð svo að innlendir aðilar geti staðið í skilum með erlend lán. Sú krepputilfinning sem landsmenn finna fyrir um þessar mundir er því nauðsyn- leg og í raun heilbrigðismerki á meðan erlend lán7 eru greidd niður. En ef stjórn- mála menn bregðast við með því að auka innlenda eftirspurn – af því að þeir halda að það sé kreppa í þeim skilningi að framleiðsla sé of lítil – verður það til þess að minnka viðskiptaafgang og veikja gengi krónunnar enn frekar. Mikilvægt er að innlend stjórnvöld efni ekki til lánsfjárveislu þegar aðstæður batna á erlendum mörkuðum þótt slíku yrði án efa fagnað mjög hér innan lands. Betra væri að þau reyndu að útskýra af hverju lífskjör eru ekki eins góð um þessar mundir og fólk væntir vegna afborgana af erlendum lánum. Jafnframt er afar mikilvægt að efla hagvöxt til langs tíma til þess að lífskjör verði ekki lakari hérlendis en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hér skiptir mestu máli að gera að- stæður sem bestar fyrir frumkvöðla og ný fyrirtæki: Efla frjáls viðskipti, frjálsar fjármagnshreyfingar, stuðla að stöðugu gengi og vöxtum, móta skýrt lagaumhverfi og eðlilegt aðgengi að fjármagni í viðskiptabönkum. Jafnframt verði horfið af braut náinna tengsla stjórnmála og viðskiptalífs (e. crony capitalism) sem hefur háð framþróun hér á landi í áratugi. Heimildir 1 Sjá www.hagstofa.is. 2 Fjámagnsinnflæði jók verga landsframleiðslu með því að auka hagnað í bankastarfsemi, auka launagreiðslur fjármálastofnana og með því að örva innflutningsverslun. 3 Í Bandaríkjunum er starfandi nefnd á vegum National Bureau of Economic Research (NBER) sem tímasetur upphaf og endi niðursveiflu og uppsveiflu í hagkerfi Bandaríkjanna. Nefndin skilgreinir kreppu sem almennan samdrátt efnahagsstarfsemi sem varir í meira en fáeina mánuði og kemur yfirleitt fram í tölum um verga landsframleiðslu, atvinnu, iðnaðarframleiðslu og veltu i heildsölu og smásölu. 4 Sjá enn fremur ritgerð Bjarna G. Einarssonar, Guðjóns Emilssonar, Svövu J. Haraldsdóttur, Þórarins G. Péturssonar og Rósu B. Sveinsdóttur „On our own? The Icelandic business cycle in an international context,“ Working Paper No. 63, Seðlabanki Íslands, um tímasetningu á niðursveiflum og uppsveiflum hér á landi. 5 Jafnaður með Hodrick-Prescott síu. 6 Taflan hér á eftir (sjá bls. 4) hefur að geyma mat á jöfnu þar sem raungengi og VLF eru notuð til þess að útskýra breytingar á rekstrarafgangi ríkissjóðs: Mynd 4.1: Hlutfallslegar breytingar verðlags og nafngengis Mynd 4.2: Verg landsframleiðsla á hvern vinnandi mann Heimild: Penn World Tables Myndin sýnir breytingu meðaltals vísitölu neysluverðs og gengisvísitölu. Heimild: Hagstofan og Seðlabanki Íslands framhald á bls. 4

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.