Vísbending


Vísbending - 01.07.2013, Blaðsíða 4

Vísbending - 01.07.2013, Blaðsíða 4
4 V Í S B E N D I N G • 2 6 T B L 2 0 1 3 Aðrir sálmar Sömu sálmar endurteknir Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Spakmæli frá fyrsta áratug Annarra sálma. 1995 Um heimsmeistaramótið í handbolta: Hverjir klikkuðu? Um það eru bæði hótelhaldarar, skipuleggjendur og miðasalar sammála: Það voru hinir. 1996 Vísbending styður þá ákvörðun verðandi forseta að ræða ekki við fjölmiðla. 1997 Um hinn nýja athafnamann: Reksturinn gengur í raun vel, en hins vegar eru íslensk stjórnvöld ótrúlega skammsýn í fyrirgreiðslu. Bankar lána ekki á eðlilegum kjörum og þeir sem fyrir voru á markaðinum beita bolabrögðum. 1998 Um kvótann: Sá sem selur núna hagnast meira en nágrannar hans þola. 2000 Vitur maður sagði: „Gerðu það sem gera þarf, gerðu það vel og láttu aðra vita af því.“ 2000 Alvöru töffari þarf hins vegar ekki svona aðferðir, hann riftir einfaldlega samningum þegar honum sýnist og segir svo: Stefndu mér ef þú þorir. 2001 Um skýrslu Samkeppnis stofnunar: Vafasamt er að á einum stað hafi áður komið fram jafnyfirgripsmikil vanþekking á íslensku efnahagslífi. 2001 Hvað er að axla ábyrgð? Eiga allir að segja af sér embættum, ef einhverjum í kringum þá verður eitthvað á? Er það ábyrgari afstaða en að vinna að því að koma í veg fyrir að slíkt gerist í framtíðinni? 2002 Um daginn var einn helsti viðskiptajöfur landsins spurður að því hvernig hann færi að því að sveifla út greiðslu í hlutabréfakaup svo milljörðum skipti. Svarið var einfalt: „Með eigin fé og lánsfé.“ Fréttamaðurinn varð orðlaus af hrifningu. 2002 Grunsemdir hafa vaknað um að ákveðnir aðilar noti aðra sem leppa. Auðvitað er það sérstætt þegar menn sem ekkert eiga eru allt í einu orðnir eigendur stórfyrirtækja. 2003 Stór hópur manna virðist telja að virðing og traust sé eins og hver önnur vara sem gangi kaupum og sölum. 2004 Nú er kominn stór hópur manna sem hefur litlar áhyggjur af því að orð skuli standa. Þeir telja sig ekki vera óheiðarlega menn, eru oftast kurteisir, skipulegir í vinnubrögðum og bjóða af sér góðan þokka, en hafa einfaldlega enga tilfinningu fyrir því hvað er rétt og hvað rangt. bj haldið. Engum duldist að slæm tíðindi voru í uppsiglingu. Þegar þetta er skrifað eru áhrif af lögunum sem sett voru í kjölfarið enn ekki komin fram. Ástandið minnir á yfirvofandi hernaðaraðgerð. Vandinn er sá að menn vita ekki nákvæmlega hver óvinurinn er eða hvaða vopn menn hafa til þess að berjast við hann.   2009-2013 Tilraun til endur- reisnar 2009 29. tbl. Ritstjóri Benedikt Jóhannesson Icesave-málið er erfiðasta úrlausnarefnið. Tortryggnin sem hefur komið upp vegna samningaferlisins sýnir að samningar af þessu tagi eru ekki flokkspólitískir. Stjórnar- andstöðunni var haldið frá samningunum og reyndar gerði fjármála ráðherra það flokkspólitískt með því að skipa samherja sinn formann nefndarinnar. Enginn samningur um þetta dapurlega mál hefði valdið hrifningu en margt bendir til þess að viðsemjendur hafi neytt aflsmunar. Það er að minnsta kosti skoðun ritstjóra Financial Times. Málið þarf hins vegar að leysast. Hugmynd Þorsteins Pálssonar um að forsætisráðherra freisti þess að höggva á hnútinn með starfsbræðrum sínum frá Hollandi og Bretlandi er kannski eina leiðin til þess að leysa vandann á skömmum tíma. Augljóslega þarf að halda áfram að vinna að þeim málum sem hér að framan eru nefnd. Kannski springur stjórnin á einhverju þeirra, sennilega þá ríkisfjármálunum. Ekki vegna þess að formenn stjórnarflokkanna skorti vilja heldur virðast þeir ekki hafa aga yfir samflokksmönnum sínum. Einkum virðist þingflokkur VG hafa litla hugmynd um það hvernig eigi að vera í ríkisstjórn.   2010 23. tbl. Ritstjóri Benedikt Jóhannesson Útlitið er ekki gott því að á liðnu ári fluttu fleiri frá Íslandi nokkru sinni áður allt frá flutningunum miklu til Ameríku um 1880. Margt bendir til þess að nokkur helstu fyrirtæki landsins séu að flytjast úr landi. Forstjórar Actavis, Marels og Össurar búa nú í útlöndum og smám saman munu höfuðstöðvar og loks heimilisfesti flytja frá Íslandi, ef aðstæður hér á landi verða sífellt verri hér en erlendis. 2011 17. tbl. Ritstjóri Benedikt Jóhannesson Ein af lexíum af hruninu hefði átt að vera að sígandi lukka sé best. Ef menn ætli sér að ná raunverulegum árangri verði að skapa fyrir því forsendur. Forsendur fyrir launahækkunum eru að vinnuafl afkasti meiru en áður. Þetta getur gerst með því að færri vinni verkin en áður, eða framleiðsla verði meiri. Ef eftirspurn breytist ekki er fyrri lausnin uppskrift að atvinnuleysi. Reynslan bendir til þess að kaupmáttaraukning umfram eitt til eitt og hálft prósent á ári sé ekki raunhæf til lengdar. Þegar kaupmáttur hafði aukist um 50% á tólf árum undir stjórn Sjálfstæðisflokksins hefði það átt að vera sterk vísbending um að eitthvað yrði að gefa eftir. Það jafngildir tæplega 3,5% aukningu á ári og á þessum árum varð engin sú bylting sem réttlætti svo mikla hækkun kaupmáttar. Jafnvel eftir hrunið var árleg kaupmáttaraukning frá 1995 nærri 1,8% sem þykir mikið yfir svo langt tímabil. 2012 45. tbl. Ritstjóri Benedikt Jóhannesson Sanngirnisrök mæla með því að reynt verði að leysa vanda þeirra sem skulda mest með því að lækka greiðslubyrði. Þeim sem skulda meira í húsum sínum en þeir eiga verði leyft að skila húslyklunum og vera þannig lausir allra mála. Skynsemisrök mæla með því að horft sé heildstætt á þennan vanda því að þjóðfélagið líður fyrir hann. Hann verður aldrei minnkaður ókeypis og eiginfjárvandinn aldrei bættur að fullu. Á það ber þó að líta að þegar ríkið ákvað að tryggja innistæður í bönkunum talaði enginn um það hver ætti að borga. Hver greiddi fyrir gjaldþrot útrásarvíkinga upp á tugi eða hundruð milljarða króna? Allt gerist slíkt með eignatilfærslum, frá þeim sem eiga til hinna sem skulda. Ef ríkið tekur á sig að lækka skuldir hækkar það skatta í framtíðinni. En hinu má ekki gleyma að vanskil hafa aukist og í mörgum tilvikum væri lækkun lána aðeins viðurkenning á þegar orðnum hlut. Lánardrottnar væru bara að viðurkenna staðreyndir. 2013 1. tbl. Ritstjóri Benedikt Jóhannesson Efnahagsvandi Íslendinga er tvíþættur: Til skamms tíma þurfa þeir að leysa það sem blasir við. Annars vegar eru ríkið, fyrirtækin og einstaklingar enn allt of skuldug. Hins vegar eru hér gjaldeyrishöft sem þýða að íslensk fyrirtæki og almenningur hafa minni tækifæri en fyrirtæki og einstaklingar í samkeppnislöndunum. Langtímavandinn er aftur á móti miklu erfiðari við að eiga. Hann felst í því að hér er undirliggjandi meiri óstöðugleiki í efnahagslífinu og hægari hagvöxtur en í flestum öðrum löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þessi vandi ætti að vera aðalviðfangsefni íslenskra stjórnmálamanna næstu árin, en flestir þeirra virðast hafa lítinn áhuga á að takast á við hann, a.m.k ber lítið á hugmyndum um langtímastefnu sem leiðir til þess að Íslendingar búi við sömu kjör og íbúar nágrannalandanna.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.