Vísbending


Vísbending - 01.07.2013, Blaðsíða 1

Vísbending - 01.07.2013, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 2 6 T B L 2 0 1 3 1 1. júlí 2013 26. tölublað 31. árgangur ISSN 1021-8483 Vísbending var stofnuð árið 1983. Blaðið hefur alla tíð fjallað um viðskipti og efnahagsmál. Í þessu blaði er farið yfir tilvitnanir úr einu blaði á ári. Margt er enn kunngulegt. Vextir verðtrygging og gjaldeyrismál hafa jafnan skipað stóran sess í blaðinu. Á 21. öldinni fór að bera á greinum um viðskiptasiðferði. Nýir siðir fylgdu nýjum mönnum. 1 32 4 Þrjátíu ára hagsaga í Vísbendingu Vísbending var stofnuð sumarið 1983 og er því 30 ára um þessar mundir. Blaðið hefur alltaf viljað endur- spegla viðskipta- og efnahagslífið og gefa hug myndir um það sem vænta má. Hér á eftir koma tilvitnanir í eitt blað á ári. Ekki endilega snjallasta tilvitnunin hvert ár (þó að þær séu ágætar) heldur er reynt að finna dæmigerðar klausur um það sem til umfjöll- unar var hverju sinni. Margar til vitnanir benda til þess að Íslendingar læri hægt. Ritstjóri hvers blaðs er væntanlega höfundur tilvitnaðrar greinar nema annar sé tiltekinn. 1983-1987 Steingrímur Her- mannsson ræður ríkjum 1983 1. tbl. Ritstjóri Sigurður B. Stefánsson Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efna- hags málum voru skjótar og ákveðnar. Sem fyrsti áfangi að því marki að lækka hraða verð bólgunnar eru þær lítt umdeilanlegar. En árangurinn er undir því kominn hvernig efnahagss tefnunni sem enn er í mótun verður framfylgt – við daglegan rekstur peningamála og fjármála, í fjárlagagerðinni í sumar og haust og í kjarasamningum eftir áramótin. Enn sem komið er er allt traust sett á launastefnuna, en ein og sér hefur launa stefna jafnan brugðist í baráttunni við verð bólgu, hérlendis og erlendis þar sem hún hefur verið reynd. Til að hafa hemil á verðbólgu þarf þjóðin í stuttu máli að eyða minna en hún aflar. Neysla og fjárfesting þurfa að vera minni en þjóðarframleiðslan. Viðskipta jöfnuður verður þá jákvæður og erlendar skuldir aukast ekki. Við þessar aðstæður lækkar verðbólgan. Launastefnan er því nauðsynleg en hvergi nærri nægjanleg til að lækna verðbólgu, enda eru launin engan veginn eina orsök verðbólgu.   1984 2. tbl. Ritstjóri Sigurður B. Stefánsson Kjaramál og gengi eru ekki tengd með þeim hætti sem oft er látið í veðri vaka í daglegri umræðu. Er þá látið í það skína að breytingar gengis síðar á þessu ári ráðist af launahækkunum eða að gengi krón- unnar hafi þegar verið ákveðið og að launahækkanir verði að vera „innan þess ramma“. Gengi krónunnar er verð á gjald- miðli okkar gagnvart myntum annarra landa og þessu verði geta stjórnvöld ekki ráðið til lengdar án tillits til framboðs og eftirspurnar á „gjaldeyrismarkaði“ krón- unnar. Formlega er slíkur markaður ekki til en þegar til lengdar lætur lýtur gengi krón unnar markaðslögmálum en ekki stjórnvöldum.   1985 25. tbl. Ritstjóri Sigurður B. Stefánsson Eitt helsta áhyggjuefni stjórnvalda nú er veik staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum en áætlað er að viðskiptahalli í ár verði 5-6% af þjóðarframleiðslu. Það virðist þó á engan hátt skynsamlegt eða réttlætanlegt að ráðast gegn þeim vanda með frekari lækkun launa taxta en orðin er. Þeir samningar sem gerðir hafa verið til áramóta halda svipuðum kaupmætti launafólks á seinni helmingi þessa árs (99,9) og gilti að jafnaði á árinu 1984 (99,7). Erfitt er að rökstyðja að hár kaupmáttur launataxta sé helsta ástæða ójafnaðar við útlönd og nýgerðir kjarasamningar breyta litlu þar um. Einnig koma til önnur áhrif og vænlegra sýnist til árangurs að beita öðrum aðferðum til að snúa viðskiptahalla í afgang en frekari lækkun launataxta.   1986 40. tbl. Ritstjóri Sigurður B. Stefánsson Í góðæri hefur löngum skapast hætta á þenslu í íslensku efnahagslífi vegna þess að ekki hefur tekist að hafa hemil á vexti peningamagns. Hækkun verðlags hefur fylgt mikil aukning á eftirspurn eftir innfluttum vörum og þjónustu og eftirspurn eftir vinnuafli. Eftirspurnarþrýstingur hefur valdið því að hækkun innlendra kostnaðar- liða hefur orðið meiri en útflutningsgreinar hafa getað borið með óbreyttu verði á erlendum gjaldeyri. Loks hefur gengis- lækkun krónunnar, sem í reynd varð vegna of mikillar fjölgunar krónanna, verið viður- kennd með formlegri lækkun á gengi gjald- miðilsins.   1987 19. tbl. Ritstjóri Páll R. Pálsson Eins og víða hefur komið fram hefur umræðan um örlög EFTA verið mikið í sviðs ljósinu undanfarið. Menn eru farnir að spá um hvaða land eða lönd innan EFTA muni verða næst til þess að sækja um aðild að EB og er í þeim efnum Noregur oftast nefndur sem líklegasta landið. Sannleikurinn er þó sá að engin ákvörðun hefur verið tekin um þetta atriði þar í landi og þess vegna ekki rétt að halda neinu fram í þessum efnum. Það sem fram undan er hjá flestum löndum EFTA, að mati undirritaðs, er mikil umræða innan landanna um hugsanlega aðild að EB í framtíðinni og þar með umræða um framtíð EFTA í þeirri mynd sem nú er. Sú umræða þarf einnig að fara fram hér á landi enda þótt hún sé í raun ekki hafin nema að mjög litlu leyti. Vegna mikilvægis málsins er mjög brýnt að við Íslendingar verðum með í þessari umræðu og að allir sem málið varðar taki þátt í henni. Benedikt Höskuldsson 1988-1993 Vinstri stjórn og upphaf Davíðs 1988 41. tbl. Ritstjóri Finnur Geirsson Mikil umræða fer nú fram um sparnað, vexti og verðtryggingu. Það er einkar athyglis vert að það eru sjónarmið skuldar- anna sem mest er haldið á loft og róið er að því öllum árum að lækka vexti og útþynna verð tryggingu. Vissulega má til sanns vegar færa að vextir séu tiltölulega háir hér á landi. En hver skyldi skýringin vera á því? Að mínu mati er það einkum vegna þess að menn lifa enn í fortíðinni þegar sparifjáreigendur voru hlunnfarnir og lánaslátta var upphaf auðs. Guðmundur K. Magnússon   1989 23. tbl. Ritstjóri Finnur Geirsson Í ársbyrjun 1988 var ljóst að mörg fyrirtæki höfðu ofkeyrt sig og kom það fyrst fram í sjávarútveginum þar sem verð hafði lækkað dálítið á mikilvægustu sjávar afurðum. Fastgengisstefnan var ekki lengur trúverðug sem sást berlega á kjarasamningunum í febrúar. Slíka kjara- samninga hefðu fyrirtæki, a.m.k. í sjávar- útvegi, aldrei gert nema að þau væru nokkurn veginn viss um að gengi yrði fellt. Það kom líka á daginn og 28. febrúar var

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.