Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.2011, Side 2

Víkurfréttir - 13.10.2011, Side 2
2 FIMMTudagurInn 13. OKTÓber 2011 • VÍKURFRÉTTIR ›› Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: DÚKKA Síðasta sýningarhelgi Aðgangur ókeypis - allir velkomnir BARNIÐ KOMIÐ HEIM Foreldranámskeiðið Barnið komið heim 22. og 29. október . Námskeiðið er ætlað verðandi foreldrum og foreldrum ungra barna. Fjallað verður um foreldrahlutverkið, streituvalda og hvernig hægt er að takast á við streitu og ágreining í parsambandinu á uppbyggilegan hátt.  Markmiðið með námskeiðinu er að styrka parsam- bandið, búa börnum betri uppvaxtarskilyrði  og  hlúa að jákvæðum fjölskyldusamskiptum. Námskeiðið er frá kl. 13:00 – 17.00 laugardaginn 22. október og laugardaginn 29. október, í Kríunesi við Elliðavatn, 203 Kópavogi Námskeiðið er  samtals 8 klukkustundir, námskeiðgjald  kr. 7.500 fyrir parið Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Hera Ó. Einarsdóttir félagsráðgjafi og Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskylduráðgjafi. Þau eru viðurkenndir Gottman leiðbeinendur. Skráning og nánari upplýsingar á netfanginu fjolskylda@reykjanesbaer.is, ogg@obradgjof.is og hjá Ólafi Grétari í síma 897-1122 Sýnum tillitssemi – ökum varlega. EKUR ÞÚ VARLEGA? 30 Meira í leiðinniWWW.N1.IS/ SÍMI 421 4800 N1 AÐALSTÖÐIN, REYKJANESBÆ TILBOÐ Bernaiseborgari, franskar kartöflur og ½ l gos í plasti* 639 kr. BERNAISEBORGARI - MÁLTÍÐ Aðalpylsa og ½ l gos í plasti* AÐALPYLSA - MÁLTÍÐ OSTBORGARI 5991.099 kr. kr. *Gos ½ l í plasti 245 kr. C M Y CM MY CY CMY K KEFLAVÍK.pdf 1 10/11/11 4:34 PM „Það er nokkuð ljóst að við skerum ekki niður eitt árið í viðbót án þess að segja upp fólki og minnka þjónustu,“ segir Sigríður Snæbjörnsdóttir for- stjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stofnunin þarf að skera niður um tæpar 73 milljónir króna á næsta ári. Um er að ræða 1,5% niðurskurð eins og öllum heilbrigðisstofnunum er gert að spara. Það gera 22,9 milljónir króna og ofan á þá tölu bætast 50 milljóna niðurskurður sem HSS fékk að fresta frá síðustu fjárlögum. „Við erum að funda með fulltrúum allra deilda og eininga. Við erum ekki búin að ákveða endanlega hvar verður skorið niður. Það munum við ákveða fyrir lok mánaðarins“. Sigríður segir að nú takist HSS á við mjög aukið álag á geð- og sálfélagslega sviðinu. „Þar verðum við að bæta í ef eitthvað er. Sá peningur þarf því að koma til viðbótar niðurskurðarkröfum“. Bjóða út rafkerfis- breytingar fyrir Landhelgis- gæsluna á Ásbrú Framkvæmdasýsla ríkisins hefur fyrir hönd Land- helgisgæslu Íslands óskað eftir tilboðum í framkvæmdir við breytingar á rafkerfum bygg- inga innan ör yggissvæðis Keflavíkurflugvallar. Í þessum áfanga felst verkið í að breyta raf lögnum í t i lgreindum byggingum, bílgeymslu og geymslum og laga þær að gild- andi reglugerð um raforkuvirki Skipta skal um rafbúnað, inn- lagnarefni, tengla, rofa, lampa, setja upp og tengja nýjar töflur og breyta lömpum. Sérhver bygging er um 900 m² að stærð með alls 16 misstórum íbúðum á tveimur hæðum. Geymslur eru alls um 300 m² að stærð á einni hæð. Byggingar þessar eru skammt suður af gömlu flugstöðinni. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 10. febrúar 2012. Menningarráð Suðurnesja veitti á föstudag styrki til 32 verkefna á Suðurnesjum. Styrkirnir hljóða upp á 22,1 milljón króna. Í ár var sótt um 49 verkefnastyrki upp á 46,9 millj- ónir. Heildarfjárhæð verkefnanna var metin af aðstandendum upp á 138,6 milljónir króna. Úr mörgum góðum verkefnum var að velja og urðu mörg áhugaverð verkefni að lúta í lægra haldi þetta árið en Menningarráð Suðurnesja hvetur þá umsækjendur að leggja ekki árar í bát, heldur sækja um að nýju fyrir næstu úthlutun. Þann 15. apríl sl. var undir- ritaður nýr menningasamningur milli ríkisins og sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Markmiðið með nýjum samningi er að efla sam- starf á sviði menningarmála á Suðurnesjum auk þess að stuðla að nýsköpun, fjölbreytni og fjölgun atvinnutækifæra á sviði menningar, lista og menningartengdrar ferða- þjónustu. Vegna þessa ákvæðis í samningnum lítur Menningarráð svo á að styrkúthlutanir í dag þurfi að endurspegla þann vilja stjór- nvalda að styðja við atvinnuskap- andi, faglega unnin verkefni sem eiga möguleika á að stækka og skapa atvinnu í nútíð og framtíð. Með úthlutuninni er leitast við að sýna þann vilja í verki. Einnig hefur Menningarráð ákveðið að fylgja þeirri stefnu sem lögð var á árinu 2010 að styrkir til verkefna verði í sem mestu samræmi við óskir umsækjanda og fjárhagsáætlanir verkefna þó aldrei hærri en 50% af kostnaðaráætlun. Jafnframt hefur Menningarráð Suðurnesja lagt áherslu á að styðja við samstarf sveitarfélaganna í sameiginlegum verkefnum, en staða menningarlífs á Suðurnesjum er nokkuð góð og hefur án efa jákvæð áhrif á ímynd Suðurnesja til langframa. - sjá nánar um styrkþega á vf.is 22 milljónir króna frá Menningar- ráði Suðurnesja til 32 verkefna Uppsagnir og minni þjónusta liggja í loftinu

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.