Víkurfréttir - 15.01.2009, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 15. JANÚAR 2009 15STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Til sölu:
Fyrirtæki með góða veltu og viðskipta-
sambönd við N1 fæst á yfirtöku ca.
5 milljónir, lager og tæki innifalið í verði.
Frábært atvinnutækifæri!
Allar nánari
upplýsingar gefur
Haukur í
Síma: 866 9954.
Keflavíkurstúlkur völtuðu
yfir blómastúlkurnar úr Hvera-
gerði í 8 liða úrslitum Subway-
bikarkeppninnar í körfubolta
í Toyota-höllinni í Keflavík.
Lokatölur urðu 102-57, hreint
ótrúlegar tölur. Keflavíkur-
stúlkur fylgdu eftir góðum sigri
í Grindavík fyrir nokkrum
dögum og virðast í miklu stuði.
Pálína Gunnlaugsdóttir skor-
aði mest eða 27 stig og þar af
sex þrista og frábæra nýtingu.
Birna Valgarðsdóttir skoraði 19
stig og tók 13 fráköst.
Í Grindavík unnu heimamenn
einnig yfirburðasigur í Subway-
bikarkeppni karla á lánlausum
ÍR-ingum. Heimamenn skor-
uðu 105 stig gegn 78 hjá ÍR. Páll
Axel Vilbergsson var öflugur
hjá Grindvíkingum og skoraði
29 stig og tók sjö fráköst.
Keflvíkingurinn Guðmundur
Steinarsson er farinn utan
til atvinnumennsku í knatt-
spyrnu. Hann mun í dag
skrifa undir samning við FC
Vaduz í smáríkinu Liechten-
stein. Samningurinn verður
til sex mánaða með mögu-
leika á árs framlengingu séu
báðir aðilar sáttir við það.
Víkurfréttir náðu tali af Guð-
mundi í hádeginu í gær þar sem
hann beið á Kastrupflugvelli í
Kaupmannahöfn eftir flugi til
Liechtenstein þar sem hann átti
að gangast undir læknisskoðun.
Félagið sem Guðmundur skrifar
Guðmundur á að skora í Sviss
undir samning við í dag leikur í
svissnesku úrvalsdeildinni og
nú þegar leiktíðin er hálfnuð er
liðið í næst neðsta sæti. Í sam-
tali við Víkurfréttir sagði Guð-
Stjórn GS hefur ráðið Örn
Ævar Hjartarson sem þjálf-
ara unglinga á þessu ári.
Örn mun jafnframt ann-
ast afrekshóp klúbbsins,
kennslu og námskeiðahald.
Örn hefur verið helsti af-
rekskylfingur GS undanfar-
inn áratug og reyndi við at-
vinnumennsku á síðasta ári
en hefur nú ákveðið að snúa
sér að golfkennslu auk þess
að keppa hér heima. Örn
hefur hafið störf og er með
skipulagðar æfingar fyrir ung-
linga í „HF“ á Hafnargötu í
Keflavík. (sjá: gs.unglingar.
blogcentral.is)
Æfingaaðstaða GS verður
opin 4 daga vikunnar frá og
með 15. janúar og fram eftir
vori ef aðsókn verður góð.
Aðstaðan er opin fyrir alla
félaga í GS, en auk þess eru
allir velkomnir að nýta sér
þessa frábæru aðstöðu sem
hafa áhuga á að gerast félagar
í GS. Aðstaðan verður opin
mánudaga til fimmtudaga
frá kl. 17-21. Vanir kylfingar
verða oftast á staðnum og
verða þeir tilbúnir að veita
góð ráð til kylfinga sem vilja
æfa golfsveifluna og púttin
fyrir sumarið. Þótt húsnæðið
sé ekki stórt, þá er aðstaðan
þar til fyrirmyndar, s.s. 18
holu púttvöllur, aðstaða til
að slá í net, 12 feta snóker
borð og golfhermir.
Örn Ævar nýr golfþjálfari GS
Njarðvíkingar eru komnir
áfram í undanúrslitin en þeir
sigruðu Hauka í fyrrakvöld í
átta liða úrslitum keppninnar.
Loka töl ur urðu 77-62 en
staðan í hálfleik var 38-29 fyrir
Njarðvík.
Magnús Gunnarsson var stiga-
hæstur í liði Njarðvíkur með
25 stig, Hjörtur Einarsson var
með 18 stig og Logi Gunnars-
son 16. Valur Orri Valsson,
14 ára gamall sonur Vals Ingi-
mundarsonar þjálfara UMFN,
var í Njarðvíkurliðinu í þessum
leik og einnig í leiknum gegn
Fsu sem Njarðvík tapaði í
Iceland Express deildinni.
Íslandsmeistarar Keflavíkur
töpuðu illa fyrir KR, 95:64, í
8-liða úrslitunum sl. sunnu-
dagskvöld. Keflvíkingar voru
þó sprækari í upphafi leiks og
voru yfir 14-22 eftir fyrsta leik-
hluta, en KR tók síðan völdin
og hafði yfir í leikhléi 41-32 og
sigraði örugglega.
Grindvíkingar heimsækja
ósigraða KR-inga í undanúrslit-
unum og Teitur Örlygsson og
félagar í Stjörnunni fá hans
gömlu félaga úr Njarð vík.
Í kvennaflokki fengu Kefla-
víkurstúlkur Val í undan-
úrslitum.
Njarðvík og Stjarnan eigast
fyrst við í deildinni í Njarðvík
á sunnudag og Íslandsmeistarar
Keflavíkur fá KR í heimsókn
annað kvöld í Toyota-höllina.
Grindvíkingar fengu KR í undanúrslitum
Valur Orri, 14 ára, á
fleygiferð í Ljónagryfjunni.
mundur hlutverk sitt verða að
bæta sóknarleik liðsins. Sem
kunnugt er varð Guðmundur
markakóngur Íslandsmótsins á
liðnu sumri og jafnframt valinn
besti leikmaður Íslandsmótsins.
Hann segir að komandi tímar
hjá FC Vaduz leggist vel í sig.
Fjölskyldan komi til með að
flytjast út til hans mjög fljót-
lega. Hann hafi nýlega farið
út og kynnt sér aðstæður. Þær
séu eins og best sé á kosið.
Svissneska úrvalsdeildin sé
sterk og verkefnið sé spenn-
andi.
Örn Ævar með nokkrum ungum
kylfingum á æfingu í HF í vikunni.