Heima og erlendis - 01.04.1950, Blaðsíða 4

Heima og erlendis - 01.04.1950, Blaðsíða 4
sementssteypu til 1í)l(5, en ílutti þá til Give á Jótlandi og setti nú sjálfur á stofn verk- smiðju í samskonar iönaöi (Mosaik og Ter- razzo), og liefir síðan veriÖ Imsettur í Give. AriÖ 15)28 seldi Olafur steypugerÓina og sneri sér nú aðallega að legsteinagerö. þá iön rekur hann áfram og er þekktur um allt Jótland fvrir legsteina sína, vandvirkne og orÖheldni. Ólaflur kvæntis áriÖ 15)18 danskri konu, Sorine Kerstine, f. Christian- sen, fædd i Brishane 185)4, fluttist meö for- eldrum sínum til Danmerkur 5 ára gömul. FaÖir hennar var fæddur í Larvík í Noregi, en móöir hennar var dönsk og liét Anna f. Andersen, liaföi hún flust til Ástralíu 8 ára gömul og giftist þar. Börn Ólafs og konu hans eru: Anna Ólöf, fædd 15)15), gift Sig- uröi Elíassyni, tilraunastjóra að Reykhólum; Kristján Halldór, verkfræðingur, býr í Tren- ton, U. S. A., fæcldur 15)21; Sveinn Adelhart, fæddur 15)24, stein- og myndasmiöur, giftur, meóeigandi legsteinagerðar fööur síns; Rut, skrifstofustj. í Prisdirektoratet, maöur hennar er Borge-Mohl Hansen, stud. mag., húa í Kaupmannahöfn; Ellen, fædd 15)25), stúdent, kennari viö skólan i Give, ógift; Aase Elisa- het, skrifstofumær, hýr hjá foreldrum sínum; Jón Aage, við skólanám í Herning og yngsta harn þeira er Erik, 14 ára gamall. Ólafur ann öllu er íslenzkt er og hefir þrem sinnum veriö í heimsókn á íslandi, síöan hann llulti hingaö til Danmerkur. Á SLÓÐUM ÍSLENDINGA í KAUPMANNAHÖFN IV. Ur sögu íslendingafélags. Ekki er ólíklegt, aÓ einhverjum finnist þessir pistlar mínir ómerkilegir, þar er þeir styójast eingöngu viö fundahoö félagsins, og Bogi Th. Melsteö var svo hugull aö halda lil skila, svo aö hægt yröi þó aÖ sjá fyrir seinni tima menn, að félag hafi þó verið lil meðal Islendinga hér til varöveislu þjóÖ- ernis þeirra. Er l'uröa, aó enginn hinna mörgu íslenzku fræðimanna, er hér hafa verið, skuli ekki hafa látiö neitt þaÖ skrif- legt eftir sig, er aÖ haldi gæti komiö um sögu Islendingafélags. Margir þeirra sóltu þó fundi þess og aðrir voru í stjórn þess. Nú er of seint aö gráta þaÖ. Eg held því áfram þessum pistlum, þótt fátæklegir séu. ÁriÖ 15)01 er aðalfundur félagsins haldinn Bl. janúar. Á þeim fundi er rætt um fjár- hag félagsins og framtíð þess, svo kosin stjórn. Áhyggjur um framtíó félagsins er engin nýjung, hagur þess er ofl aumur og má teljast hafa veriÖ þaÖ allt fram aö 15)40, Áriö 15)02, 1. mars, er fundur haldinn hjá Wittmack. Á fundarboóinu stendur: Hinn íslenzki söngflokkur hefir góðfúslega lofaö aö skemmta meÖ söng. Ennfremur syngur dirigenten hr. stud. juris Sigfús Einarsson sólósöng. 15)02, 11. apríl, er fundur, þar flytur Áge- Meyer Benedictsen erindi, en ekki segir á fundarhoðinu, hvaö hann tali um. 12. nóvember 15)02 er fundur haldinn hjá Wittmack, þetta mun vera fyrsti haustfund- ur félagsins þaó ár. Á fundarhoðinu stendur: Herra Hoffotograf Peter Elfelt sýnir fjölda ljósmynda marghreytilegs efnis. Næsti fund- ur er haldinn 13. desemher kl. 8 hjá Witt- mack. Hér flytur Guðmundur Finnbogason erindi um Björnstjerne Björnson, frú Emma Wulff les upp, meÖal annars „Trond£í eftir Björnson og Sigfús Einarsson syngur sóló. 1903 er fundur 3. nóvemher í Paghs Lo- kaler, Linnésgade 25, hér er „dans og aör- ar skemmtanir". Hér verður i fyrsta skifti fyrir mér merki félagsins (stimpill) stendur í því: Islendingafélag og er fálki í miöjum feldi. 2. desemher 15)03 er fundur haldinn í Linnésgade 25. Á fundarhoöinu stendur: „Rætt verður um aukinn félagsskap meöal Islendinga í Kaupmannahöfn, gjörhreyting á „Islendingafélagi“, almenna lestrarstofu og ef til vill samsteypu félaganna“. Á þennan fund var öllum Islendingum boðiÖ aö koma. Ekki verÖur þaö ráöiö af fundarboðinu, hvaöa félög þaÖ voru, sem átti aö sameina Islendingafélagi, en hér mun þá hafa veriö IÖnaóarmannafélag, sem vann sjálfstætt, og Stúdentafélagiö. Hvort þessara félaga er átt viÖ, eða livort átt er viö hæÖi, hafi þau verió tvö, veröur ekki leyst úr hér. 5. desember er dansfundur í Myginds Lokaler, Linnésgade 25, sami staÖur og aö ofan getur, en hefur nú breytt um nafn. Inugangseyrir aö fundi þessum er 50 aurai’ f\rir félaga og kr. 1 fyrir utanfélaga. A 12

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.