Heima og erlendis - 01.07.1951, Qupperneq 8
Skúli og kona hans eiga þrjár dætur, heita
|>ær Lára, og er hún elst, |)á Katla og Eltn.
Skúli hefur ávalt verið í Islendingafélagi og
sótti fundi |)ess, meðan hann hjó í Höfn,
einnig er hann í Slúdentafélaginu og hefur
áhuga fyrir öllu sem íslenzkt er. Ekki veit
eg hvort telja á hann til skálda, en heyrt
hefi eg hann fara með vel orktar vísur og
kvæöi eftir sig, og skilist hefur mér á hon-
um, að gaman [>ætti honum að laxveiðum.
porfinnur Kristjánsson.
HAFNAR-ANNÁLL
Síðasta mót íslendingafélags á |)essu starfs-
ári var 17. júní hátíÖin og haldin var í
Stúdenterforeningen, Yestre Boulevar 6 og
fór fram í „stóra salnum“, en dans og veit-
ingar fóru fram i salnum á 1. hæð. A fund-
inum munu hafa veriÖ rúm tvö hundruð
manns. Fundinum stýrÖi varaformaÖur fé-
lagsins, Ármann Kristjánsson, kaupmaður,
þareð Hoberg Petersen haföi brugÖið sér í
kynnisför til íslands með fjölskyldu sinni.
Prófessor Jón Helgason (lutti ræðu fyrir
minni íslands, frk. Guörúu Kristinsdóttir
lék á piano og frk. Elsa Sigfúss söng ísl.
söngva, aðstoÖuð af Axel Arnfjörð.
YerÖur svo ekkert um mannfundi meðal
íslendinga hér í hæ, fyr en líöur á haustið,
enda ílestir í sumarleyfi út um byggÖir
Danmerkur, heima á Islandi eÖa einhverjum
öðrum stað á hnettinum.
A vegurn Islands-heimsóknanna eru þetta
sumar, það íjóröa í rööinni, í heimsókn á
íslandi frú Carla Christensen, f. Hansen og
Bjarni Eyjólfssou, er dvaliö hafa hér 40 ár,
munu margar nýjungar verÖa á vegi þeirra
á Islandi og munu hafa frá mörgu að segja
þegar heim kemur. þaug glöddu sig eins og
harn til þessarar heimsóknar, enda hefir
þeim líka veriÖ vel tekiÓ.
Vegur minn lá nýlega um 0ster Yoldgade
og staðnæmdist eg fyrir framan nr. 12, þar
sem Jón Sigurðsson og Ingihjörg kona hans
bjuggu síðast og lengst æfi sinnar hér. A
liúsinu mun engin breyting hafa orðiö frá
því aÖ þaug lifÖu þar og minniplatan var
eins og hún á aÖ vera, hrein og vel læsileg.
Veðrið var hjart og lyngt og heitt. Eg stóð
á gangstéttinni og einblýndi á gluggan í
liornstofunni, ein rúðan var sprungin, það
voru engin merki þess, að nú hyggi þar
þjóðhöföingi. Mér kora í hug lýsing Björns
M. Olsens af heimsókn stúdenta og annara
íslendinga á heimili þeirra hjóna, Ingihjörg
var aó ryÓja horÖiÖ eftir máltíðina og hinir
ungu menn hópuÖust um Jón í hornstofunni
og nú bauö vindlana og viÖræður hófust.
Svo kemur Ingihjörg inn meó glös og vatn
í könnu — púnsdrykkjan! hlátur og sköll.
Inn i milli heyrist rödd Jóns, sterk og hrein
og æskan hluslar. Eg starði upp í gluggan
eins og eg byggist viö aÖ sjá gömlu hjónin
líta út um hann, niöur á götuna. Eg fann
anganina af íslenzka matnum, sem Ingihjörg
hafÖi framreitt, púns- og tóbaks anganina!
þessi kvöld hljóta að hafa verið ánægjuleg,
og seinna vakiÖ ljúfar minningar í hug
þeirra, er nutu þeirra — þegar gömlu hjónin
voru fyrir löngu liÖin. Ætli nokkurt hús
hér í Höfn sé ríkara af islenzkum minning-
um en þettal Var þetta hús ekki hervígi
forustumanns sjálfstæóisbaráttu íslands uffl
meira en fjörutiu ára skeið, og má ekki
segja svo, að sigurinn hafi veriö unninn
hér? Víst er, að svo langt var málunum
komiö, þegar foringinn var lagður til hinstu
hvíldar, að auösýnt var, að sigurinn var
framundan.
Sjálfsagt verður fæstum þeirra íslendinga,
er aÖ heiman koma í heimsókn hér, reikaö
um þessar slóðir, húsiö liggur ekki viö þjóó-
hraut og er í sjálfu sér ekki ólíkt öörum
gömlum húsum, og ekki hefur ihúö Jóns
verió stór eða rikmannleg, en þegar niér
finst mig vanta íslenzka angan, þá legg eg
leiö mína uin þessar slóðir, og fer þá ávalt
ríkari heim. Hér innan veggja þessa húss
var íslenzkri menning og siÓum haldiÓ hatt
á lofti.
HEI9IA 0(1 ERLENDIS
ÚTGEFANDI 0G RITSTJÓRI:
pORFINNUR KRISTJANSSON
ENGTOFTEVEJ 7, K0BENHAVN V.
★
BlaðiÖ kemur út hriðja hvern mánuð.
Verð árgangsins í Danm. kr. 4.50.
A íslandi einstök blöð kr. 2.25, árg- kr. 10.00.
AÖalumboð á Islandi: Bókaverzlun Isafoldar.
í Kaupmannaböfn: Ejnar Munksgaard, Norregade 6.
Prentað bjá S. L. Moller, Kaupmannahöfn.
24