Heima og erlendis - 01.10.1952, Blaðsíða 1
5. árg.
4. tbl.
Heima og erlendis
Um Islaml og Islendinga erlendis
Október 1952
ÍSLENDINGAR FAGNA
í KAUPMANNAHÖFN
XI. Sumarfagnaður. þetta er þriöja grein-
in í þessari syrpu og verður sú síðasta fyrst
um sinn, enda þótt enn sé af nokkru að
taka á því sviöi. jþessi fundur er haldinn
árið 1937, og læt eg fundabók Islendinga-
félags segja frá:
„Sumarfagnaö hjeltlslendingafjelagið föstu-
daginn 30. apríl kl. 8V2 e- h. (ekki stund-
víslega eins og stendur í fundarhoðinu) í
Borgernes Hus, sem er hús íhaldssinnaðra
Dana, í Rósinhorgargötu 1. Fundurinn eða
fagnaðurinn öllu heldur, var vel sóttur og
fór að áliti ritarans vel og skipulega fram.
Davíð Stefánsson — stórskáldið sem venju-
lega er kent við Fagraskóg — hjelt ágæta og
skörulega ræðu, sem skrifuð er aptan við
fundargerðina, og á eptir söng snillingurinn
með ítalska nafnið Stefano Islandi, lög þau
sem prentuð eru í fundarboðinu og ljek
Haraldur Sigurðsson að vanda undir á klóf-
ferjuna... .
Dansað var til kl. 2 og spilaði ágæt hljóm-
sveit — svo notuð sjeu enn orð fundarboðs-
ins — undir dansinum. jjetta var síðasti
fundur starfsársins 1936—1937.“
Svo fer hér á efdr ræöa Davíðs Stefáns-
sonar:
„Sá sem stígur á skipsfjöl í erlendri höfn
að áliðnu vori, og heitir ferð sinni til Is-
lands, getur átt þaö á hættu, að sjá þar alt
snævi þakið. Hann siglir hurt frá heiðbláum
himni, sáðum ökrum, laufguðum skógum,
en þegar hann kemur til Islands, sjer hann
þar ef til vill öll einkenni hins grimma
vetrar, gráa hríðarhólstra hanga yfir hvítum
klakabreiðum.
Hann sigldi frá strönd þar, sem vorið liaföi
^eyst alt úr vetrarálögum og sólin skín vor-
langan daginn. Öldungarnir höfðu kastað
loðfeldinum og litlu stúlkurnar voru komn-
ar í hvíta sokka. það var sÖDgur og angan
og gleðin dansaði í loptinu. Frá öllu þessu
verður hann að hverfa og með vorhug læt-
ur hann í haf. Ef til vill er þó hugur hans
þrátt fyrir alla erlendu dýrðina, kominn langt
á undan honum heim, skip hans veður sjó-
ina, hann svelgir hafrænuna í stað skógar-
ilmsins og loks kemur stundin mikla.
Hann sjer ísland risa úr sæ, í sinni hvítu
þöglu tign — eins og tröllmikið klakamusteri.
Vel getur farið hrollur um suma við að sjá
slika sjón, og er síst furöa, þó ókunnugir
efist um, að þetta klakabákn sje manna-
bústaður.
En íslendingurinn veit, að þetta er fööur-
land hans, landið sem gaf honum líf, sem
með dulmætti sínum kveikti heimþrá hans,
meðan hann dvaldi erlendis og seiddi hug
hans til ilugs — heim yfir hafið. Hann veit
að þarna húa yfir 100,000 manna, sem allir
þrá vorið. þarna í snjónum, þarna í klakan-
um eru þorp og hálffent hændabýli — en eld
veit hann hrenna á hverjum arni.
Heimili sendiherra íslands í Kaupmannahöfn,
A. N. Hansens Allé 5, Hellerup
25