Fagnaðarboði - 01.03.1949, Qupperneq 3

Fagnaðarboði - 01.03.1949, Qupperneq 3
FAGNAÐARBOÐI 3 Lánardrottinn nokkur átti tvo skuldu- nauta; annar þeirra skuldaöi honurn fimm hundruð denara, en hinn fimm- tíu. Nú er þeir áttu ekkert til að borga með, gaf hann þeim báðum upp. Hvor þeirra skyldi nú elska hann meira? Þetta var nú svo einföld spurning og auð- svarað. Munurinn á fimm hundruð og svo aðeins fimmtíu, var svo mikill að það lá í augum uppi, að sá, sem meira fékk uppgefið, hlaut að elska gjafarann meira, ef hann kynni að meta gjöfina. Símon svaraði og sagði: Eg hygg, sá sem hann gaf meira upp. En Hann sagði við Símon: Sér þú konu þessa? Margar erfiðari gátur hafði Símon orðið að leysa um dagana, svo viðurkenning Meistarans var ekki svo sérstök í augum hans. Þetta hefði hver sem var ályktað á sama hátt. Hvað átti nú að þýða að leggja svona einfalda spurningu fyrir hann? Það sýndi ekki, að Meistarinn byggist við að hann hefði yfir mikilli speki að ráða. Síðan sneri Hann sér að konunni og sagði við Símon: Sér þú konu þessa? Eg kom í hús þitt, og þú gafst mér ekki vatn á fætur mína, en hún vætti fætur mína með tárum sínum og þerr- aði þá með hári sínu. Þú gafst mér ekki koss, en frá því ég kom inn hefir hún ekki látið af að kyssa fætur mína. Ekki smurðir þú höfuð mitt með olíu, en hún hefir smurt fætur mína með smyrslum. Þess vegna segi ég þér: hin- ar mörgu syndir hennar eru fyrir- gefnar, því að hún elskaði mikið; en sá élskar lítið, sem lítið er fyrirgefið. Söguna um hinn gjafmilda lánardrottinn, var létt að heyra og svara. En útskýringu Meistar- ans á henni var allt annað en létt að hlusta á. Því nú kom í ljós, að það var einmitt hann sjálf- ur, sem var sekur. Enn fremur að hann hafði vanrækt það, sem honum heyrði til, sem hús- ráðanda, að auðsýna tignum gesti sínum og það var einmitt bersynduga konan, sem tók honum langt fram í elskunni. Margar afsakanir vildu þrengja sér fram, en engin þeirra átti þó rétt á sér, svo ekkert var hægt að segja. Hann, sem hafði staðið með sigurpálma sjálfs- réttlætisins í höndum sér, var nú afvopnaður, öllu sínu sjálfsréttlæti og reyndist vera sá, sem lítið elskaði. Mitt í þessari niðurlægingu sinni sá hann rísa himinháar náðarhallir, þar sem hverjum iðrandi syndara var fyrirbúinn eilífur samastaður. Nú sá hann hrundu vonirnar sínar um Immanúel Frelsara heimsins, grundvallaðar á Guðs náð, rísa hærra en nokkru sinni fyr, og þó himnaríkið væri lokað fyrir Símoni Farisea, þá stóðu náð- ar dyr þess opnar fyrir Símoni iðrandi syndara. En Hann sagði við hana: Syndir þínar eru fyrirgefnar. Syndir þínar eru fyrirgefnar, ómaði með unaði eilífðarinnar, fyrir eyrum hennar og gagntóku líkama hennar og sál. Aldrei hafði hún heyrt neitt þvílíkt, sem snart hjarta hennar, með ó- segjanlegum fögnuði og opnaði henni aðgang að Guðs dýrð. Hvað hafði skeð, svo snögglega eins og leiftur í sálu hennar. Syndirnar sem lágu svo þungt á hjarta hennar og lömuðu allan lífsþrótt hennar voru fyrirgefnar, þeirra yrði ekki minnst að ei- lífu. Þær voru ekki til framar. Dauðinn, hin skelfilegu laun syndarinnar var afmáður. Hann hafði nú ekkert vald lengur, því syndin var fyrir- gefin. Dóminn, sem ógnaði með ótta og skelfingu nótt og dag, tók hinn miskunnsami Meistari á sig og friðþægði fyrir öll afbrotin með fórnar Blóði sínu. Lausnargjaldið var meðtekið í himninum og englar Guðs lofsungu Guði fyrir miskunnar- verk Hans, því einn syndari hafði gjört iðrun. Og þeir, sem til borðs sátu með Hon- um, tóku að segja með sjálfum sér: Hver er þessi maður, sem jafnvel fyrirgefur syndir? Hver er þessi? Þannig hafa aldirnar spurt, en iðrandi syndarar fengið svarið: Eg er upprisan og lífið; sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Jóh. 11, 25. En Hann sagði við konuna: Trú þín hefir frelsað þig; far þú í friði. Konan trúði því, að Jesús væri Frelsari heims- ins, þess vegna kom hún til Hans og fékk að reyna að Hann lætur engan synjandi frá sér fara. Einar Einarsson

x

Fagnaðarboði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.