Fagnaðarboði - 01.03.1949, Blaðsíða 7
FAGNAÐARBOÐI
7
Komið til mín
Komið til min, állir þér, sem erfiðið og
þunga eru hlaðnir, og ég mun veita
yður hvíld. Matt. 11, 28.
Þessi orð talar Drottinn til allra. Við erum
öll þunga hlaðin á meðan við þekkjum ekki
þá náðargjöf, sem Drottinn hefir búið okkur,
með því að bjóða okkur að koma. Hann, sem
tók á sig allt erfiðið, svo við mættum verða
frjáls og þyrftum ekki að vera undirokuð af
verkum Satans, sem alltaf situr á svikráðum.
Hann sat um Jesú Heilagan Guðs Soninn og
bauð að gefa Honum öll ríki veraldar, ef Hann
félli fram og tilbæði sig.
Skildi Satan ekki hafa það svipað með okk-
ur, sem alltaf erum tilbúin að falla fram og
elta allt, sem heimurinn hefir að bjóða. Þannig
var það með mig, á meðan ég þekkti ekki náð
Drottins mér til handa.
Lofaður sé Drottinn. Hann sá hverjar þær
hörmungar það væru að falla fram fyrir ó-
vininum. Til þess enginn þyrfti þess, þá gaf
Hann sjálfan sig í dauðann á Golgota. Lof sé
blessuðum Drottni að Hann friðþægði fyrir
mínar syndir.
Hann var særður vegna vorra synda
og kraminn vegna vorra misgjörða;
hegningin, sem vér höfðum til unnið,
kom niður á Honum, og fyrir Hans
benjar urðum vér heílbrigðir. Jes.
53, 5.
Hann bar þyrnikórónuna til þess að Hann gæti
tekið' burt misgjörðir vorar og gefið oss kórónu
lífsins og fyrir Hans benjar urðum vér heil-
brigðir.
Eg get ekki opinberað náðarveg Drottins eins
og ég vildi í þessum fáu línum, en Hann hefir
sýnt sig náðugan í sinni dýrð. I mörg ár hefir
Hann verið okkar læknir. Þegar einhver er sjúk-
ur, þá þurfum við ekki annað en hringja til þjóns
Drottins og biðja um fyrirbæn, þá er blessaði
góði Hirðirinn búinn að létta af þjáningum og
allur kviði og dauði horfinn. Ekki eigum við
neitt hjá Guði en Hann vill sýna okkur að Hans
máttur og dýrð heldur áfram, og er jafn lifandi
Miskunn Guðs
varir að eilífu
Þakkið Drottni, því að Hann er góður,
því að miskunn Hans varir að eilífu.
Svo skulu hinir endurleystu Drottins
segja, þeir er Hann hefir leyst úr
nauðum. Sálm. 107, 1—2.
Guði sé lof, dýrð og þakkir fyrir að ég hefi
orðið náðar Drottins aðnjótandi. Hann hefir fyr-
irgefið mér syndirnar og þvegið mig af öllu rang-
læti, með sínu blessaða Blóði, sem útrann á Gol-
gota, sem sættin á milli Guðs og manna, sem
friðþægingarfórn fullkomið lausnargjald fyrir
syndir alls heimsins. Lofað sé dýrðlegt Nafn
Jesú, sem gaf sitt heilaga lif í dauðann svo við
mættum lifa eilíflega með Honum í Hans frið.
Þegar syndin er fyrirgefin, — því Jesús gjörir
fullkomið verk, — þá gefur Hann sinn blessaða
frið, sem heimurinn þekkir ekki.
Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið
gef ég yður; ekki gef ég yður, eins og
heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist
ekki né hræðist.
Jóh. U, 27.
Komið til Jesú. Hann rekur engan frá sér,
sem til Hans kemur. Það fer enginn erindis-
leysu til Hans. Hann hefir allt fyrir alla og megn-
ar að bæta úr þörfum vorum, andlegum og lík-
amlegum. Hann er hið sanna brauð, sem niður
sté af himni til að gefa heiminum líf. Hann er
einnig lífsvatnið, til að drykkja hinar sárþyrstu
sálir. I Honum er öll huggunin og hvíldin, því
Hann hefir sigrað gröf og dauða. Hann er lækn-
ir allra vorra meina.
Eg vil segja ykkur frá því að Drottinn Jesús
Kristur hefir læknað mig undursamlega fyrir
og vakandi eins og á þeim tíma þegar Hann gekk
um á jörðinni til þess að lækna, hugga og blessa.
Allt frelsið er í Jesú Kristi, til þess að höndla
frelsið þá þurfum við að vilja koma til Hans,
sem bjó okkur frelsið. Ég þakka Drottni að
Hann birtist til þess að afmá dauðann og synd-
irnar fyrir mig óverðuga.
Kristín M. Jónsdóttir.