Fagnaðarboði - 01.03.1949, Blaðsíða 2

Fagnaðarboði - 01.03.1949, Blaðsíða 2
2 FAGNAÐARBOÐI Syndir þínar eru fyrirgefnar Lúk. 7, 36—50.. En einn af Faríseunum bauð Hon- f um að eta hjá ser; og Hann for inn í hús Faríseans og settist undir borð. Farísearnir voru menn siðfágaðir og vildu ekki vamm sitt vita í neinu. Þeir vildu láta allt fara virðulega fram, sem tilheyrði trú og Guðs- dýrkun Gyðinga, en forðast allt ofstæki og trú- arofsa, á líkan hátt og þeir eru þekktir fyrir í dag. Þeir voru þegar tilbúnir að mæta frammi fyrir Dómara alls jarðríkis óttalaust, þar sem þeir fundu sig ekki vera seka um neitt og þurftu því ekki, að fá fyrirgefningu á neinu. Bikarar þeirra voru svo vel hreinsaðir hið ytra og litu svo fagurlega út. Það var einn af Faríseunum, sem hafði boðið Drottni til máltíðar, allt skyldi nú fara sómasamlega fram. Nú hafði Símon svo gott tækifæri, til að athuga Orð og framkomu Jesú, sem svo margir trúðu, að væri spámaður. Nú skyldi hann ganga úr skugga um hvort það væri á nokkrum rökum byggt og hvort að kenn- ingar Hans kæmu ekki í bága við Lögmálið og Spámennina. Það væri fyrst og fremst verk Farí- seanna, að vaka yfir því, að Lögmál Guðs yrði ekki fyrir lasti. En sjá, þar í bænum var kona nokkur bersyndug. Ekkert var Fariseum fjarlægara en að hafa nokkur mök við bersynduga menn. Þeim var svo vel ljóst, að syndin er þjóðanna skömm og Lög- málið sýndi þeim svo ljóslega, hver viðbjóður syndin er í augum Guðs. Og þegar hún varð þess vís, að Hann sat yfir borði í húsi Faríseans, kom hún með álábastursbuðk með smyrsl- um, stóð fyrir aftan við fætur Hans grátandi, og tók til að væta fætur Hans með tárum sínum og þerraði þá með höfuðhári sinu, kysti fætur Hans og smurði þá með smyrslunum. Nú var bersynduga konan komin inn í hús Faríseans, og þó að það væri ekki til að prýða hópinn í hans augum, þá var þó gott að sjá, hvernig boðsgesturinn tæki nærveru hennar. Sjálfsagt mundi Hann forðast návist hennar, svo að hún saurgaði Hann ekki. Nú nálgaðist hún Meistarann og stóð fyrir aftan við fætur Hans, þar sem minnst bar á og tók til að gráta, svo að tár hennar hrundu niður á fætur Hans. Nú þerrar hún fætur Hans með hári sínu og allt þetta lætur Meistarinn óátalið. Hún kyssir fætur Hans. Hvað ætlar úr þessu að verða? Þarna er hún þá með alabastursbuðk með smyrslum, og hellir þeim yfir fætur Hans og smyr þá með þeim. Símon fann varla hinn yndis- lega ilm smyrslanna fyrir undrun. Það var ó- hugsandi að Hann væri spámaður, þá mundi Hann ekki hafa þolað slíkt af hinni bersyndugu konu. En er Faríseinn, sem Honum hafði boðið, sá þetta, sagði hann með sjálf- um sér: Væri þessi maður spámaður, þá vissi Hann, hver og hvers konar kona það er, sem snertir Hann, að hún er bersyndug. Hvað þurfti nú Símon framar votta við? — Sjálfur hafði hann séð, með sínum eigin opnu augum, allt, sem fram fór og ekki var að sjá annað, en að Meistarinn léti sér það allt vel líka. Enginn Farísei mundi þó hafa þolað annað eins af bersyndugri konu og það opinberlega, þar sem svo margir sátu til máltíðar með Honum. — Hvernig var hægt að fyrirgefa slíkt? Augun og heilbrigð skynsemi, hafði þegar kveðið upp úr- skurð sinn: Það er óhugsandi að þessi maður sé spámaður. Og Jesús svaraði og sagði við hann: Símon, ég hefi nokkuð að segja þér Og hann mælti: Seg þú það, Meistari. Þó að skap Símonar væri nokkuð órólegt af viðburðunum, þá lét hann þó á engu bera. Gjarn- an hefði hann viljað að Jesús stæðist prófið, svo margt hafði hann heyrt og séð af kærleiks- verkum Hans. Já, jafnvel vonað að Hann væri hinn fyrirheitni Messías, sem koma ætti í heim- inn, samkvæmt spádómunum, sem honum voru svo vel kunnir. Nú höfðu þessar vonir hans hrunið. Enn mundi verða langt að bíða hins langþráða endur- reisnartíma. Hvað skyldi nú Jesús ætla að segja? J

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.