Fagnaðarboði - 01.03.1950, Page 8
8
FAGNAÐARBOÐI
Draumurinn
Þegar ég var ungur, kom Fredrik Fransson
þangað sem ég átti. heima og þá varð vakning
þar. Margir komust yfir á Guðs veg. Eg var
einnig með, það er að segja, ég hreyfst af And-
anum, beygði kné mín, en það varð aldrei algjör
uppgjöf. Eg sameinaðist söfnuðinum, var settur
í kórinn, og gekk einnig inn í unglingadeildina.
Þetta var allt talið lofsamlegt. Eg var oft óró-
legur yfir þeirri hugsun, að það væri eitthvað
milli mín og Guðs, sem væri óuppgert, ég hugg-
aði sjálfan mig með því, að ég mundi lifa lengi
og þá gæti ég að lokum fært allt í lag, og komist
síðan inn í himininn.
Tíminn leið og allt virtist vera í lagi, þar til
Guð mætti mér í draumi. Mig dreymdi að það
var skínandi bjartur sunnudagsmorgun og allur
söfnuðurinn og unglingafélagið væri á leið til
himins, með járnbrautarlest, er legði á stað kl.
7, frá Austurbrautarstöðinni. Allar götur voru
fullar af fólki, er flýtti sér sem mest það mátti,
til þess að ná lestinni. Eg fylgdist einnig með,
en þegar ég kom á stöðina, sá ég að allt var orðið
fullt. Lestin var orðin troðfull og búið að loka
öllum dyrum. Meðfram endilangri lestinni var
löng stöng, sem handfang, er hægt var að halda
í ef maður gæti þrengt sér það nærri. Þetta tókst
hjá mér, ég þrengdi mér fram, náði taki á stöng-
inni og fótfestu fyrir annan fótinn, á gangbrún-
inni.
Lestin lagði af stað. Enn get ég séð fyrir aug-
um mér, þá ofboðslegu skelfingu, er var uppmál-
uð á andlitum þeirra er eftir urðu. Nokkru síðar
heyrði ég allt í einu kallað með þrumandi röddu,
að allir þeir, sem væru utan á lestinni og héldu
sér í stöngina yrðu að flýta sér inn í hana,
annars mundu þeir merjast sundur í jarðgöng-
unum, er lestin færi brátt gegnum. En lestin var
full, dyrunum lokað og enginn gat komist inn.
Allt í einu sáum við hvar lestin var að byrja að
fara inn í fjallið, en jarðgöngin voru svo þröng,
að ekki svo mikið sem eitt strá gat rúmast á milli
lestarinnar og veggjanna. Þá kvað við gegnum-
skerandi neyðarvein frá öllum þeim er héngu
Heyr þitt kall
Einn serafanna flaug þá til mín; hann hélt á
glóandi steini, sem hann hafði tekið af altarinu
með töng; og hann snart
munn minn með stein-
inum og sagði: „Sjá,
þessi hefir snortið var-
ir þínar; misgjörð þín er
burt tekin og friðþægt
er fyrir synd þína.“
Þá heyrði ég raust
Drottins, Hann sagði:
„Hvern skal ég senda?
hver vill vera erindreki
vor.“ — „Eg sagði: „Hér er ég, send þú mig!“
Jes. 6, 6—8.
utan á. I hræðsluæðinu, sem greip mig missti ég
taki af stönginni og féll aftur yfir mig niður i
gljúfrin. Þar með vaknaði ég. Fyrstu mínútun-
um á eftir get ég ekki lýst, en þegar ég komst
smátt og smátt til meðvitundar um að ég væri
ennþá á jörðinni og lá í rúmi mínu heima hjá
pabba mínum og mömmu, fór ég þá að hágráta,
skreiddist fram úr, kraup við rúmið mitt o gafst
með öllu í Guðs hönd.
Þið ungir eða gamlir, sem lesið þetta, og eruð
í sama ástandi og ég var, að þið eruð með, eða
þið eruð hlyntir kristilegu starfi, en hafið ekki
látið frelsast, — munið það, að það eru aðeins
þeir, sem eru inni í lestinni er komast alla leið.
Hinir munu allir merjast í sundur í jarðgöng-
unum.
Enginn veit hvenær lestin leggur á stað, hraða
þér því í dag að komast inn áður en það er orðið
of seint. GuÖjón Gíslason þýddi.
3. árg. 1950 3. tölublað
Gefið út af Sjálfseignarstofnuninni Austurgötu 6
Hafnarfirði. — Simi 9075
Ritnefnd: Einar Einarsson, Frímann Ingvarsson
og ögmundur Jónsson.
Fagnaðarboði kemur út þrisvar á ári 8 bls. Verð 1 kr.
blaðið. Þeir, sem óska eftir að fá blaðið sent, sendi
afgreiðslunni nöfn sín og heimilsfang.
Gjalddagi blaðsins er fyrir áramót.