Fagnaðarboði - 01.01.1953, Blaðsíða 6

Fagnaðarboði - 01.01.1953, Blaðsíða 6
6 FAGNAÐARBOÐI innri byltingar í sálarlíf okkar svo sjáandi sjá- um vér. Hið yfirnáttúrulega verður aldrei fullkomlega útskýrt og hið andlega verður aldrei greint með mannlegum augum. Guð okkar er enginn mann- vera. Hann er undranna Drottinn. Nú á okkar dögum er Guð að vígbúast til lokauppskerunnar meðal hinna sjúku. Hann hefur sent votta sina til allra þjóða, votta, sem við höfum kallað ,,lækningapredikara“ (hel- bredelses-evangelister). Þessir menn eru ekkert annað en vottar trú- arinnar, er flytja állan boðskapinn óskertan, það, sem við allir ávallt hefðum átt að gera. Og nú er Drottinn að bæta okkur skaðann. Tíminn er kominn, þegar við verðum að leggja við hlustirnar svo við fáum héyrt hvað Andinn segir söfnuðunum á þessum síðustu tímum. Brennandi í trúnni eigum við að flytja þann boðskap, sem við í fyrstu fengum frá Drottni sjálfum. Herrann Drottinn hefir gefið mér lærisveina tungu, svo að ég hefði vit á að styrkja hina mæddu með orðum mínum; Hann vékur á hverjum morgni, á hverjum morgni vékur Hann eyra mitt, svo að ég taki eftir, eins og lærisvein- ar gjöra. Herrann Drottinn opnaði eyra mitt og ég þverskallaðist eigi, færðist ekki undan. Jes. 50, —5. TREYSTIÐ DROTTNI. Þýtt úr Hjemmets Venn, Trondheim. Qcrisi áskri$endur ALMENNARSAMKOMUR BOÐUN FAGNAÐARERINDISINS Austurgötu 6 — Hafnarfirði Sunmuiaga kl. 2 og 8 e. h. Þriðjudaga kl. 8 e. h. Fimmtudaga kl. 8 e. h. Laugardaga kl. 8 e. h. Gefið út af Sjálfseignarstofnuninni Austurgötu 6 Hafnarfirði. Sími 9075. — Afgreiðsla sama stað. Áætlað er að 5 blöð komi út þetta ár. Árgjald blaðsins er kr. 5 en í lausasölu kr. 1,25 eintakið. Bréf. Heil og sæl! (Ég leitast við í mínum veikleika, að senda þér þetta bréf, sem svar við befðni þinni. Ég bið Drottinn náðarinnar um að gefa þér skiling á því, sem Hans er, svo málið verði þér ljóst. Náð og friður Krists Jesú sé með öllum, er sannleikann elska). Þegar ég les Fagnaðarerindi Jesú Krists Guðs Sonar, finn ég hvergi með einu orði gefið til kynna nema eina trú. Trú, sem byggist á Orðum og boðum Hans, sem er höfundur og fullkomnari trúarinnar, Jesú Krists. Hvorki í nýja né gamla Sáttmálanum er með einu orði talað um andatrú, en víða í Ritningunni er talað um andavillur og jafnframt varað við þeim. Eigi skal nokkur finnást hjá þér, sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegnum éldinn, eða sá er fari með galdur eða spár eða fjölkyngi, eða töframaður, eða gjörningamaður eða sœr- ingamaður eða spásagnamaður, eða SÁ ER LEITI FRÉTTA AF FRAMLIÐNUM. Þvi að hver sá, er slíkt gjörir, er Drottni andstyggileg- ur, og fyrir slíkar svivirðingar rekur Drottinn, Guð þinn, þá burt undan þér. Mós. 18,10—12. Allir, sem vilja leita og elska sannleikann, leita til Hans, sem er SANNLEIKURINN. Jesús er sannleikurinn og ef við viljum hann þá leitum við til Hans. Ég geri ráð fyrir að þyrstur maður leiti að hreinu lindinni og drekki af henni, ef hann á kost á því, 'hve margar gruggugar lindir, sem kunna að renna við hlið hinnar hreinu. Svo er það um sannleikann. Ef við leitum til Hans, sem er sannleikurinn, þá finnum við sann- leikann. Fyrst nú margir Ritningarstaðir vara okkur við villukenningunum, en enginn, sem bendir okkur í þá áttina, heldur allir frá þeirri synd og villu, því ættu þá ekki allir, sem sann- leikann vilja, að hafna slíkri tilbeiðslu við óvin alls réttlætis. Margir hyggja ekkert að hvað sannleikans er og vilja alls ekkert með hann hafa. En aðrir vegir en friðþægingarvegur Jesú Krists eru frá öðrum en Guði Föður. Það sýnir Guðs góða Orð oss í Orðskv. 16, 25. Margur vegurinn virðist greiðfær, en endar þó á hel- slóðum. Allir spámenn Ritninganna og Jesús Kristur sjálfur, sem veitir oss alla þekkingu á Guði, og hinir trúu lærisveinar Hans, er tóku við Gleði-

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.