Fagnaðarboði - 01.01.1953, Side 7

Fagnaðarboði - 01.01.1953, Side 7
FAGNAÐARBOÐI 7 boðskapnum af Honum, flytja allir einum munni Hjálpræði Guðs til fyrirgefningar syndanna, hreina og fullkomna sáluhjálp fyrir hvern, sem til Krists kemur, og Hans boðum og lögum hlýðir. Hann kom til þess að veita öllum eilíft líf. Allir, sem af Honum eru fæddir og fræddir hafa því eilíft líf með Honum. Þeir eru Krists vottar í dag, með því að þeir lifa í Honum og Hann í þeim, svo daglega veita þeir Hans skipunum við- töku til þess að gera Hans vilja. Þeir einir vita að Jesús Kristur er lifandi Frelsari, sem þegið hafa af Honum frelsið. Þar efast enginn um, að allt er líf og enginn dauði fyrir þá, sem trúa á Hans upprisukraft. Trúa! — Hvað er nú það? Það er að finna, lifa og þjóna samkvæmt þeirri kenningu, er Guð hefur búið okkur, sem endur- leystum börnum, svo við erfum Guðsríkið eins og okkur er búið í sigri Jesú Krists, með rétt- læti Hans. Heyr og athuga það, að Hjálpræði Guðs var til á undan manninum, frá upphafi gjöf frá Guði til mannsins. Hann var að sönnu þekktur fyrirfram, áður en veröldin var grundvölluð, en var opinberaður i lok tímanna vegna yðar. I. Pét. 1, 20. 1 Hjálpræðinu megir þú svo þekkja kærleika Guðs til þín, og reynast eftir að endurfæðingin hefur átt sér stað, í elskunni til Hans, — hvort þú vilt elska Guð eða hata Hann. Að elska Hann er að halda Hans boðorð, að hata Hann, er að rang- færa Guðs Orð og boða þar með lygina, sem er verk djöfulsins. Úti gista hundarnir og töframennirnir og frillulífismennirnir, og manndrápararnir og skurðgoðadýrkendurnir og hver, sem élskar og iðkar lygi. Opb. 22, 15. En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viður- styggilega, og manndrápara og frillulífismenn og töframenn, og skurðgoðadýrkendur og alla lyg- ara — þeirra hlutur mun vera í díkinu, sem logar af eldi og brennisteini, sem er hinn annar dauði. Opb. 21, 8. Sannkristnir menn vita, að Satan er höfund- ur lyginnar. Um hann segir Jesús í Jóh. 8, 44.: Hann var manndrápari frá upphafi og stendur ekki i sannleikanum, því að sannleiki er ekki i lionum; þegar hann tálar lygi, talar hann af sinu eigin, þvi að hann er lygari og faðir lygarans. Getur andatrúin verið huggunarboðskapur til syrgjandi manna, sem eru að farast úr sorg og angist af því að ástvinirnir eru horfnir þeim? Nei, blekking getur aldrei huggað nokkurn mann. Það er sannleikurinn, sem gerir okkur frjálsa. Hinn sæli Job þekkti leiðina í þrengingunum og ástvinamissinum. Þá er hann féll fram fyrir Guð og tilbað og þakkaði. Nakinn kom ég af móðurskauti og nákinn mun ég aftur þangað fara; Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri Nafn Drottins. Job. 1, 21. Við lesum um ríka manninn í Lúk. 16, 30—31. En hann sagði: Nei, faðir Abraham, en ef ein- liver frá hinum dauðu kæmu til þeirra, þá mundu þeir gera iðrun. En hann sagði við liann: Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, munu þeir ekki héldur láta sannfærast, þótt einhver risi upp frá dauðum. Við heyrum að ríki maðurinn biður um að einhver af hinum dauðu fari til bræðra sinna, þá myndu þeir gera iðrun. Nú vissi ríki maðurinn að það var iðrunar- leiðin, sem gilti fyrir bræður hans. Sú leið, er hann ekki sinnti í lifanda lífi og missti þess- vegna af. Abraham tók ekki í sama strenginn og breytti ekki um hugarfar frá því sem hann þjónaði hér. Hann sagði: Þeir hafa Móse og spámennina, og aftur ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum mundu þeir ekki heldur láta sannfærast þótt einhver rísi upp frá dauðum. Abraham talar einnig í Lúk. 16 kap. um mik- ið djúp staðfest; til þess að þeir, sem vilja fara héðan yfir til yðar, geti það ekki, og að menn 'komizt ekki þaðan yfir til vor. Ríki maðurinn vissi nú, hvað iðrun meinti en nú var það of seint fyrir hann. Samkvæmt Lúkas 16. kap. átt þú engan að- gang að vinum þínum og þeir ekki að þér. 1 Kristi hafa þeir hvíld og hvílast, sem dánir eru í Honum. I Hans lífi sameinast hin alsæla hjörð. Ein hjörð og einn hirðir. Guð bjó öllum, sem til Krists koma eilíft líf í Jesú Kristi. Honum, sem afmáði dauðann og að engu gerði hans mátt svo allir, sem Kristi hlýða lifa Honum alltaf. Ef þú vilt vera sannleikans megin, þá heyr þú raust Jesú, hvað Hans Orð segjá þér, svo þú sért Hans vottur. En ef þú vilt það ekki, þá

x

Fagnaðarboði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.