Fagnaðarboði - 01.01.1953, Síða 8

Fagnaðarboði - 01.01.1953, Síða 8
8 FAGNAÐARBOÐI hefur þú frjálsræði til þess að velja. Komið til mín! segir Jesús. Eftir dauðann er of seint að iðrast. f dag bíður Jesús þér samvist við sig í dýrð Guðs, hvar engin synd né dauði er, en líf og kærleikur HANS ANNAST ÞIG. Sumir andatrúarmenn vilja benda til ummynd- unarfjallsins, þá er Guð birti dýrð Jesú til læri- sveinanna, svo að þeir vottar Hans vissu að Hann hafði umgengni á himni og jörðu. Guðs kærleik- ur birti þeim: Þessi er minn elskaði Sonur, sem ég hefi velpóknnn á; hlýðið á Hann. Matt. 17, 5. Móse og Elia töluðu ekki við lærisveinana og lærisveinarnir ekki við þá. Hér er ekki um neina sönnun að ræða, sem andatrúarmenn geta vitn- að til. Hér er eingöngu sönnun Guðs um sinn elskaða Son, sönnun sem hefur ekki og mun aldrei breytast frá Hans hendi. Sá, sem hlýðir á Soninn hlýðir á Föðurinn. Þetta er það, sem vottar Jesú Krists gera í dag. Þeir hlýða á Soninn í Heilögum Anda. Heyrði ekki Pétur Krist á móti lygi Ananí- asar og Saffíru. En Pétur mælti: Ananías, hví fyllti Satan hjarta pitt, svo að pú skyldir Ijúga að Heilögum Anda og draga undan af jarðarverðinu? Post. 5, 3. Pétur mælti pá til liennar: Hvernig gátuð pið orðið sampykk um að freista Anda Drottins? Post. 5, 9. Jesús Kristur sagði til safnaðanna sjö: Hver, sem eyra hefir liann heyri, hvað Andinn segir söfnuðunum. Opb. 2, 7. Heyrið hvað ANDINN segir söfnuðunum, en ekki andarnir eða miðlarnir. Daníel spámaður talaði um einn Guð og Heil- agan Anda, en Nebúkadnezar talaði um guðina og þar af leiðandi andana. Af Fagnaðarerindi Jesú Krists eigum við að læra, að það er Sannleiksandinn, Andinn Heil- agi, sem Drottinn gefur sínum. En andarnir eru frá óvininum, útsendir til þess að vinna hans verk, tala hans máli og útiloka mannssálina frá sáluhjálpinni, sem Jesús Kristur kom til þess að veita og um leið aðganginn að himnaríkinu. En Andinn segir berlega, að á síðari tímum muni sumir ganga af trúnni, er gefa sig að villu- öndum og lærdómum illra anda. I. Tím. 4,1. Enda ég svo línur þessar með bæn um að les- arinn athugi málið frá sjónarmiði Fagnaðarer- indis Jesús Krists, en ekki mannlegs hyggjuvits. Guðs Orð segir, að allar hugsanir mannsins séu hégómlegar. Guð gefi oss auðmýkt, því auðmjúkum veitir Hann náð. Það er auðmýktarleysi að vita betur en Guðs eilífa Orð kennir. Orð Jesú: Ég er upprisan og lífið; sá sem trúir á mig, mun lifa pótt hann deyi. Jóh. 11, 25. Guðrún Jónsdóttir. Eg veit að Jesús lifir. Ég vil lofa Drottin minn og Frelsara, Jesúm Krist, og bera vitni um náð Guðs mér auðsýnda. En mig skortir orð, því þegar ég hef flúið til Drottins, hefir Hann ávallt svarað og gert verkið í sinni ríku náð. Ég vil segja frá dásamlegu kraftaverki, er Drottinn gerði á mér fyrir 16 árum. Þá veiktist ég af hálsbólgu. Hálsinn bólgnaði utan sem innan og virtist alveg vera að lokast. Ég gat engu rennt niður og hitinn var mjög hár. Þá var Guðrún Jónsdóttir beðin að koma til mín og biðja fyrir mér. Hún kom og bað Drott- inn Jesúm að lækna mig. Pabbi og mamma krupu einnig til bænar. Er þau stóðu upp eftir bænina hrópaði ég: „Pabbi, mér er alveg batnað.“ Þau urðu sjónarvottar að því að bólgan rann úr hálsinum og að ég varð alheil, borðaði og drakk. Drottinn Jesús hefur verið minn einasti lækn- ir í mörg ár. Hann hefur mörgum sinnum læknað mig er Guðrún hefur beðið fyrir mér og þar á meðal læknað mig af miklu brjóstameini. Mér er ljóst, að það er ekki mér að þakka, heldur Guðs gjöf í Jesú Kristi. „En Hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða; hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á Honum, og fyrir Hans benjar urðum vér heilbrigðir“. Jes. 53, 5. Dýrð og þakkir séu Drottni Jesú Kristi, sem ég má ekki og vil ekki gleyma. Guðbjörg Einarsdóttir. 1 tbl. 1953 6. árg.

x

Fagnaðarboði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.