Fagnaðarboði - 01.03.1958, Blaðsíða 4

Fagnaðarboði - 01.03.1958, Blaðsíða 4
4 FAGNAÐARBOÐI Svarbréf 1958 (Framhald). Heil og sæl, sannleiks-elskandi. Náð Guðs og friður sé með Hans elskuðu. Þú átt ekki von á því, að ég ávarpi þig hér í þessu tölublaði Fagnaðarboða, þar sem engin grein var fyrir því gerð í síðasta svarbréfi mínu. En þar eð þú spyrð í bréfi þínu svo: Geta illir andar ef ekki er verið vel á verði ,haft greiðari aðgang að mönnum, en við almennt gerum okkur grein fyrir? Þú biður um svör, naglfest með Orði Guðs, og þá skulum við lesa nútímann í I. Tím. 4, 1—2. Andinn segir berlega, að á síðari timurn muni sumir ganga af trúnni, er gefa sig að villu-öndum og lcerdómum illra anda, fyrir yfirdrepskap lýgimælenda, sem brennimerktir eru á sinni eigin samvizku. Ganga af trúnni — það lætur einkennilega í eyrum. Þar sem talið er, að í kristnu landi séu allir uppfræddir í Trúar-Orði Ritningarinnar, þá er ekkert líklegra, en að allir þekki þá sönnu trú, sem Kristur er höfundur að. Ástæða er því til þess, að allir, sem uppfræddir eru í trúnni, gangi fram í henni. En hafi þeir ekki hlotið uppfræðslu í Orði Guðs, er einskis að vænta og einskis að krefjast. Ekki er því hægt að tala um, að þeir gangi af trúnni. En þeir, sem ganga af vegi trúarinnar ganga þar með inn á veg synda og lygablekkinga. Er því mikil ástæða fyrir trúarinnar börn, að vera vel á verði, og ÞEKKJA ÁVÖXTINN. Ekki er þar með sagt, að þeir, sem ganga af trúnni, geri það svo berlega ,að þeir verði augljósir svo á villuveginum, sem æskilegt er, svo þeir með tál- snörum vantrúarinnar fái ekki tælt neinn með sér. Til dæmis geta menn, sem ganga af trúnni, viður- kennt í orðum á einhvern hátt verk Meistarans, en þeir afneita jafnframt KRAFTI TRÚARINNAR. Hvað gagnar sú trú, sem ekki verkar í þeim krafti, sem deyðir syndanna kraft og leiðir fram hinn yfirgnæf- andi sigurmátt Frelsarans, svo jafnvel féndur Hans urðu alteknir þeim krafti gegn vilja sínum. Þeir, sem ganga af trúnni gefa sig villu-öndum og lærdómi illra anda. Slíkan veg ganga þeir inn á og því- líkan ávöxt bera þeir. Auðvitað kenna þeir svo sína lærdóma og útbreiða þá. Og alltaf eru einhverjir og það allt of margir, sem af vanþekkingu láta villast og leiðast af blekkingum Satans. Ef allir væru í trúnni og elskuðu sannleikann, þá mundu þeir vera á verði, til þess að slíkir útsendarar myrkursins kæmust ekki inn í þeirra líf, fengu ekki stolið hjörtum þeirra um há- bjartan dag, því Kristur Jesús er dagsins ljós öllum þeim, sem trúa; þeir, sem trúa þekkja Hann og lifa Honum, sem er LlFIÐ. Með því að mennirnir leyfa valdi myrk- ursins að blinda sig opna þeir illu öndunum leið, gefa þeim greiðan aðgang að hjörtum sínum. Þeir, sem leita ekki sannleikans til Iífs og frelsis, því — allt megnum við fyrir sannleikann, en ekkert á móti honum. — Mér skilst á spurningu þinni, sannleiks-elskandi, að þig langi til að vita, hvort illir andar hafi greiðari aðgang að mönnum, ef þeir eru ekki á verði. Það kemur af sjálfu sér hvað snertir lygimælendur þessa, sem hér um ræðir, að þeir fóru af verðinum og gáfu hinu illa leiðina, og tóku ,,vörn“ á þeirri leið hörm- unganna. Þéss vegna er nauðsynlegt, að öll Guðs börn hafi gætur á sjálfum sér, gefi gætur að kenningum Krists og víki hvergi frá Orðum Ritningarinnar. Við séum vakandi í Guðs eilífu lögum og boðum, samkvæmt því, sem Guð býður okkur. Þessir lygimælendur segjast svo sem vera að lesa úr Ritningunni. En þeir gleyma, að Satan gerir það líka. En munurinn er sá, að Ritningin er Guðs til mannsins, og Guð stendur í elsku og trúfesti í öllu sínu og uppfyllir allt sitt sínum elskuðu til handa. En aftur á móti óvin- urinn, hann veit vel hvað í Ritningunni stendur, en um- snýr Orði hennar með kænsku sinni öllum til bölvunar, sem sjá ekki við tálbrögðum hans. Ritningin taiar um Guðs kærleika auðsýndan okkur mönnunum, til þess að við fyrir hann hljótum líf. Óvin- urinn vill fá okkur til þess að álíta, að okkur sé borgið án Guðs ráða og laga. Þess vegna situr hann um okkur, reynir með öllum kænskubrögðum sínum, að fá okkur til þess að hafna veginum með Frelsaranum, þeim vegi, þar sem eilíf Guðs dýrð skín til Hans elskuðu barna, svo dýrð Krists fái skinið með þeim, þar eð þeir þekkja sannleikann og berjast fyrir sannleikanum. Sumir telja, að ekki sé um að ræða neina illa anda í mönnum nú á dögum, eins og var á dögum Krists. Þeir vilja hylja eða fela fyrir sér og öðrum hið illa vald, — verja þar með mátt hins illa. Okkur þarf ekki að undra það þótt lygimælendur geri slíkt og þetta, því þeir hafa gengið inn á þá braut, að hýsa hið ,,vonda“, gefa því rúm í sinni eigin þjónustu, þar eð þeir afneita krafti Guðs, svo hið illa vald fær allt rúmið. Við menn- irnir gerum okkur ekki ætíð ljóst, hve óvinurinn er slunginn í sínu táli. En ein er leiðin: — Vakið og biðjið — til sigurs. Á báðar hliðar er hægt að tala um vöku. Vöku í Jesú Kristi, sannleikanum. — Vöku í verki óvinarins, í að stríða á móti Guðsdýrð. Bæn á báðar hliðar, trúar- bæn annars vegar, — fals-bæn hins vegar með tál- drægni syndugra manna. Orð á báðar hliðar — Orð trú- arinnar, og orð lyginnar. Guðs góði Sannleiks Andi er albúinn til þess að fræða,

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.