Fagnaðarboði - 01.03.1958, Blaðsíða 3

Fagnaðarboði - 01.03.1958, Blaðsíða 3
FAGNAÐARBOÐI 3 hún ekki einu sinni getað hreyft sig. Nú leit hún undr- andi til hans og sagði: „Mér er þetta með öllu óskiljan- legt. Nú finn ég hvergi til, allar þrautir og þjáningar eru horfnar, og ég get hreyft mig“. Hann flýtti sér til hennar fagnandi og sagði: „Þú ert orðin heil, alheil, Bianca“. Og nú lét hann ekki standa á sér, að segja henni frá því, að kvöldið áður hafði hann lesið í Guðspjallinu frásögnina um það, er Jesús vakti Lazarus upp frá dauðum, og að lokum sagði Eugen: „Og nú hefur Jesús læknað þig, Bianca“. Þetta virtist Biöncu allt svo furðulegt, að hún gat naumast trúað því, en þegar hún reyndi að fara fram úr rúminu og stíga í fæturna, þá var ekki um neitt að villast, — hún var orðin alheil. Hún neytti nú næringarríks morgunverðar og gekk síðan með manni sínum út í bæinn. Máttarverk Drottins var fullkomnað. Þegar Eugen, yfirkominn af ótta og kvíða um líf konu sinnar, hafði heitið Drottni, að yfirgefa að fullu hring- leikhúslífið, hafði hann engan veginn gert sér ijóst, hvað það mundi hafa í för með sér. Nú var eftir að efna heitið, uppfylla gefið loforð. Þessu fylgdu marg- víslegir erfiðleikar, og það reyndist oft torvelt, að halda stefnunni og bregða ekki af leið, því margar voru freist- ingamar. Eugen og Bianca fengu nú, vegna frægðar sinnar og hæfni, hvert tilboðið öðru aðgengilegra frá hinum ýmsu fjölleikahúsum, en Eugen hafnaði þeim öllum. Hann beið þess þolinmóður, að Drottinn vísaði honum veg- inn. Þau hjónin sóttu nú iðulega samkomur, þar sem Fagnaðarerindið var boðað og leituðust við, að skilja ráð Drottins þeim til handa. Hvað Eugen snerti var breytingin algjör og næstu mánuði mótaðist hann æ meir og uppbyggðist í trúnni. Frelsisverkið risti dýpra og altók hjarta hans, sem fylltist einlægri þrá, til þess að fylgja Jesú. Því meir, sem hann las og kynnti sér Heilaga Ritningu, því inni- legra varð samfélag hans við Drottin. Öðru máli var að gegna með Biöncu. Hún þráði stöð- ugt að komast aftur í fjölleikahúsin og saknaði hylli fjöldans, lófaklapps og fagnaðarláta aðdáenda sinna. En tíminn leið, og Eugen var enn hulinn vilji Drottins eða ætlun hans með þau. Þau vissu ekki hvað gera skyldi en einhvern veginn urðu þau, að vinna sér fyrir lífsnauðsynjum. Þrautalendingin varð nú sú ,að þau tóku aftur upp sinn fyrri starfa. Bianca hlakkaði til þess að fá aftur að sýna sig á fimleikasviðinu og Eugen varð einnig, satt að segja, feginn að fá aftur eitthvað víst starf að ganga að, eftir alla óvissuna og fálmið. Hann var vel fyrirkallaður og í góðri þjálfun um kvöld- ið, þá er þau komu aftur í fyrsta sinn fram á sviðið og mannfjöldinn lét óspart í ljós hrifningu sína með mikl- um fagnaðarlátum. En allt í einu skeði það, sem nær hafði kostað Eugen lífið. Þetta sýningar-atriði þeirra útheimti svo mikla ná- kvæmni, að ekki mátti skeika hársbreidd, þá var voð- inn vís. En nú urðu einhver mistök í hinum nákvæma útreikningi og hann náði ekki í slánna, sem hann átti að grípa um og nú féll hann niður þaðan sem hann var, efst uppi undir hvolfþaki fjölleikahússins. Svipur Eugens var alvöruþrunginn, er hann tók við hylli mannfjöldans, og þegar hann gekk burt af fim- leikasviðinu, vissi hann, að þangað mundi hann aldrei stíga fæti sínum framar. Þetta var ekki lengur hans heimur, svo þangað átti hann ekkert erindi framar. Honum var það fullkomlega ijóst, að það var náðar- verk Drottins, að kaðallinn losnaði, á hinni örlagaríku stundu, þegar ekki mátti skeika broti úr sekúndu, og að það hafði orðið honum til lífs. Drottinn hafði þyrmt lífi hans og því skyldi hann héð- an í frá helga það Drottni. Heill og óskiptur skyldi hann tilheyra Frelsara sínum. Þetta urðu sár vonbrigði fyrir Biöncu. Maður hennar lét engan bilbug á sér finna, að nú hefði hann fyrir fullt og allt kvatt sirkus-lífið. Hún leyndi því ekki, að þessi ákvörðun hans var henni mjög á móti skapi, hinn fasti ásetningur hans, að helga alla krafta sína þjónustu í fátækrahverfi Lun- dúnaborgar. Henni bókstaflega bauð við því, að dvelja og eyða stundum sínum meðal þessa ógæfusama fólks. Þetta urðu á margan hátt erfið ár fyrir Eugen. Þau bjuggu við þröngan kost, voru afar fátæk og afstaða Biöncu til þjónustu Eugens orsakaði kuida þeirra á milli og fjarlægði þau hvort frá öðru. Allt þetta jók á þá erfiðleika, sem Eugen átti við að stríða í starfi sínu. Og nú liðu árin, hvert af öðru. Jesús stóð við hjartadyr Biöncu og knúði á. En svo kom sú stund, að hún einnig beygði kné sín við kross Krists. Engin orð fá lýst gleði Eugens, þegar kona hans tók við frelsinu. Eflaust hafa hin erfiðu ár átt sinn ríka þátt í því, að Eugen varð æ hæfari til starfsins og er hann hafði þjónað þarna dyggilega í fátækrahverfinu fékk hann og kona hans köllun til þjónustu í Belgisku-Kongo, í Afríku. Þar fengu þau náð til þess að flytja Fagnaðar- boðskapinn hinum dvergvöxnu Pygmeum, á landsvæði, sem var svo til óþekkt hvítum mönnum. Allt þetta leiddi af því, að trúuð kona barði að dyr- um og bauð óþekktum manni, að koma á samkomu og hlýða á Orð Drottins. Árangurinn varð dýrðlegur og meiri en nokkum tíma verður séður með mannlegum augum. Sáðkorninu var sáð og ávöxturinn varð frelsun óteljandi sálna. (Heimildarrit „Hjemmets Venn“, Trondheim“).

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.