Fagnaðarboði - 01.02.1962, Page 1

Fagnaðarboði - 01.02.1962, Page 1
 ililii llli W8& ■ ■ V . ■: s ; ..■:■.:.g Hans og n þá inun : íjliíisisiíiili '.;..■ ;■ : :,: i -: : x :: x- : ■:-:.V:-. . veiíast yður aS : V ::: ■ : : .• ■ 'i’: : x; íííííííi HJONABOND Og Farísear komu til Hans, freistuðu Hans og sögðu: Hvort er leyfilegt að skilja við konu sina fyrir hvaða sök sem er? En Hann svaraði og sagði: Hafið þér eigi lesið, að Skaparinn frá upphafi gjörði þau karl og konu, og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móð- ur og búa við eiginkonu sína, og þau tvö skulu verða eitt hold? Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur eitt hold. Það sem Guð þvi hefir tengt saman, má eigi maður sundur skilja. Þeir segja við Hann: Hvers vegna bauð þá Móse að gefa skilnaðarskrá og skilja við hana? Hann segir við þá: Vegna hjartaharðúðar yðar leyfði Móse yður að skilja við konu yðar. En frá upphafi hefir þetta eigi verið þannig. En ég segi yður, að hver sem segir skilið við konu sina nema fyrir hórdóms sakir, og gengur að eiga aðra, hann drýgir hór; og hver sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir liór. Lcerisvein- arnir segja við Hann: Ef svo er farið málefni manns- ins gagnvart konunni, þá er ekki gott að kvcenast. En Hann sagði við þá: Eigi fá allir höndlað þetta, héldur þeir sem það er gefið. Matt. 19, 3—12. Að gefnu tilefni ræðum við stuttlega, út frá Heilagri Ritningu, hjónabönd og hjónaskilnaði og höfum þá fyr- ir ökkur Matt. 19, 3—12. Ekki verður þó farið neitt ýtarlega út í þau stóru mál. Samkvæmt Ritningunni skulu hjónaböndin byggð á kærleiksboðum Guðs. Hjónabandið var af Guði sett eða gefið, og á að vera af Honum helgað, með því að hjónin ættu allt sameiginlegt í þjónustu og helgun Guðs Orðs. 1 stöðugu samfélagi við Guð áttu þau að taka tillit til þess, sem Guðs var og sinna Hans náðarboðum og reglum. Þá mundu þau fá haldið sáttmálann, er þau gengust undir, er þau sameinuðust í, urðu sem einn maður að Guðs boði, og náð Guðs yrði með þeim verk- andi. Sönn hyggindi eru að elska Drottin. Á þessum hygg- indum eiga hjónaböndin að vera reist samkvæmt Guðs boðum og blessunarfyrirheitum. Því verður það hið fyrsta fyrir alla, að þekkja Hann, sem hjónaböndin hefir sett, það er, — þekkja Orð Guðs og skyldur sín- ar við Hann. Prestar Gyðingdómsins fóru ekki fyrst að uppfræða hjónaefnin um sáttmála Guðs, þá er þau voru komin á brúðarbekkinn. Lögmálið og spámennirnir voru lesn- ir upp fyrir lýðnum á hverjum hvíldardegi. Náðarsátt- málinn talar einnig um skyldur hjóna. Ef svo er, að lýðurinn þarfnaðist þá fræðslu um Guðs náð og sáttmála

x

Fagnaðarboði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.