Fagnaðarboði - 01.02.1962, Page 2
2
FAGNAÐARBOÐI
hjónabandsins, þá er þess ekki minni þörf nú, því án
Guðs ráða og hjálpar er allt rotið til dauða. Guð inn-
siglaði hjónasáttmáiann með þessum orðum: Þaö, sem
Guö því hefir tengt saman, má eigi maöur sundur skilja.
— Má eigi maður? Þá eigi prestur? Eigi kvænti mað-
urinn, né gifta konan? Mannleg boð og mannleg ráð
skilja manninn frá Guði. Guðs ráð er samband Guðs
við manninn í kærleika og miskunn.
Kristur Jesús, lærisveinar Hans og spámennimir
byggðu ekki kenninguna á manna boðum eða tilfinn-
ingum. Guðs Orðið skyldi flutt óskorað sem fullkom-
inn sannleikur eins og það er, svo það renni til mann-
anna í sínu fulla gildi.
En hafa nútima kennimenn kirkjunnar uppfrætt fólk-
ið um lög hjónasáttmálans eins og þau em í Guðs Orði?
Hafa þeir þá nokkra heimild frá Drottni, til þess að lesa
hjón sundur og gefa þau hin sömu aftur í hjónabönd
og þá öðrum.
Þeir geta ekki haft neitt umboð frá sönnum Guði til
þeirra verk, nema fyrir liggi sú sök, er Ritningin til-
greinir. Ef boð Guðs eru ónýtt og að engu höfð, þá höf-
um við Guð á móti okkur en ekki með. Guð virðir sátt-
mála sinn og heiðrar hvern þann, sem sáttmálann virð-
ir og heldur.
HJÓNABÖND NÚTÍMANS OG ÞEIRRA UPP-
LAUSN. Var ekki hjónabandið byggt upp á björtum
framtíðarvonum með heilla- og hamingjuóskum vin-
anna? En hvað kom fyrir? — Voru hjónin ekki vígð?
Skein ekki hamingjan af andlitum þeirra? Voru þau ekki
uppfrædd um skyldumar? Eða gleymdist ábyrgðin, sem
þau höfðu tekið á sig með sáttmála hjónabandsins?
Og hvert stefndi, þegar sáttmálinn gleymdist og Guðs
hönd hrint frá vonarríku heimilinu. — Mennirnir varpa
Guðs náðarhönd frá sér og hún fær ekki að reisa húsið.
En Guðs útrétta kærleikshönd eru Hans boð og ráð.
Ef GuÖ byggir ekki húsið, erfiöa smiöirnir til ónýtis.
Ef Drottinn verndar eigi borgina, vakir vöröurinn til
ónýtis. (Sálm. 127, 1.)
Þú vilt sjálfur ráða þinni framtíð, byggja húsið, en
ganga fram hjá Guðs ráðum. En það verður aldrei nema
á sandi reist. Þetta er það, sem liggur á bak við og
veldur upplausn hjónabandsins.
Ykkur, sem eruð í upplausn hjónabandsins vil ég
benda á, að eina vonin er Guðs náð og eina hjálpin
er FRELSUNIN, lausn frá dauðans — slysi hjónabands-
ins. Hjónaskilnaðir em stórslys þjóðfélagsins og allt of
margir láta það sér í léttu rúmi liggja.
Þið — unga fólk, sem emð í upplausn hjónabandsins.
Gefið ykkur tíma, til þess að nema staðar frammi fyrir
Almáttugum Guði, nema staðar til bænar. Komið fram
fyrir Hann með meinsemdimar og biðjið Hann um
hjálp. Ef til vill er sökin sjálfselska og hroki, og stærsta
orsökin sú, að þið hafið gleymt Guði, sem þið eigið
aðgang að með bæninni og trúnni, ykkur til lausnar
og hjálpar. Gleymið ekki, að þið hafið gengizt undir
sáttmála af Guði settan og innsiglaðan með þessum
orðum: Þaö, sem Guö því hefir tengt saman, má eigi
maöur sundur skilja.
Svo sér Guð viðleitni þína þá er þú gengur fram
fyrir Hann í Jesú nafni og leitar Hans hjálpar af heil-
um hug, til þess að ná rétti þínum, sem er í Hans hendi.
Þú munt fá áheyrn, er þú þiggur FYRIRGEFNING-
UNA og fyrirgefur sjálfur af hjarta.
Og þú eiginkona. — Ef til vill talar maðurian þinn
ekki við þig um ágreiningsmálin, af þv'. nann er þér
reiður og afhuga. Láttu það ekki tefja þig, að leita
Drottins. Segðu Honum allt, því Haan er fús að hjálpa.
En MUNDU sjálf, að fyrirgefa svo þér verði fyrirgefið.
Margir hafa hlotið sár í þessum efnum. En Jesús Krist-
ur er sá sami, til þess að frelsa og græða og leysa öll
vandamál einstaklinga og þjóða.
Guð gerði sinn lýð að þjóð með lögum sínum og skip-
unum. Og þegar að lýðurinn fór eftir þeim, gekk þjóð-
arbúskapur Israelsmanna vel. En þegar að þeir gleymdu
Guðs boðum, hrundi allt í rústir. Svo er Iíka um hvert
heimili, þar sem Drottinn fær ekki að vera Guð og
Frelsari. Allt, sem ekki er byggt á Jesú Kristi, bjarg-
inu eilífa, er byggt á sandi. En hvað eina, sem byggt
er á grundvellinum, Jesú Kristi er Guði samboðið og
sameiginlegt. Þar fyrir utan er allt höfðingja heimsins
samboðið. Syndin og ranglætið er óvinarins. Og syndin
er þjóðanna skömm.
Réttlæti, friður og fögnuður Guðsríkisins, allt er það
gefið fyrir Jesúm Krist — fæst aðeins fyrir Hann. Hann
einn getur sameinað til friðar og blessunar.
Bjóð Honum á heimilið, svo Hann fái að vera þar
ríkjandi og verkandi í sínum friði. Þá verður aldrei
neinn hjónaskilnaður og litlu börnin ekki heimilislaus.
Bið á hverjum degi fyrir hjónabandi þínu. Þá er sig-
urinn vís. Byggðu bæn þína á Guðs Orðinu og gleym
ekki, að Jesús Kristur stendur við þínar hjartadyr og
bíður eftir, að þú ljúkir upp fyrir Honum. Og þegar
að þú hefur lokið upp og Hann er inngenginn með frið
og sigur kærleikans, þá verður heimili þitt blessunar-
ríkt í Honum, Kristi Jesú, KONUNGI LlFSINS.
Því að: Allt hold er sem gras og öll vegsemd þess
sem blóm á grasi; grasiö skrcelnaöi og blómið féll af,
en Orð Drottins varir að eilifu ... (1. Pét. 1, 24—25).
Guðrún Jónsdóttir.