Fagnaðarboði - 01.02.1962, Page 4
4
FAGNAÐARBOÐI
Kraftnverk Drottins á Díöttu Cooper
Móðirin bað: Ég get ekki sleppt voninni um að
litla stúlkan mín verði heilbrigð
Hvernig óskar þú lítilli fjögurra ára telpu til ham-
ingju með nýbyrjað aldursár, sem vitað er, að þjáist
dag frá degi af sársaukafullum krampaköstum, — vitað,
að hver dagurinn, sem liður er henni þjáningadagur,
og elcki um neina breytingu að ræða, nema þá til hins
verra.
Aðeins Almáttugur Guð megnaði að gera Díönu
Cooper þennan afmælisdag, 5. maí 1956, að fagnaðar-
ríkum hamingjudegi, og Hann einn gat gefið henni að
mega horfa fram á marga slíka daga.
Læknamir höfðu sagt, að Díana hlyti að deyja í
einhverju krampakastinu, — allt hefði nú verið reynt,
sem hægt væri, en ekkert stoðað. Þeir gátu engar vonir
gefið um bata, svo frá þeim var ekki neinnar hugg-
unar að vænta.
Og nú virtist ferðin til Orals Roberts ætla að verða
farin til einskis. Ferðapeningarnir, sem leyfðu ekki
nema þriggja daga viðstöðu, vom nú á þrotum, og enn-
þá hafði nafn Díönu ekki verið kallað upp. Hún hafði
því ekki getað komizt í röð hinna sjúku og vanheilu,
sem Oral Roberts átti að biðja fyrir. Allt útlit var nú
fyrir, að móðirin yrði að hverfa heim aftur með barn-
ið sitt án fyrirbænarinnar. En til þess að fá fyrirbæn
Orals Roberts höfðu þær farið alla þessa iöngu leið,
mörg hundruð mílur.
Þetta var því dapur og ömurlegur afmælisdagur og
mestar líkur til, að þetta yrði einnig síðasti afmælis-
dagurinn hennar Díönu litlu, því nú fékk hún hvert
krampakastið á fætur öðru. Veslings móðirin var sár-
hrygg og yfirkomin af þreytu. Samt lét hún ekki af
að knýja á í bæn til Drottins. — „Góði, miskunnsami
Guð,“ bað hún. „Ég get ekki sleppt voninni um að litla
stúlkan mín verði heilbrigð. Drottinn, ég veit að þér
er ekkert ómögulegt. Þú getur læknað bamið mitt“.
Og áður en þessi dagur var liðinn, hafði Díana fengið
gjöf frá Drottni — lækningu —, afmælisgjöf, sem henni
var send frá himni, sérstaklega.
Allt gerbreyttist á svipstundu, — var sem kirkju-
klukkum væri hringt, englasöngur ómaði og kertaljós
blikuðu, og allt endurómaði í himneskri gleði: Til ham-
ingju með afmælisdaginn, Díana, og nýbyrjuð fagnað-
arrík æviár.
•K*
Sheila Díana, fædd 5. maí 1952, er ein af þrem dætr-
um Álvins LeRoy Coopers jr. Faðirinn er starfsmaður
í nýlenduvöruverzlun en móðirin vinnur í klæðaverk-
smiðju. Fram á mitt ár 1953 virtist allt brosa við
Coopers-f jölskyldunni, sem þá var flutt í ný og góð húsa-
kynni í heimaborg sinni Columbus í Georgíu. Coopers-
hjónin höfðu ávallt verið kirkjurækin og Guð var sá
styrki armleggur, sem þau leituðu til, þegar sjúkdóms-
bölið dundi yfir.
Liðlega ársgömul varð Díana fyrir því slysi, að detta
niður háan stiga. En barnið huggaðist við blíðu móður-
innar, tárin voru þernið og sársaukinn mildaður, og
slys þetta virtist ekki ætla að verða annað eða meira
en það, sem iðulega hendir börn á þessum aldri.
En sex vikum síðar fékk Díana fyrsta krampakastið.
Ýmsir læknar rannsökuðu hana og leitað var til sér-
fræðings í heilasjúkdómum. I sjúkrahúsinu voru henni
gefnar 24 sprautur einn klukkutímann við hættulegri
blóðrásartruflun. Læknarnir, sem gátu ekki stöðvað
krampann ákváðu nú tafarlausan uppskurð.
Móðirin segir: „Þegar ég skrifaði undir skjölin, sem
heimila uppskurðinn, fannst mér sem lífið væri að
slokkna í brjósti mér“.
Nú var barninu, liðlega árs gömlu, ekið inn í skurð-
stofuna, en áður en svæfingu yrði viðkomið, hafði það
fengið enn eitt krampakastið.
Móðirin hélt nú að barnið hennar væri að deyja og
hljóðaði upp yfir sig. En föðuramman, sem einnig fékk
að vera þarna viðstödd, fór að biðja til Drottins. Fað-
irinn átti bágt með að hljóða ekki upp eins og kona
hans, en þráði þó í hjarta sínu að eiga stillingu og trúar-
traust móður sinnar. En hann gat ekkert gert og sem
lamaður beið hann þess sem verða vildi.
Við rannsókn kom í ljós ör á heila Díönu eftir áverka,
sem hún hafði hlotið við fallið. Sérfræðingarnir kváð-
ust geta fjarlægt æxli og bólguhnúta, en ekki ör. Hér
gæti því uppskurður engu um bætt. „Við getum ekki
hjálpað henni“, sögðu þeir.
Hún yrði að taka inn lyf það sem eftir væri ævinnar,
sem gæti okki orðið löng. Þessi lyf áttu aðeins að geta
haldlð sjúkdóminum að einhverju leyti niðri, en ekki
meir.
Næstu þrjú árin voru Cooper-hjónunum erfiðari, en
orð fá lýst. Milli krampakastanna reyndi Díana litla
oft að leika sér eins og eðlilegt er lítilli telpu á hennar
aldri. Hana langaði til þess að leika sér á þrihjóli, hlaupa
um og skríkja af ánægju eða undrun yfir því, sem