Fagnaðarboði - 01.02.1962, Qupperneq 6
6
FAGNAÐARBOÐI
Hnnn nuetti Ktisti
(Post. 26.)
Sál var í Gyðingdóminum fyrirmynd ungra manna,
fróður í lögmál: Guðs og staðráðinn í því að helga
Guði líf sitt til þjónustu. Hann beið þess með eftirvænt-
ing að mega renna skeið sitt. I eldmóði og krafti hinna
göfugustu áforma, sem lestur spámannsbókanna hafði
vakið í brjósti hans, tók hann þegar á unga aldri jafn-
öldrum sínum langt fram, þar sem hann var miklu
vandlætingasamari um erfikenning forfeðranna. Við
hann batt samtíðin sínar beztu vonir og vænti mik-
ils af honum. Ráð hans voru tekin til greina af æðstu
mönnum, og ekkert virtist geta hindrað, þar sem hann
stóð buinn til sóknar og varnar. — Þessi Galílei og
kenning hans, sem vakið hafði mikinn óróa meðal lýðs-
ins, skyldi nú fljótlega kveðinn niður.
En það var Hann, Galíleinn, sem í hinu skærasta
ljósi birtist honum, sem varð augum hans, já,
honum öllum yfirsterkara á einu augabragði. Nú
lá hann blindur og örmagna á jörðunni, fullviss
þess, að hann væri hinn mesti syndari, sem nokkru
sinni hefir andann dregið. Hann hafði mætt hin-
um upprisna Kristi, Jesú frá Nazaret. Dýrðin tók
af öll tvímæli um, að Jesús væri Eingetinn Sonur Guðs,
hinn fyrirheitni Messías, sá hinn sami, sem öll þjóðin
vænti eftir. En Honum hafði hún þó hafnað og sjálfur
hafði hann, Sál, barizt á móti og talið sér skylt að of-
sækja. — llver gat afborið slíka vanvirðu. Hin sárasta
sektartilfinning altók hjarta Sáls. Engin orð gátu lýst
þeirri kvöl, sem henni var samfara. Engin afsökun
var til sem gæti hlíft honum hið minnsta eða hulið
synd hans. Og réttlætið, sem hann hafði lagt svo mikið
kapp á að iðka var honum eilíflega horfið. Allt, sem hann
hafði talið sér til sæmdar fór sömu leið. Sjónin var
farin, hreystin að engu orðin, og vimrnir orðnir fjand-
menn.
Hver sýnin af annarri birtist fyrir sáír.rsjónum hans,
þar sem hann, fastandi ákallaði þann, sem hann hafði
ofsótt. Hvernig gat hann hafa verið svona blindur?
Þurfti hann að missa sjónir.a, til þess að verða sjáandi?
Einmitt þann, sem hann heizt vildi heiðra, hafði hann
talið sér heiður að ofsækja. Þó höfðu spámennirnir lýst
þvi svo greinilega, að hinn fyrirheitni Messías myndi
líða kvaladauða sakir syndar lýðsins. Hafði ekki Jesaja
sagt?
... En vorar þjáningar voru það, sem Hann bar, og
vor harmkvoéli, er Hann á sig lagði; vér álitum Hann
refsaðan, sleginn af Guði og lítillœttan, en Hann var
særður vegna vorra synda og kraminn vegna voira
misgjörða; hegningin, sem vér höfðum tilunnið, kom
niður á Honum, og fyrir Hans benjar urðum vér heil-
brigðir. Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefnd-
um hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra
koma niður á Honum. (Jes. 53, 4—6.)
Sást það ekki þarna berlega að hann he:öi lesið
Ritningarnar með lokaðum augum.
„Sál, bróðir“. Hver gat á^arpað hann svo huggunar-
ríkum orðum jafn sekur ?em hann var? Eftir þriggja
daga föstu og stöðuga bær., í hinu svartasta myrkri,
barst honum til eyrna þessi friðsæla kveðja. Og er hend-
ur þess manns, er við hann hafði mælt þessi orð, voru
lagðar yfir hann, hvarf myrkrið frá augum hans, er
sem hreistur hrundi honum af augum. En Andi Drottins
fyllti hann öllum friði, er hann hafði fest trú sína á
Drottin Jesúm, Hann, sem hann hafði ofsótt ákaflega.
Það, sem hann hafði lært þessa þrjá föstu- og bæna-
daga, þótt blindur væri, var meira, en allt, sem hann
hafði áður numið, við hin beztu skilyrði og af hinum
færustu fræðimönnum. Nú hafði hann komizt að raun
um, að Kristur Jesús væri hinn fyrirheitni Frelsari, sem
fullnað hafði fórnarþjónustuna öllum mönnum til
lausnar, og hafði áunnið þeim, sem á Hann trúa, eilífa
réttlæting frammi fyrir augliti Guðs.
Sál, sem nú var orðinn Páll hafði lært að skilja, að
enginn gat réttlætzt af lögmálsverkum og að fórnirnar
veittu sálinni enga svölun framar. Allt var þetta honum
horfið fyrir yfirburðum trúar-réttlætisins, sem hann nú
hafði öðlazt fyrir trúna á Jesúm Krist.
Páll postuli hafði tapað þjóð og föðurlandi. Vina-
snauður og yfirgefinn var hann flóttamaður í sínu
eigin landi, umsetinn og ofsóttur af þeim, sem áður
voru vinir hans. Og er hann i Jerúsalem reyndi að sam-
laga sig lærisveinunum, hræddust allir að hafa nokkuð
saman við hann að sælda.
Ekkert af öllu þessu olli honum nokkurs kvíða, þar
sem hann hafði öðlazt það, sem var þessu öllu æðra,
hið eilífa föðurland á himnum, þar sem honum var
geymdur sigursveigur réttlætisins fyrir trúna á Jesúm
Krist. Hann hafði dáið syndinni, en reis nú upp til að
þjóna lifandi Guði i Anda og sannleika. Hann var endur-