Fagnaðarboði - 01.05.1965, Síða 5
F A G X A Ð A R B O Ð I
5
dionungur úivaldra
Hvar er lúnn nýjœddi Gyðingákonungar? Því að vér
höfum séð stjörnu Hans austur frá og erum komnir, til
þess að veita Honum lotningu.
(Matt. 2, 2.).
Vitringar eru á ferð. Þeir spyrja eftir Gyðingakonung-
inum. Hvar er Hann? Máske hafa þeir bi'iizt við að fá
greið svör. Þeir voru ekki komnir, til þess að skoða land-
ið, byggð þess og framkvæmdir eða fylgjast með hátíða-
höldum þjóðarinnar.
Þeir spyrja með djörfung eftir E I N U M, konungi
útvaldra. Hans fundi verða þeir að ná, því þeir hafa
fengið áreiðanlega vitneskju, hinmeskar bendingar um
komu Hans til jarðarinnar, komu Gyðingakonungsins,
sem spámenn þjóðarinnar höfðu talað um. Ennfremur
hafa þeir fengið ábending um, hvar Hans skuli leita,
þ.e. meðal Guðs lýðs.
Þjóðunum var enn í fersku minni, hvað Guð Israels
hafði gert fyrir Davíð, þá er Guð hóf Davíð til konungs,
og hin litla þjóð fékk náð rétti sínum yfir mótstöðu-
mönnunum, þá er hún bjó við kúgun og undirokun.
En nú var konungurinn kominn, sem sitja skyldi í
hásæti Davíðs, konungur Gyðinga, alvaldur og eilífur,
er aldrei mundi hrundið af veldisstóli, heldur mundi
ríkja að eilífu. Hallelúja!
Þetta lét ekki vel í eyrum allra borgarbúanna. Ef til
vill hafa margir vænzt þess, að Gyðingakonungdómur-
inn yrði ekki reistur við, og þær ógnir endurtækju sig,
þar sem Guð hafði sýnt sig í alveldi sínu til stórra og
voldugra þjóða, sem féllu fyrir mætti Hans, þá er Hann
lét hinn útvalda iýð ná rétti sínum yfir óvinunum.
Þjóðir Guðs óvina máttu sín einskis. Þeir urðu lé-
magna gegn mætti Guðs, þá er Hann vitjaði lýðs síns.
Guð hóf lýð sinn upp með því að gera sín máttarverk
með honum, svo allar þjóðir máttu þekkja dýrð og sigra
Guðs. Þjóðirnar voru alls óviðbúnar, töldu sig örugg-
ar í sínum stóru ráðum. Allt væri óhagganlegt í þeirra
vizku og veldi. Þær áttu ekki von á, að neitt fengi þessu
raskað.
En sendiboðar hrópa sterkum rómi með eftirvænt-
ing og í krafti sannfæringar:
— Hvar er hinn nýfæddi Gyðingakonungur?
— Hvert var erindi þeirra á fund Hans?
— Þeir ætluðu að veita Honum lotningu.
— Vissu þessir menn þá ekki, að rómverskur konung-
ur var ríkjandi í Jerúsalem?
— Jú. Þeir vissu það. En hann var ekki Gyðinga-
konungurinn.
— Hafði Guð þá ekki gefið þjóð sína á vald hinum
rómverska konungi, og var hann ekki af Guði settur
yfir þá. Hafði því ekki einnig verið spáð, að ísraels-
ríki myndi undir lok líða og ekki verða konungsríki
framar?
— Jú, vissulega.
En Guð útvaldi þessa þjóð, ísraelsmenn, til þess að
búa hjá þeim og vera þeirra andlegi konungur. Með
útvalningunni gerði Guð þá að nýjum, andlegum lýð
sínum, það er að segja, ef gerðust þeir fúsir að þekkja
Hann, Guð sinn, sinna vilja Hans og lilýða Honum.
Það var þessi IvONUNGLIí, eilífur og andlegur,
sem nú var í heiminn íæddur og vitringarnir vöktu
eftirtekt á, — konungurinn, sem mundi ríkja í hásæti
Davíðs, forföðurins, sem hafði hjarta Guði að skapi.
Nú mátti hinn guðelskandi og trúi lýður vakna og
rísa upp, til að fagna Guði sínum. Fagnaðartíminn var
kominn, sá sem Guðs lýður oft og mörgum sinnum hafði
verið minntur á. Þeir, sem lifðu í Abrahams trú, biðu
og væntu þessarar huggunar. I svartnætti niðurlæg-
ingar þjóðarinnar skein nú hið eilífa ljós heimsins. Það
skein í hinum eilífu fyrirheitum kærleikans, sem Guð
ávallt minnti sína elskuðu á.
Enn skín þetta himneska Ijós til okkar mannanna.
Hvað hindrar þjóðirnar í að dvelja við birtu þess,
sinna boðskapnum um frelsi og líf, eins og segir hjá
Jesaja (60, 1-3.).
Statt upp, skín þú, því að Ijós þitt kemur og dýrð
Drottins rennur upp yfir þér! Því sjá, myrkur griífir
yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum; en yfir þér upp
rennur Drottinn, og dýrð Hans birtist yfir þér. Heið-
ingjarnir stefna á Ijós þitt og konungar á Ijómann, sem
upp rennur yfir þér.
Eru svo þjóðirnar enn að leita að öðrum vegi, fálm-
andi í fávizku sinni og vonlausu stríði, fjötraðar synd-
inni i öfund hver við aðra. Astæðan er sú, að þær stefna
fram hjá Ljósi lífsins og ganga á öðrum vegum en þeirn,
sem Guð hefir þeim fyrirbúið.
Leitið vitnisburðarins og kenningarinnar. Þann veg
fóru vitringarnir, þegar þeir leituðu Gyðingakonungs-
ins. A þeirri leið fundu þeir Hann. Stjarnan, himinljós-
ið, leiddi þá á vegi Ritninganna. Þar lásu þeir hver væri
hin rétta leið. Það var jólabókin þeirra, — þeirra hátíð-
arbók.
Þeir fóru ekki villuveg falsspámannanna, veg afvega-
Framhald á bls. 7.