Fagnaðarboði - 01.05.1965, Page 6

Fagnaðarboði - 01.05.1965, Page 6
6 F A G N A Ð A R B O Ð I Guð er enn að útvelja ...... Framhald af bls. 3. mótsins haldin. Sá, sem predika átti á þessari síðustu samkomu hét Jim Brown og var úr Oldungakirkjunni (presbyterian). Hann var maður skírður í Heilögum Anda. Þegar hann hafði lokið máli sínu bauð hann þeim, sem taka vildu við Kristi sem Frelsara sínum og eins þeim, sem væru að keppa eftir að hljóta skírn Andans að koma inn í bænaherbergi inn af aðalsalnum. Nokkrir vinir okkar hjóna voru með allri levnd að ráðgast um, hvernig fara ætti að því að fá mig til að fara inn í herbergi þetta. Þeir urðu því ekki lítið undr- andi, þegar þeir sáu mig fremstan þeirra, er héldu til bænaherbergisins. Þetta kvöld skírði Drottinn mig krafti Anda síns og var það svar við þessum bænarorðum mínum í Grafar- garðinum: Drottinn! — Ef þessu er þannig varið, þá vinn verk þitt í hjarta mínu og ger það eins bert og raunsætt og það er með þessum mönnum. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Hann rendi fram ráð- um sínum svo Fred Waugh amerískur kaupsýslumaður, ferðaðist yfir úthaf til fjarlægra landa og þar mætti Guð honum á þennan undursamlega hátt og í þessu sérstæða umhverfi — við gröf Krists. I stuttu máli sagt: Þetta er saga HeiIags-Anda-skírðs manns, sem farið hefir krossins leið, mætt hinum upp- risna Ivristi á liljóðri stundu og haldið áfram veg bæn- arinnar, til þess að meðtaka fylling Andans. Fred Waugh hélt áfram vitnisburði sínum: Drottinn sleppti ekki af mér hendi sinni. Hann hélt áfram að leiða mig og stýra skrefum mínum. Enda þótt ég ætti nú frið í hjarta og fullvissu trúarinnar og hinn kyrrláta og friðsæla styrk Guðs barnsins, er öðlast hefir skírn Andans, þá verð ég að játa að þessi hugsun ásótti mig sí og æ: Hvað getur þú sagt, þegar þú kemur aftur heim, og vinir þínir segja eitthvað á þessa leið: — Svona fór það þá með hann Fred okkar. Hann gerðist þá guðrækinn — Rut bar þá að lokum sigur úr býtum. Hvað á ég nú að segja við þessa menn? Þessar hugsanir ásóttu mig, en ég lét þær ekki uppi við nokkurn mann. Þegar við komum til Noregs tóku A1 og Edith Kons- mo á móti okkur, en þau höfðu verið ferðafélagar okk- ar. Þau buðu okkur heim til sín. Og kvöld eitt, á sam- eiginlegri bænastundu, mælti Edith fram spádómsorð fyrir Anda Drottins. Orðunum var beint til mín og voru þau þessi: Ver ekki áhyggjufullur um, hvað þú átt að segja eða hvað þú átt að gera. Þegar þinn tími er kominn til vitn- isburðar mun ég opna þér leiðina og leggja þér í munn þau orð, sem þú átt að segja. Og þessi spádómsorð hafa rætzt hvað eítir annað. Þegar Drottinn opnar mér leið til vitnisburðar — leiðin stendur mér opin, finn ég það ávalt fvrir Anda Drottins. Til dæmis get ég tilgreint fyrstu heimsókn mína eft- ir utanferðina. Ég fór þá til gamals vinar. Þegar ég kom inn á skrifstofuna til hans varð honum að orði: Komdu sæll og blessaður, vinur. Ég hef ekkert heyrt af þér, síð- an ég frétti, að þú værir í flugvél yfir Indlandshafi. Ég var nú hálft í hvoru farinn að halda að eitthvað hefði komið fyrir þig. Þú værir ef til vill ekki lengur í lifenda tölu. Þú hefir líkast til frá einhverju að segja. Hvað sást þú þarna suður frá og hvað er eiginlega að gerast þar? Ég fór nú að segja honum frá öllu því furðulega, sem er að gerast í Israel, — frá eyðimörkinni, sem er að verða að gróðursælum reitum, og ýmsu fleiru. Þá sagði hann við mig: Fred. Þegar þú hefir nú augum litið allt þetta, hvaða áhrif hefur það haft á þig? A sömu stundu opin- beraði Andi Drottins mér að nú stæði mér leiðin opin til vitnisburðar. Ég fór nú að segja honum frá því, þá er Drottinn mætti mér í Grafargarðinum. I heilan klukkutíma vitnaði ég fyrir honum um verk Drott- ins og sagði honum frá reynslu minni. Þá sagði hann: — Þetta er sannarlega stórkostlegt. Getur þú ekki heimsótt okkur í kvöld? Konan mín verður líka að fá að heyra um þetta. Þessar einu dyr, sem opnuðust mér þarna, hafa leitt til þess, að margar aðrar dyr hafa staðið mér opnar til vitn- isburðar, því vinur minn hefir flutt vitnisburðinn áfram til sinna kunningja og rætt hann við marga vini mína. Ég hafði verið hræddur um, að margir gamlir kunn- ingjar og vinir mundu snúa við mér bakinu. En reynd- in hefir verið hið gagnstæða. Ég hef sagt þeim frá hvernig Drottinn mætti mér og hefir stjórnað skrefum niínum og leitt mig áfram veg- inn með sér. Nú er svo komið, að hópur vina keniur saman á heimili okkar hvert þriðjudagskvöld til þess að lesa og ígrunda Guðs Orð. Surnir þessara manna hafa gefizt Kristi, öðlast lifandi trú og samfélag við Drottin Jesúm. I stað þess að vinátta okkar rofnaði, eins og ég óttaðist, hefir hún trevstst æ sterkari böndum. Nú eru sameiginleg hugðarefni okkar það sem Drott- ins er, en ekki hégómi heimsins. Fred Waugh hafði ekki aðeins öðlazt lífið í Kristi og leitt vini og kunningja inn á veg trúarinnar, heldur farn- ast honum nú vel í kaupsýslustarfinu og öll fjölskyldan sameinaðist með einum huga við lestur Guðs Orðs og kepptu í bæninni eftir fylling Heilags Anda. Viðtal blaðaviannsms TF. C. Armstrongs við Fred Waugh. (Töluvert stytt).

x

Fagnaðarboði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.