Fagnaðarboði - 01.05.1965, Side 7

Fagnaðarboði - 01.05.1965, Side 7
FAGNAÐARBOÐI 7 Konungur úlvaldra Framhald af bls. 5. leiðendanna. Ekki voru þeir heldur að villa á sér sýn. Ollum er í sjálfsvald sett og stendur til boða að vakna til réttlætis Krists og verða leiddir af Guðs náð og kær- leika. AUir þarfnast friðarins og hvíldarinnar við blessunar- brunn Frelsarans. Vitringarnir sýna þér eftir hverjum þú átt að spyrja. Einnig fær þú lært af þeim, hvað ber að forðast. Forð- umst því hræsnisveg Heródesar. Hann þóttist einnig ætla að veita hinum nýfædda konungi lotningu, já, meira að segja spurði, hvað stæði skrifað í Ritningun- um um konunginn, svo hann enn betur gæti barist gegn kærleika Guðs. Xotum hátíðardagana, til þess að dvelja við huggun Ritninganna, svo Jesú líf sé okkar líf í fullkomnum friði og huggun. Þá hefir Guðs dýrð runnið upp þér til handa. Þú veitir þá Konungi Lífsins lotningu og færir Honum þær gjafir, sem Honum ber — gefur Honum hjarta þitt, að það megi vera Hans bústaður. Mætti kærleikur Guðs birtast þér í réttlæti trúar- innar, þeirrar trúar, sem Jesús Kristur er höfundur að, svo þú ávallt megir ganga á Hans vegi, Honum, Kon- ungi Lífsins, til lofs og heiðurs.-Hann elskar alla menn og þráir að þeir þiggi eilífa lífið, sem Hann hefir þeim áunnið með krossdauða sínum. Enn er Hann að bjóða í veizlusalinn. Vakna þú og bú þig veizluklæðum, sem Hann í kærleika sínum þráir að gefa þér, — að vera réttlætur af öllum þínum syndum. Tími jólanna færist nær. Sá tími er óviss, því enginn á það víst að lifa næstu stund. En tími réttlætisins er öllum viss, er Drottins leita. Og það er sú hátíð, sem engan endi hefur. Allt er þar öruggt í eilífum friði og fögnuði. Ef einhver á ekki réttlætisklæðin, þá vil ég segja við hann: Far að dæmi vitringanna. Spyr með djörfung eft- ir KONUNGINUM. Lát engan tefja þig. Gakk á Jesú fund, Konungs Lífsins, sem hefir lífið að gefa þér. Hann segir: Minn jrið gej ég yður. Dýrð sé Guði í upphœðum, og jriður á jörðu með þeim mönnum, sem Hann hejir velþóknun á. (Lúk. 2, 14.). Jesús svaraði Pílatusi: Já, ég er konungur; til þess er ég jœddur og til þess koni ég í heiminn, að ég beri sann- leikanum vitni. Hver, sem er sannleikans megin, heyrir mína rödd. (Jóh. 18, 37-38.). Guðri'm Jónsdóttir. Þetta fengum við allt............................... Framhald af bls. 4. — Xei, barnið mitt. Eg get ekki farið út í þennan kulda. Pabbi á engan frakka að fara í. Vertu nú góður drengur og ekki alltaf að þessu relli við pabba og mönnnu. — Lofaðu mér þá, pabbi, að fara með Sússie systur niður í Trúboðshús. Þeir eru þar með jólatré og konan lofaði að gefa mér skó. — Jæja góði. Þú mátt fara með Sússie. Svo lögðu litlu systkinin af stað til Trúboðshússins. A leiðinni var Sússie að segja bróður sínum frá Jesú- barninu, sem fæddist í Betlehem. Þau þurftu ekki að fara langan veg og innan skamms voru þau komin í samkomusal Trúboðshússins. Orðlaus af undrun virtu þau íyrir sér það, sem við augum blasti. Þarna var stærð- ar hrúga af jólagjöfum, sem útbýta átti um kvöldið, kjöt, búðingur, föt að ógleymdum leikföngunum. Aldrei hafði Dick litla látið sig dreyma um að eignast svona falleg gull. Ein starfsstúlknanna gekk nú til barnanna og sagði: — Jæja, börnin mín. Hvað myndi ykkur nú helzt langa til að fá? Sússie herti upp hugann og sagði: — Það sem okkur langar til þess að biðja um er víst alltof mikið. Okkur . ’ langar til þess að fá frakka handa honum pabba. Pabbi á bágt núna. Hann fær hvergi vinnu. Svo er mamma veik ... — Við skulum nú sjá til, vina mín, hvort við finnum ekki frakka handa honum pabba ykkar. En þú sjálf, hvað langar þig til þess að fá? Brátt hafði Sússie litla eignast fallega, hlýja kápu og Dick bróðir hennar lilý og vönduð stígvél. En þar með var ekki allt upp talið, því þegar þau komu heim til sín tæpum klukkutíma síðar var í fylgd með þeim starfs- systirin og ungur piltur, sem bar stóra körfu. Þegar þau komu inn í herbergið reyndi móðirin að rísa á fætur, en faðirinn sat hreyfingarlaus við borðið yfirkominn af sorg og örvæntingu. Nú var farið að taka upp úr körfunni og undrunin leyndi sér ekki í svip móðurinnar. Þarna var tekið upp kjöt, rúsínubúðingur, og ýmislegt annað góðgæti. Augu hinnar ungu móður fylltust tárum. Það var þakklát fjölskylda, sem settist að matarborð- inu sínu á jóladaginn. Móðirin, klædd nýjum, hlýjum kjól, bar á borð nautakjötssteik og rúsínubúðing. — En hvar er jólagjöfin hans pabba, gall við í litla Dick? Konan kom með frakka handa pabba. — Já, þú ættir að vita, hvernig frakkinn fer á þér, sagði nú unga konan, um leið og hún tók fram frakk- ann. En hvað er þetta hérna í vasanum?

x

Fagnaðarboði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.