Fagnaðarboði - 01.01.1970, Blaðsíða 3

Fagnaðarboði - 01.01.1970, Blaðsíða 3
FAGNAÐARBOÐI 3 VITNISBURÐUR UM LÆKNING FYRIR BÆN Eitc var það, sem augljóslega kom illa við þennan umrædda yfirboðara minn, en það var tilvist manns þess, sem gegndi prestþjónustu hjá „Assembly of God“- söfnuði. En sá söfnuður hafði tekið á leigu húsnæði fyrir guðsþjónustur sínar, nokkrar húslengdir frá kirkju okkar. í fyrstu lét yfirboðari minn sem hann sæi ekki þennan mann, þó hann mætti honum á götu, hvað þá, að hann léti svo lítið að heilsa honum. En svo kom að því, að við í söfnuði okkar, gátum alls ekki lengur látið sem okkur væri ókunnugt um þennan söfnuð og þá þjónustu, sem þar fór fram, þar sem við urðum að horfast í augu við þá staðreynd, að nokkrir meðlimir okkar safnaðar „villtust“ yfir í þetta litla safn- aðarfélag og sáust ekki framar við messugerð hjá okkur. Var mér þá falið það verk að heimsækja þessa „frávilltu sauði“ og í því skyni fengin í hendur skrá yfir nöfn þeirra. Húsmóðirin á fyrsta heimilinu, sem ég kom á þessa erinda, sagði við mig: Ég verð að játa það fyrir yður, að ekki var mér það sársaukalaust með öllu að yfirgefa minn fyrri söfnuð. Þar átti ég alla ættingja mína og vini. En þegar barnið mitt var að dauða kom- ið af heiftugri lungnabólgu, kom yfirboðari þinn og bað fyrir barninu. Nokkru síðar kom hér annar prestur, sá sem er þjónandi hjá „Assembly of God“-söfnuðinum. Hann bað einnig fyrir barninu. Hann byggði bæn sína á Orði Guðs, minnti Guð á fyrirheitin, sem Hann gef- ur okkur mönnunum í Orði sínu. Þannig barðist þessi prestur í bæninni til Drottins og vék ekki frá sóttar- sæng barnsins míns fyrr en undir morgun. En þá varð sú breyting á, að barnið gat hóstað og við það losnaði einhver ósköp upp úr lungunum. Við þetta létti barn- inu og varð miklu hægara um andardrátt. Og nú er eins og þér sjáið, litli drengurinn alheill. Ég sá nú, að hér þýddu engar fortölur. Þessari konu yrði ekki snúið aftur til okkar safnaðar. Ég heimsótti því þann, sem næstur var á listanum. Það var einnig kona, sem kvaðst hafa verið með mikla hálskirtlabólgu. Hún hafði farið til þessa sama prests og beðið um fyrirbæn. Henni sagð- ist svo frá: „Ég merkti enga breytingu þegar eftir bæn- ina. En í leigubílnum á leiðinni heim, fór eitthvað að losna úr hálsinum á mér. Og ég er ekki að orðlengja það neitt meir, en hálsinn gerhreinsaðist, og ég varð heil af meini mínu.“ Þriðji aðilinn, sem ég hafði tal af í þessum erindis- rekstri mínum, var karlmaður. Kvaðst hann hafa verið mjög rangeygður og fengið þann úrskurð lækna, að úr þyí væri ekki hægt að bæta með neinni aðgerð. Maður þessi varð að nota stórar, þykkar linsur, til þess að geta komizt ferða sinna hjálparlaust. „Án þessara þykku glerja var ég isem blindur maður,“ sagði hann. Svo held- ur hann áfram: Svo báðu þeir fyrir mér — þessir menn — og sannfærður í trúnni, tók ég af mér gleraugun og hef ekki notað þau síðan. Hélt ég svo til vinnu minnar, — nú sem maður með fulla sjón, — og fær um að leysa af hendi hin mestu nákvæmnisverk. Síðan leit hann á mig og sagði: Hér sjáið þér mig og getið sjálfir um dæmt. Þegar ég nú leit í augu hans, sá ég þar ekkert, sem gaf til kynna, að hann hefði nokkru sinni verið rangeygður. Ekki sá ég heldur neitt í augnaráði hans, sem gat komið mér til þess að ætla, að hann væri að segja ósatt. Nú mætti ætla, að ég hefði verið fagnandi yfir því, að mega heyra þessa vitnisburði og sjá, að Jesús Kristur er hinn sami í gær og í dag og um allar aldir. En svo var ekki. í stað þess að vera glaður í hjarta, var mér órótt innanbrjósts. — Já, algert umrót var þar nánast um að ræða. Vafalaust er öllum ljóst, hvað það hefur að segja fyrir hvern þann, sem fyrir því verður að sjá öllu því kollvarpað með óyggjandi sönnunum, sem hann alla tíð hefur talið hið rétta og sanna. En þannig var nú einmitt ástatt fyrir mér. Væri þetta, sem ég nú hafði heyrt og séð, óhagganlegt í sannleiksgildi sínu, mundi það leiða til þess, að ég yrði að endurskoða og endur- meta margt það, sem ég hafði talið „góða og gilda vöru“, — margt það, sem mér hafði verið innrætt allt frá blautu barnsbeini, og ég hafði tekið við, án þess að rannsaka sannleiksgildi þess niður í kjölinn. Eitt af því var einmitt það, að tími kraftaverkanna væri löngu liðinn. Áleit ég nú beztu og öruggustu leiðina, til þess að komast að hinu sanna, vera þá að gera mína eigin prófun, og á þann hátt fá úr því skorið, hvað rétt er í þessu máli. MÁTTARVERK DROTTINS Á BÆKLAÐRI KONU í söfnuði okkar var kona, sem hafði þjáðst af liða- gigt í átján ár. Hún var svo illa farin og bækluð af sjúkdómi þessum, að hún komst ekkert um, nema í hjólastól. Um batavon var ekki að ræða að mannanna dómi. Ég tók nú þá ákvörðun að fara niður á safnaðar- skrifstofuna, og þar ákallaði ég Drottin Jesúm Krist og sagði: — Drottinn minn, ef þú læknar hina sjúku enn þann dag í dag, eins og þú gerðir, þá er þú gekkst um hér á jörðu, holdi klæddur, þá bið ég þig nú um að staðfesta mér það í Orði þínu. Ég tek hér af handahófi eina Biblíuna úr bókaskápnum, opna hana og legg síðan, með lokuð augun, fingur minn einhvers staðar á aðra hvora síðu opnunnar. Vers það, sem fingur minn nemur þá við, tek ég sem svar við þessari spurningu minni: — Drottinn Jesú, læknar þú sjúka enn þann dag í dag, eða er sá tími liðinn? Ég játa það hreinskilningslega, að hér var sannarlega barnalega að farið af minni hálfu. En hneigir ekki Framhald á bls. 7

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.