Fagnaðarboði - 01.01.1970, Blaðsíða 7

Fagnaðarboði - 01.01.1970, Blaðsíða 7
FAGNAÐARBOÐI 7 einmana? Við hvað hann átti með orðinu synd, það vissi ég ekki, en hvað mannlegri hræðslu viðkom, þá var staðreyndin sú, að þar var ég engin undantekning. Eg þorði bara ekki að kannast við hræðslu mína. En mér fannst furðulegt, hvernig hann gat vitað, að ég var einmana? Ég var alltaf með strákunum, — ég gat valið mér hverja þá af stúlkunum, sem hugurinn girnt- ist hverju sinni, — fólk var hrætt við mig, svo það vék út á akbrautina fremur en mæta mér á gangstétt- inni, — ég, sem var fyrirliðinn, foringi floklcsins. Hvern- ig gat nokkrum iifandi manni dottið í hug, að ég væri einmana? Engu að síður var ég það. Ég var einmana, og þessi predikari vissi það. En honum skyldi ekki verða kápan úr því klæðinu. Ég ætlaði að lcoma með leik á móti. (Framhald í næsta blaði). Arið 1910 Tlýr árgangur ‘Jagnaðarboða Enn á ný hefur Fagnaðarboði göngu sína, og biðjum við þess, að blaðið flytji þeim, er það lesa, náð og blessun frá Guði Föður og Jesú Kristi, Frelsara vorum. Við þökkum kveðjur, einnig vitnisburði þeirra, sem hafa hlotið blessun við íhugun og lestur blaðs- ins og vonum, að það haldi áfram að flytja blessun þeim til handa. Megi mönnum, við lestur þess, skýrast línurnar á milli ljóss og myrkurs, milli trúar og vantrúar, svo Orð Fagnaðarerindis Jesú Krists og votta Hans verði leiðandi og verkandi afl í þjóðlífi okkar. Við flytjum hér þakkir öllum velunnurum blaðs- ins, öllum þeim sem erfiðað hafa við það á einn eða annan hátt. Einnig þökkum við gjafir og skil- vísa greiðslu. Þaklcið Drottni, því að Hann er góður, því að miskunn Hans varir að eilífu! ‘þœttir úr œvi minni Framliald af bls. 3 Drottinn eyru sín að bænum okkar, þó barnalegar séu, ef hjartað er einlægt? Þegar ég opnaði augun, las ég versið (Sálm. 103, 3), sem fingur minn hafði komið niður á. Það voru þessi undursamlegu Orð: „ . . . sem fyrirgefur allar misgjörðir þínar og lœJcnar öll þín mein.“ Ég tók við þessum Orðum Heilagrar Ritningar sem svari til mín frá Drottni, og byggjandi á þeim í trú, heimsótti ég hina fötluðu konu, er áður um getur. Sagði ég henni nú frá því, sem á undan var gengið og spurði hana: Vilt þú, að ég biðji Drottin, að Hann gefi þér heilbrigði? Tók hún þessu fagnandi, og gerði ég nú, eins og stendur í Jakobs-bréfinu: Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins, og þeir skulu smyrja hann með olíu í Nafni Drottins og biðjast. fyrir yfir honum. Ég smurði nú hina fötluðu konu olíu og bað Drott- in að lækna hana. Og enn þann dag í dag minnist ég þess, hve lítill ég var í trúnni, þegar ég nú fór að biðja, — já, minnstur allra. Ég vil geta þess hér, að „Hið almenna bréf Jakobs“ hafði verið útskýrt fyrir okkur í háskólanum. Prófessor- inn sjálfur hafði farið vandlega yfir hvert vers með okkur, en þegar kom að fjórtánda versi í fimmta kapí- tula: sé einhver sjúkur . . . hljóp hann yfir það, eða lét, sem versið væri þar alls ekki til staðar. Ég bar þá fram þessa spurningu: — Herra prófessor, hvað um 14. vers- ið? Svaraði hann þá: Það er háskalegt. Við hlaupum yfir það og tökum fyrir næsta vers. Næsta dag heimsótti ég svo aftur konu þessa, og það var sannarlega ekki maður fullur vonar og eftirvænting- ar, sem þar fór. En þegar þangað kom, tók hún sjálf á móti mér, og andlit hennar ljómaði af gleði, þegar hún sagði: — Séra Bredesen, þetta er fyrsta nóttin mín í átján ár, sem ég hef verið þjáningarlaus með öllu. Hún var nú á fótum og gekk um, já, meira að segja strax farin að taka til hendinni við hitt og þetta á heimilinu, konan, sem undanfarin ár hafði verið farlama sjúkling- ur og ekki átti sér neina batavon að manna dómi. Hvílík staðfesting á sannleiksgildi Orðanna, að Jesús Kristur er hinn sami í dag og þá er Hann gekk um hér á jörðu — hinn sami Frelsari og Lausnari okkar mann- anna barna. (Niðurlag í næsta blaði).

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.