Fagnaðarboði - 01.01.1970, Blaðsíða 6

Fagnaðarboði - 01.01.1970, Blaðsíða 6
6 y FAGNAÐAllBOÐI — Nicky! Lofaðu mér að segja þér aðeins eitt, áður en ég fer. — Jesús elskar þig. — — Ilt með þig. Þú veizt ekkert, um hvað þú ert að þvæla, æpti ég. — Og ef þú ert ekki farinn héðan burt af svæðinu mínu innan sólarhrings, eru dagar þínir taldir. Enn var sama rnilda brosið á andliti Wilkersons, þegar hann hörfaði út um dyrnar og sagði: — Gleymdu því ekki Nicky, að Jesús elskar þig. Nú var mér nóg boðið. I bræði minni tók ég upp tóma vínflösku og grýtti henni í gólfið. Aldrei fyrr hafði ég lcomizt í slíkan ham. I algerri örvinglan hent- ist ég út úr húsinu, og hrokinn og stórmennskan svall í brjósti mér. Eg vissi, að það hafði örugglega ekki far- ið fram hjá strákunum, að þessi náungi hafði eitthvað hróflað við mér með orðum sínum. Nú var því um að gera fyrir mig að látast vera hinn sterki, sem ekkert beit á. Því kæmi ég upp um mig með því að sýna eitt andartak, hvernig mér í raun og veru var innanbrjósts, væri það nóg til þess, að strákarnir myndu strax hætta að líta upp til mín, og ég afskráður sem foringi hópsins. Þegar ég var kominn út úr húsinu, gekk ég dálítinn spöl eftir götunni, snéri síðan við og fór inn í knatt- borðs-stofuna. Þar fékk ég mér marga knetti og reyndi að einbeita huganum við að miða knattstönginni á þá sem nákvæmast, þegar ég skaut þeim. Ég bjóst við að geta fest hugann við þennan leik. En allt kom fyrir ekki. Mér var gersamlega ómögulegt að hrekja burt úr huga mér orð predikarans: — Nicky, Jesús elskar þig. Auðvitað læt ég mig það engu skipta, hvað þessi náungi segir, hugsaði ég. Eg læt hvorki hann né nokk- urn annan hræða mig. Mér mistókst nú hrapalega að skjóta tveim næstu knöttunum. Eg hætti og henti stönginni frá mér á borð- ið. Alltaf hljómuðu þessi orð fyrir eyrum mér — Nicky, Jesús elskar þig —. Ég sagði strákunum, að ég væri lasinn og fór upp í íbúðina mína. Sannast að segja var hugmyndin um lasleikann ekki eintóm uppgerð. Ég var farinn að halda, að eitthvað hlyti að vera að mér, — eins og það að ætla í háttinn svona snemma. Það hafði aldrei hent mig fyrr. Klukkan var ekki nema hálfellefu, og ég, sem var van- ur að fara aldrei í rúmið fyrr en kl. þrjú til fjögur. Þegar upp kom, læsti ég dyrunum á eftir mér. Er ég svo gekk yfir gólfið, til þess að kveikja á lampan- um var ég óstyrkur og titrandi. Síðan tók ég fram byss- una rnína, hlóð hana tveim skotum og lagði hana á borðið, sem stendur við rúmið mitt. Sígarettupakka hafði ég þar einnig til taks. Svo reif ég mig úr skónum, háttaði og slengdi mér endilöngum upp í rúmið. Þar lá ég og starði upp í loft. En sí og æ endurómuðu þessi orð til mín — Nicky, Jesús elskar þig — Jesús elskar þig..... Ég' slökkti nú á lampanum og kveikti mér í sígarettu, síðan hverri á fætur annarri. Og tíminn leið. En hvernig sem ég bylti mér, og hvernig sem ég reyndi, var mér ómögulegt að fá nokkra hvíld eða sofna. Loks kveikti ég aftur ljósið og leit á úrið mitt. Klukk- an var fimm að morgni. Mér hafði ekki komið dúr á auga alla nóttina. Ég fór fram úr, klæddi mig og setti byssuna aftur inn í klæðaskápinn. Inni hélzt ég ekki við lengur. Ég þurfti að fara niður tvo stiga, til þess að komast niður að útidyrunum. Þegar ég opnaði þær og leit út, var grá morgunskíman að færast yfir stór- borgina. Ur fjarlægð heyrði ég ýmis konar hljóð, sem gáfu til kynna að borgin væri að vakna af nætursvefn- inum. Ég settist á útidyratröppurnar og byrgði andlitið í höndum mér. Þessi orð véku elcki frá mér — Nicky, Jesús elskar þig. Allt í einu heyrði ég, að bíl var ekið upp að húsinu og rétt á eftir var klappað á öxl mér. Þegar ég leit upp, vansvefta og þreyttur, sá ég predikarann, mildan á svip og broshýran, standa fyrir framan mig. Komdu sæll Nicky. Manstu, hvað ég sagði við þig í gærkvöldi? Mig langaði aðeins sem snöggvast að koma við hjá þér og segja þér aftur, að Jesús elskar þig. Eg spratt á fætur og ætlaði að ráðast að honum. En hann var við því búinn og stökk aftur á bak, svo ég náði ekki til hans. Ég var eins og óargadýr, sem býr sig undir að stökkva á bráð sína. Ég urraði að honum og hvæsti, en hann leit beint í augu mér og sagði: Þú getur drepið mig, Nicky, já, partað mig í sundur í ótal hluti og dreift þeim út um strætin, en hver partur líkama míns myndi hrópa til þín — Jesús elskar þig . . . Þú getur aldrei hlaupizt burt frá því, að Jesús elskar þig, Nicky. Ég hvessti á hann augunum og reyndi með því að buga hann. En hann hélt áfram að tala til mín. Þú mátt ekki halda, að ég sé hræddur við þig, þó þú talir digurbarkalega. Og ég veit, að þú ert mannleg- ur og getur orðið hræddur eins og við allir hinir. Þú þjáist í syndaspilling þinni og ert einmana. En Jesús elskar þig, Nicky —. Einhver hlekkur brast. Hvernig vissi hann, að ég var

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.