Fagnaðarboði - 01.01.1982, Blaðsíða 7

Fagnaðarboði - 01.01.1982, Blaðsíða 7
FAGNAÐARBOÐI 7 augum mínum. Sá sannleikur opnaðist vitund minni, að Drottin Guð hafði elskað mig — Charles M. Duke — allt frá fyrstu tíð, þá er Hann skapaði manninn, — elskaði mig núna og um alla eilífð. Guð hefði skapað manninn — sjálfstæðan einstakling. Fyrir hugskotssjónum mínum leit ég alla viðburða- rásina. Maðurinn hafði snúið sér frá Guði, — Guð sendi stöðugt boðskap sinn til mannanna fyrir munn hinna trúu og sönnu votta sinna: — Snúið ykk&r til mín. Gjörið iðrun, og ég mun vera ykkar Guð og blessa ykkur. í Heilagri Ritningu er, í rás aldanna, haldið áfram að benda á Lambið, Guðs Soninn, sem hina einu leið tii hjálpræðis, eina veginn til lífsins. I fyrsta sinn las ég nú Jóhannesar-guðspjall og hlotnaðist skilningur á Orði boðskapar þess. Nú var Jesús Kristur mér ekki einungis hinn mikli lærimeistari. Hann var Orðið sem var í upphafl hjá Guði, og allir hlutir eru gerðir fyrir. Hann er lífið og öllum sem trúa á Hann gefur Hann rétt til þess að verða Guðs börn. Þegar við hjónin, að Biblíu-námskeiðinu loknu, ókum heim, var hugur minn bundinn við Guðs Orðið. Og svo að segja í einni svipan, fann ég að mér þrýst að gera upp huga minn og taka afstöðu. Hér var ekki um neitt tvennt að ræða. Annað hvort var Jesús Kristur, Guðs Sonur eða Hann var það ekki. Trúði ég því, að Kristur væri mér vegurinn til lífsins, eða trúði ég því ekki. Öll verðum við fyrr eða síðar á ævinni að standa frammi fyrir þessu. Hér er um það val að ræða fyrir manninn sem varðar hann líf eða dauða. Allt stóð þetta mér nú skýrt og ljóst fyrir sjónum. Ég leit til konu minnar og sagði: Nú efast ég ekki lengur — vina mín. Ég er fullkomlega sannfærður um það, að Jesús Kristur er Sonur Guðs. Á þeirri stundu tók ég — Charles M. Duke — við Jesú Kristi sem Frelsara mínum og endurfæddist til nýs lífs í Honum. Þetta var engan veginn eins og mér hefði verið þeytt með einhverju geimskoti inn í eilífðarvissuna, heldur hafði ég uppfræðst í Orði Guðs. Og þá er ég tók við því í trú, fann ég uppfyllast til mín hið undursamlega, að Hann, Frelsari mannanna tók sér bústað í hjarta mínu. Undrið mikla opinberaðist til mín: Verið í mér, þá verð ég líka í yður. Og þegar ég styrktist á vegi trúarinnar við að öðlast meiri þekkingu og uppfræðslu í Guðs Orðinu, varð mér ekki lengur nægilegt að hafa sjálfur öðlast þessa þekkingu, heldur varð ég knúinn til þess að vitna fyrir öðrum um Frelsara minn. Það sem ég nú er að leitast við að gera, er að vitnisburður minn nái til sem flestra víðsvegar um heim, eftir því sem mér gefst tækifæri til í samstarfinu við FGBMFI. Ávarp No , þá er nýr árgangur Fagnaðarboða hefst, sá þrítugasti og fimmti, biðjum við með orðum Tóhannesar í þriðja bréfi hans 2-4. versi: Eg bið þess, minn elskaði, að þér vegni vel í öllum hlutum og aðþú sért heill heilsu, eins og sálu þinni vegnar vel. Því að ég varð mjög glaður, þegar brceður komu og báru vitni um tryggð þína við sannleikann, hversu þú fram- gengur ísannleika. Allt sem hér um greinir er ávöxtur sem Andi Guðs kemur til leiðar með þeim er þekkja Orð Guðs og elska að gera það sem þar er fyrir þá lagt. Því allt þekkist af ávextinum. Þeir sem elska Guð, hyggja á það sem Guðs er og vita, að kærleikur Guðs á að vera augljós með öllum mönnum er sannleikann iðka — eins og hann kom í ljós í Jesú Kristi. Engin lýgi getur komið frá sannleikanum. Mætti Guðs máttur og dýrð hlotnast sálum okkar í kærleiksgjöfinni, að Guðs Sonurinn kom holdi klæddur til þess að frelsa okkur og íklæða réttlæti sínu. Guðs hönd er okkur útrétt í fullkomnu hjálpræðisverki. Drottinn gefi mönnum hungur og þorsta eftir Orði Sannleikans, svo dýrð Guðs eflist til þeirra með sæluboðuninni: Sælir eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir rétt- lætinu, þvíaðþeir munu saddir verða. (Matt. 5:6) Öllum þeim sem leggja á sig erfiði við útgáfu og dreifingu Fagnaðarboða biðjum við blessunar Drottins, — vitandi að erflðið verður ekki til ónýtis. Þá viljum við hér þakka skilvísar greiðslur, áheit og gjafir. Með þessu hefi ég fundið lífi mínu tilgang og hlotið helgun á vegi trúarinnar. Þessa braut mun ég reyna að ganga meðan mér auðnast að lifa hér á jörð. Drottinn Jesús hefur sameinað fjölskyldu mína. Með okkur ríkir friðúr og einhugur í Drottni. — Að ganga á tunglinu jafnast engan veginn á við þaö að ganga á jörðinni með Kristi Jesú — (Hér er I einu og öllu stuðst við frásögn Charles M. Dukes sjálfs í Voice, tímariti FGBMFI — samtakanna)

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.