Fagnaðarboði - 01.01.1982, Blaðsíða 3
FAGNAÐARBOÐI
3
til hirðanna á Betlehemsvöllum. Gegnum opna himna
barst söngurinn til jarðarinnar.
I samfundatjaldinu ljómaði dýrð Guðs út frá
kerúbunum yfir loki sáttmáls-arkarinnar. Serafarnir, er
voru með sex vængi hver, boðuðu Jesaja spámanni frið-
þæginguna, þegar hann gekk inn í köllun sína til
spámannsverksins. Einn serafanna flutti Jesaja boð-
skapinn með þessum orðum:
Misgjörð þtn er burt tekin og friðþægt er fyrir synd
þína. (Sjájes. 6. kap.)
Lærisveinunum var gefið, fyrir opinberun Heilaga
Andans, að sjá inn í himindýrð Guðs og fluttu okkur
síðan erindið sem þeim hafði verið falið að kunngera.
Þeir vissu, að erindið var til mannanna og okkur
með því gefið að vita, hvað okkur er fyrirbúið að
þiggja, þá er Guðs dýrð gleður okkur í nýrri sköpun
himinsins. Þar lofsyngja hersveitir Guðs í óendanlegum
fögnuði, gleði sem aldrei fellur úr gildi. Lofsöngurinn
rennur fram í nýrri og nýrri aðdáun á kærleika Guðs og
trúfesti í hinni nýju, himnesku kærleikssköpun Hans.
Himininn er hdsæti mitt og jörðin skör fóta
minna. (Post. 7:49)
Hvar vilt þú, afneitarinn, vera? Hvar er staður
mannsins? Hvar get ég verið án þess að mæta
Skaparanum, Frelsaranum, Dómaranum? Allir verða
að mæta frammi fyrir Honum. Það er óumflýjanlegt.
Þá er Stefán píslarvottur leit til himins, sá hann dýrð
Guðs og Jesúm standandi við hægri hönd Guðs.
Þannig var Stefán huggaður, meðan grjótkastið dundi
á líkama hans. Þjáningarnar urðu sem að engu, er
hann leit þessa dýrð og þá um leið staðinn, þar sem
honum var fyrirbúið að vera um alla eilífð með Frelsara
sínum, þar sem hvorki dauði né þjáning er framar til.
Allt hvarf Stefáni nema hinn eilífi, sanni veruleiki: —
kominn heim. Dýrð sé Guði!
Drottinn Jesús kom með Guðsríkið á jörð, svo allt
sem Hans er ætti að samtengja okkur himindýrð Hans,
þar sem Sonurinn er allt í öllu með Föðurnum. Hann
sagði við Maríu eftir upprisu sína:
.... en far þú til bræðra minna og seg þeim: Ég
stíg upp til Föður míns og Föðuryðar, til Guðs
mtns og Guðsyðar. (Jóh. 20:17)
Spámenn Guðs áminntu lýðinn um þann veg er
hann, að Guðs boði, átti að ganga. Oft fór þó svo, að
menn þverskölluðust og urðu fráhverfir boðum Guðs.
Þar með misstu þeir af því að ganga inn til Guðs-
ríkisins. Falsspámenn og andkristar fengu að ráða
stefnunni.
En hvernig er ástatt fyrir okkar íslensku þjóð?
Jólin, — friðarhátíðin, verður stutt og fellur í
skuggann þar sem haldið er að börnunum ævintýrum
um jólasveina og huldufólk í alls kyns búningi vætta og
annarra kynjavera. Er ætlunin með því sú að vilja prýða
og auka á hátíðargleði jólanna?
Á hátíðar- og gleðistundum er oft komið saman
meðal frænda og vina. En þær stundir eru iðulega
biandnar sárum trega, því enginn veit hvenær stund
skilnaðar ber að.
Bæn Jesú fyrir lærisveinum sínum var þessi:
Faðir, ég vil, að það sem þú gafst mér, — að
einnig þeir séu hjá mér þar sem ég er, til þess
aðþeir sjái dýrð mína, sem þú hefir gefið mér;
því að þú hefir elskað mig áður en heimunnn
var grundvallaður.
(Jóh. 17:24)
Leyfum Drottni okkar og Frelsara að höndla okkur,
svo við, sem erum fædd af óforgengilegu sæði, verðum
viðbúin að ganga in í dýrðina sem hinar forsjálu meyjar
er höfðu búið lampa sína og gengu inn til brúð-
kaupsins.
Hversu margir byggja ekki á kennisetningum trúar-
bragðanna og mikla þau sem eitthvað það er reynst
hefði þeim áþreifanleg staðreynd og þar með gefið
þeim óbrigðula vissu um fullkomna sælu. En Kristur
kom ekki í heiminn til þess að efla trúarbrögð manna.
Hann, Höfundur trúarinnar, kom til þess að safna
okkur saman í eina hjörð, svo allir hlytu hvíld og frið
Hans í sæluboðskapnum — Orði Fagnaðarerindis
Hans.
Dyrnar til lífsins —
JESLJS sagði: Ég erupprisan og lífið... (Jóh. 11:25)
Og enn fremur segir Hann, sjájóh. 10:9
Ég er dyrnar; ef einhver gengur inn um mig, sá
mun hólpinn verða, hann mun ganga inn og
ganga út og fá fóður.
Kristur Jesús, sem var negldur á krossinn, veitir
okkur inngöngu um dyr lífsins. Hann bjó okkur leið
með sér inn á nýjan lífsins veg, þar sem við, frelsuð
fyrir Hans fullkomna sigur á krossinum, göngum í ljósi
trúarinnar.
Með upprisu Drottins Jesú á páskamorgun, opnast
okkur mönnunum nýjar lífsins dyr og leiðin inn í kær-
leiksdýrð Guðs. Þessar lífsins dyr eru Orðið er Hann