Víkurfréttir - 21.03.2013, Page 2
fimmtudagurinn 21. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR2
ATVINNA
DEILDARSTJÓRI OG SÉRKENNARI ÓSKAST
Viltu vinna á faglegum, kraftmiklum og skemmtilegum
vinnustað? Þá er Akurskóli staðurinn fyrir þig.
Akurskóli óskar eftir deildarstjóra:
Starfssvið:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Akurskóli óskar eftir sérkennara til starfa:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Í Akurskóla er lögð áhersla á kennsluhætti sem einkenna
opinn skóla, einstaklingsmiðað nám og teymisvinnu
kennara.
Sjá nánar um Akurskóla: www.akurskoli.is
Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk.
Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar
http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf
Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Róbertsdóttir,
skólastjóri, í síma 420-4550 eða 849-3822, eða á
netfangið sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is
HREINSUNARÁTAK
Hreinsunarátak, samstarf um betri
ásýnd og virðisauka.
Frekari upplýsingar má nálgast hjá Umhverfis- og
skipulagssviði í síma 421-6700 eða á netfangið
sigmundur.eythorsson@reykjanesbaer.is
Opinn fundur
með Árna Páli
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar,
ræðir alvöru gjaldmiðil, húsnæðisöryggi, heil-
brigða forgangsröðun og margt fleira á opnum
fundi í Vitanum Sandgerði laugardaginn 23. mars
kl. 13.00
Við hvetjum sem flesta til að mæta og taka þátt í
skemmtilegum og uppbyggilegum umræðum um
samfélagið og framtíðarsýn fyrir land og þjóð.
Vitanum Sandgerði
Laugardaginn 23. mars kl. 13
Allir velkomnir
Æfingar á Jesus
Christ Superstar
í fullum gangi
Æfingar standa nú yfir af fullum krafti fyrir metn-
aðarfulla dagskrá sem f lutt
verður í kirkjum á Suðurnesjum
í dymbilviku.
Flutt verða valin lög úr hinum
þekkta söngleik Jesus Christ Su-
perstar og verður fyrsta sýning í
Keflavíkurkirkju á pálmasunnudag,
önnur sýning 25. mars í Safnaðar-
heimilinu í Sandgerði og 26. mars
í Grindavíkurkirkju. Dagskrá hefst
kl. 20:00.
Arnór B. Vilbergsson organisti
stendur í stafni og stjórnar kór,
hljómsveit og einsöngvurum sem
eru ekki af verri endanum. Má þar
nefna Eyþór Inga Gunnlaugsson
fulltrúa Íslands í Evróvisjón en
hann mun syngja hlutverk Jesú og
Sigurð Ingimarsson sem verður í
hlutverki Júdasar. Aðrir söngvarar
eru úr röðum kórfélaga og margir
þeirra munu jafnframt leika á ýmiss
hljóðfæri.
Suðurnesjamenn og aðrir velunn-
arar eru boðnir velkomnir á meðan
að húsrúm leyfir en enginn að-
gangseyrir er á viðburðinn. Hins
vegar verður boðið upp á kaffi og
kökur og safnað um leið frjálsum
framlögum í orgelsjóð Keflavíkur-
kirkju. Að auki munu félagar úr
kór Keflavíkurkirkju selja afmælis-
diskinn sinn en kórinn varð 75 ára
á síðasta ári. Allur ágóði af sölu
disksins rennur jafnframt í orgel-
sjóðinn.
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn fyrir kynferðis-
lega áreitni við ungan dreng í
Sundmiðstöð Keflavíkur í sl.
viku. Málið er til rannsóknar hjá
Rannsóknardeild lögreglunnar á
Suðurnesjum.
Maðurinn sem er íslenskur en býr
ekki á Suðurnesjum hafði komið úr
millilandaflugi. Hann hafði verið
nokkra stund á svæðinu, í heitum
pottum og síðan í gufu sundmið-
stöðvarinnar þar sem hann áreitti
drenginn á kynferðislegan hátt.
Drengurinn hafði verið með fleiri
vinum sínum á sundæfingu og
síðan í heitu pottunum og gufunni.
Félagar drengsins fóru út úr guf-
unni á undan honum og þá áreitti
maðurinn hann þegar þeir voru
tveir þar inni. Drengurinn hljóp út
úr gufunni og tilkynnti atburðinn
til starfsmanna sundmiðstöðvar-
innar. Þeir kölluðu til lögreglu en
tóku manninn afsíðis og héldu
honum þar, þangað til hún kom á
staðinn.
Samkvæmt heimildum VF var
maður inn undir veru legum
áhrifum áfengis þó það sæist ekki
mikið á honum og í fórum hans
fannst bjór. Fólk í lauginni var
slegið yfir atburðinum en drengur-
inn sem stundar sundæfingar þar
var í miklu uppnámi eftir atburð-
inn. Starfsfólk þótti taka faglega og
fumlaust á málum.
Lögreglan tók skýrslu af mann-
inum og í framhaldi var óskað eftir
gæsluvarðhaldi yfir honum. Því var
hafnað en gefið út farbann á hann.
Rannsókn er í fullum gangi.
Sakamál
Áreitti ungan dreng
í sundmiðstöðinni
Víkurfréttir næsta
miðvikudag!
Páskablað Víkurfrétta
kemur út miðvikudaginn
27. mars. Skilafrestur á
auglýsingum er nk. mánudag.
Auglýsingasíminn er 421 0001
Póstur: fusi@vf.is